Pálmi Haraldsson (22. janúar 1960), oft kallaður Pálmi í Fons, er íslenskur athafnamaður, sem komst til efna á veltiárum Íslands eftir aldamótin 2000 - 2001, en hefur verið mjög umdeildur eftir bankahrunið þegar viðskiptafléttur hans komust í fréttirnar. Hann er helst þekktur fyrir að vera eigandi lágflugfargjaldafélagsins Iceland Express og hafa átt í viðskiptum með Sterling-flugfélagið. Pálmi hefur verið náinn viðskiptasamherji Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hafa fjárfestingar þeirra skarast víða.
Ævi
Pálmi er sonur Haraldar Guðmundssonar rafvirkja og Auðar Stefánsdóttur starfsmanns á gæsluvöllum Reykjavíkur. Pálmi nam rekstrarhagfræði við Háskólann í Gautaborg og lauk meistaranámi við Verslunarháskólann í Gautaborg 1991. Hann hvarf frá fyrirætlunum um doktorsnám til þess að geta tekið við starfi framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna.[1] Pálmi á barn úr fyrri sambúð og tvo syni og stjúpson með fyrrverandi eiginkonu, auk einnar dóttur með núverandi konu sinni.
Viðskipti
Pálmi starfaði upphaflega hjá Sölufélagi garðyrkjumanna þar sem hann gætti hagsmuna þeirra bænda og framleiðenda sem lögðu inn í Sölufélagið. Árið 2001 komst Samkeppniseftirlitið (þá Samkeppnisstofnun) að þeirri niðurstöðu að „á árinu 1995 hafi Sölufélag garðyrkjumanna (og tengd fyrirtæki), ásamt Ágæti og Mata tekið upp víðtækt ólögmætt verðsamráð og markaðsskiptingu varðandi viðskipti með grænmeti.”[2] Hann rak seinna einkahlutafélagið Fons sem á m.a. fjórðungshlut í 365 miðlum, stærsta fjölmiðlafyrirtækinu á Íslandi en Pálmi á sjálfur rúmlega 40% hlut.[3] Pálmi hefur einnig komið að rekstri lágflugfargjaldafélaginu Sterling.[4] Pálmi á einnig eignarhaldsfélögin Feng og Nupur Holding S.A.
Málsókn Glitnis banka
Þann 11. maí 2010 var málsókn Glitnis banka á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þorsteini Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur þingfest fyrir rétti í New York-fylki, þar sem þau eru ákærð fyrir það að „...hafa með sviksamlegum og ólöglegum hætti haft fé af bankanum sem nemur meira en tveimur milljörðum dala...“.[5] Endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers er einnig ákært fyrir að „...greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008.“[5]
Neðanmálsgreinar
Tenglar
|
---|
Tímabil | | |
---|
Bankar | |
---|
Stofnanir | |
---|
Fyrirtæki | |
---|
Athafnamenn | |
---|
Stjórnmálamenn | |
---|
Grasrótarstarf | |
---|
Rannsókn | |
---|
Ýmislegt | |
---|