Söngvakeppnin 2014 er söngvakeppni haldin á vegum RÚV í því skyni að velja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014. Keppnin samanstóð af tveimur undanúrslitum sem fóru fram 1. febrúar og 8. febrúar 2014 í myndveri RÚV og úrslitum sem fóru fram 15. febrúar 2014 í Háskólabíó. Kynnar voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir.
Hljómsveitin Pollapönk sigraði keppnina með laginu „No Prejudice“ og tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision þar sem þeir enduðu í 15. sæti í úrslitum með 58 stig.[1]
Tenglar
Tilvísanir