Pálmi Gunnarsson (f. 29. september 1950) er íslenskur tónlistarmaður, söngvari og bassaleikari. Hann er meðlimur í Mannakorn og Brunaliðinu og hefur gefið út sólóefni líka.
Pálmi sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins árið 1986 og tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1986 sem hluti af ICY-hópnum.
Sonur Pálma er Sigurður Helgi Pálmason, alþingismaður. Sigurður söng með föður sínum á plötunni Friðarjól.
Plötur
- Syngja lög eftir Gunnar Þórðarson (1972) - Með Þuríði Sigurðardóttur
- Þuríður & Pálmi (1973)
- Hvers vegna varst' ekki kyrr? (1980)
- Á harða, harðaspretti - Með Silfurkórnum (1980)
- Í leit að lífsgæðum (1981)
- Katla og Pálmi (1982)
- Friðarjól (1985)
- Jólamyndir (1994)
- Séð og heyrt (1999)
- Þorparinn (2013)