Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Hvolsvöllur

Hvolsvöllur
Map
Hvolsvöllur er staðsett á Íslandi
Hvolsvöllur
Hvolsvöllur
Staðsetning Hvolsvallar
Hnit: 63°44′59″N 20°14′2″V / 63.74972°N 20.23389°V / 63.74972; -20.23389
LandÍsland
LandshlutiSuðurland
KjördæmiSuður
SveitarfélagRangárþing eystra
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals1.078
Heiti íbúaHvolsvellingar
Póstnúmer
860
Vefsíðahvolsvollur.is

Hvolsvöllur er bær í Rangárþingi eystra. Það byggðist út úr Stórólfshvoli eftir að Kaupfélag Hallgeirseyjar stofnaði þar útibú árið 1930. Þar bjuggu 1.078 manns 1. janúar 2024.

Saga

Tveimur árum eftir að útibú Kaupfélagsins var opnað var fyrsta íbúðarhúsið risið en það var kaupfélagsstjórahúsið Arnarhvoll. Sama ár voru byggðar brýr á Þverá, Affall og Ála. Þannig urðu allir flutningar um Rangárvallasýslu auðveldari og var ákveðið að flytja höfuðstöðvar Kaupfélagsins frá Hallgeirsey að Hvolsvelli. Lítið var byggt um sinn nema frystihús og díselrafstöð. 1957 opnaði kaupfélagið kjörbúð við Austurveg en hún var þá ein af fyrstu slíkum á landinu.

Sýslumaður Rangárvallasýslu hefur haft sæti sitt á Hvolsvelli frá 1938 og var barnaskóli stofnaður í plássinu 1943.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur aðalskrifstofur sínar á Hvolsvelli frá stofnun embættisins 1. janúar 2015.

Tilvísanir

  1. „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2024“. px.hagstofa.is.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kembali kehalaman sebelumnya