Á mótinu kepptu samtals sextán landslið sem komust áfram í undankeppni. Undankeppnin fór fram á tímabilinu ágúst 2010 og nóvember 2011. Í henni tóku 51 landslið þátt. Þetta var í síðasta skipti sem aðeins sextán taka þátt í lokakeppninni, á EM 2016 verður 24 liðum boðin þátttaka. Mótið var haldið á átta leikvöngum, fjóra í hvoru landi. Fimm leikvangar voru sérstaklega byggðir fyrir mótið, auk þess sem að miklum fjármunum var veitt til að bæta samgöngur í löndunum.
Þátttökulið
Samtals 51 landslið tóku þátt í undankeppni fyrir mótið, þar af komust fjórtán þeirra áfram í lokakeppnina í Póllandi og Úkraínu ástamt liðum frá hvorri gestgjafaþjóð. Þau sextán lið sem komust áfram á lokakeppnina voru: