Snjóhengjan er óformlegt heiti á krónueignum erlendra aðila sem fastar eru á Íslandi vegna gjaldeyrishafta sem hafa verið í gildi frá bankahruninu 2008. Þessar eignir eru taldar nema á bilinu 800 til 1000 milljörðum króna. Eigendur þessara fjármuna eru flestir taldir vera erlendir vogunarsjóðir og bankar sem vilji skipta þeim yfir í erlendan gjaldeyri. Óttast er að ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt í skyndi þá myndi það þýða snöggt útstreymi gjaldeyris frá Íslandi og verulega gengisrýrnun krónunnar. Önnur lausn sem lögð hefur verið til er að eigendur snjóhengjunnar taki á sig verulega niðurfærslu á eignunum gegn því að fá leyfi til að taka afganginn út í erlendum gjaldeyri.
Í fréttum sumarið 2016 kom í ljós að meðal helstu eigenda innistæðna á Íslandi væru fjárfestingarfyrirtækin Eaton Vance og Loomis Sayles & Co.[1]
Tengt efni
Tengill
Heimildir
- ↑ [1]
|
---|
Tímabil | | |
---|
Bankar | |
---|
Stofnanir | |
---|
Fyrirtæki | |
---|
Athafnamenn | |
---|
Stjórnmálamenn | |
---|
Grasrótarstarf | |
---|
Rannsókn | |
---|
Ýmislegt | |
---|