Milliríkjadeilur Íslendinga vegna skuldbindinga íslenskra einkabanka erlendis hafa staðið, aðallega við Breta og Hollendinga, síðan að bankahrunið á Íslandi varð, haustið 2008, í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi 2008–9. Deilurnar hafa snúist um meintar skuldbindingar ríkissjóðs Íslands vegna inneigna borgara umræddra landa í dótturfélögum einkarekinna, íslenskra viðskiptabanka í umræddum löndum. Nánar tiltekið Icesave á vegum Landsbanka Íslands og Kaupthing Edge á vegum Kaupþings. Samkvæmt tilskipun ESB eiga íslensk stjórnvöld að tryggja innistæður að hámarki 20.877 evrum. Íslenskt stjórnvöld hafa verið treg í taumi varðandi þessar skuldbindingar og hafa Bretar sett hryðjuverkalög gagnvart þeim sem olli þeirri keðjuverkun að einkarekin íslensk bankastarfsemi lagðist á hliðina. Sú skoðun hefur verið sett fram, meðal annars af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að yfirvöld Bretlands og Hollands beiti áhrifum sínum til þess að tefja eða koma í veg fyrir afgreiðslu lána til Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Tengill
|
---|
Tímabil | | |
---|
Bankar | |
---|
Stofnanir | |
---|
Fyrirtæki | |
---|
Athafnamenn | |
---|
Stjórnmálamenn | |
---|
Grasrótarstarf | |
---|
Rannsókn | |
---|
Ýmislegt | |
---|