Reykjahlíð er byggðakarni á bökkum Mývatns í Mývatnssveit. Hverfið byggðist upp eftir stofnun Kísiliðjunnar, sem nú er horfin, en þar bjuggu 210 manns árið 2019. Á staðnum eru hótel og flugvöllur. Reykjahlíð tilheyrir Skútustaðahreppi og er skrifstofa sveitarfélagsins staðsett í þorpinu. Íþróttafélagið Mývetningur er starfrækt þar.