Nordjobb

Nordjobb er norrænt vinnumarkaðsverkefni sem hefur verið starfandi frá 1985. Verkefnið er í eigu Sambands Norrænu félaganna, FNF, og fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni, ráðuneytum í einstökum löndum og að nokkru leyti með verkefnaúthlutunum. Samþætting verkefnisins fer fram á norrænu skrifstofunni í Kaupmannahöfn, en Nordjobb hefur starfsemi á öllum Norðurlöndunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og sjálfstjórnarríkjunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Nordjobb er ekki rekið í ágóðaskyni og er óháð stjórnmálaflokkum. Á hverju ári er um 700 - 800 sumarstörfum miðlað til norrænna og evrópskra ungmenna á aldrinum 18-30 ára. Grundvallarstefna Nordjobb er að miðla vinnu og húsnæði og skipuleggja tómstundadagskrá fyrir þátttakendur í verkefninu. Frá árinu 1985 hefur ríflega 25.000 störfum verið miðlað til ungmenna á Norðurlöndum.

Markmið

Að auka á hreyfanleika ungmenna á norræna vinnumarkaðnum ásamt því að styrkja norrænan vinnumarkað. Sérstök áhersla er á að vinna gegn atvinnuleysi ungs fólks. Auk þess stuðlar Nordjobb að aukinni þekkingu á Norðurlöndunum, menningu og tungumálum þjóðanna, meðal þátttakenda í verkefninu.

Tenglar