Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu (Sænska: Svenska fotbollslandslaget) keppir fyrir hönd Svíþjóðar á alþjóðlegum vettvangi og er stjórnað af Sænska knattspyrnusambandinu, heimaleikvangur Svía er Friends Arena í Stokkhólmi. Þjálfari liðsins heitir Janne Andersson. Frá 1945 til 1955 var liðið talið með sterkustu liðum heims.
Svíþjóð hefur tólf sinnum tekið þátt á Heimsmeistarakeppni í Knattspyrnu, fyrst árið 1934. sjö sinnum tekið þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Það hlaut silfur á Heimsmeistaramótinu 1958 á heimavelli, og brons 1950 og 1994. Af fleiri afrekum þess má nefna gull á Ólympíuleikunum 1948 og brons árið 1924 og 1952. Liðið komst einnig í undanúrslit á EM 1992 sem gestgjafar á því móti.