Söngvakeppnin 2015 er söngvakeppni haldin á vegum RÚV í því skyni að velja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2015. Keppnin samanstóð af tveimur undanúrslitum sem fóru fram 31. janúar og 7. febrúar 2015 og úrslitum sem fóru fram 14. febrúar 2015. Keppnin fór fram í Háskólabíó. Kynnar voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.
María Ólafsdóttir sigraði keppnina með laginu „Unbroken“ og tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision þar sem hún endaði í 15. sæti í seinni undanriðlinum með 14 stig.[1]
Tenglar
Tilvísanir