Evrópukeppnin í knattspyrnu 2024
Evrópukeppnin í knattspyrnu 2024 var Evrópukeppni karla í knattspyrnu sem haldin var 14. júní til 14. júlí í Þýskalandi árið 2024.
Val á gestgjöfum
Ýmis lönd lýstu áhuga sínum á að halda EM 2024. Hollendingar íhuguðu að bjóða í keppnina, kynntar voru hugmyndir um að Rússland og Eistland tækju höndum saman og eins voru áform um sameiginlega keppni fjögurra Norðurlandanna. Að lokum stóð þó varlið einungis á milli Þýskalands og Tyrklands. Í kosningu sem fram fór þann 27. september 2018 hlutu Þjóðverjar tólf atkvæði, Tyrkir fjögur og einn seðill var auður.
Knattspyrnuvellir
Þátttökulið
Þessi 24 lið munu taka þátt í mótinu:
Keppnin
A-riðill
Heimamenn byrjuðu keppnina með látum og unnu stórsigur á Skotum í fyrsta leik. Aðeins dró úr marksækni þeirra í næstu tveimur leikjum en þeir tryggðu sér þó toppsætið á undan Sviss með jöfnunarmarki í uppbótartíma. Skotar héldu fast í þá hefð að komast ekki upp úr riðlakeppninni á stórmótum. Ungverjar stálu sigrinum í lokaleiknum en það dugði þeim þó ekki áfram í keppninni.
B-riðill
Albanir settu met í EM með því að skora fljótasta markið í sögu úrslitakeppninnar í tapleik gegn Ítölum í fyrstu umferð. Í næsta leik jöfnuðu þeir í blálokin gegn Króötum, en það reyndist eina stig þeirra í keppninni. Króatar urðu fyrir öðru áfalli á lokasekúndum þegar Ítalir jöfnuðu metin á áttundu mínútu uppbótartíma í lokaumferðinni. Úrslitin þýddu að Ítalir skriðu áfram í keppninni á kostnað Króata sem sátu eftir. Spánverjar voru sannfærandi í sínum viðureignum og unnu þær allar.
Sæti
|
|
Lið
|
L
|
U
|
J
|
T
|
Sk
|
Fe
|
Mm
|
Stig
|
1 |
|
Spánn |
3 |
3 |
0 |
0 |
5 |
0 |
+5 |
9
|
2 |
|
Ítalía |
3 |
1 |
2 |
1 |
3 |
3 |
0 |
4
|
3 |
|
Króatía |
3 |
0 |
2 |
1 |
3 |
6 |
-3 |
2
|
4 |
|
Albanía |
3 |
0 |
1 |
2 |
3 |
5 |
-2 |
1
|
C-riðill
Aðeins sjö mörk voru skoruð í leikjunum sex í riðlinum. Fimm af viðureignunum lauk með jafntefli, aðeins Englendingum tókst að knýja fram sigur - í fyrsta leik gegn Serbum. Það dugði þeim í toppsætið en Serbar sátu eftir.
D-riðill
Austurríkismenn töpuðu fyrsta leiknum gegn Frökkum en nældu sér engu að síður í toppsætið í riðlinum. Frakkar máttu sætta sig við annað sætið og skoruðu einungis tvö mörk í leikjunum þremur, annað var raunar sjálfsmark andstæðinga og hitt vítaspyrna. Hollendingar komust áfram sem stigahátt lið í þriðja sæti.
E-riðill
Sú óvenjulega staða kom upp í E-riðlinum að öll liðin luku keppni með fjögur stig og var þá markahlutfall og fjöldi skoraðra marka látinn ráða töfluröð. Úkraína fékk því það hlutskipti að enda á botninum og falla úr keppni þrátt fyrir að hafa nælt sér í fjögur stig.
F-riðill
Portúgalir höfðu tryggt sér toppsætið fyrir lokaumferðina með tveimur sigrum. Liðið hafði því að litlu að keppa gegn nýliðum Georgíu í lokaleiknum, sem Georgíumenn unnu og komust upp úr riðlinum afar óvænt. Raunar voru þeir nærri því að tryggja sér annað sætið, en Tyrkir nældu sér í það með sigurmarki gegn Tékkum á fjórðu mínútu uppbótartíma í hinum lokaleiknum.
Röð 3ja sætis liða
Fjögur stigahæstu liðin sem höfnuðu í þriðja sæti komust í útsláttarkeppnina.
16-liða úrslit
Fjórðungsúrslit
Undanúrslit
Úrslitaleikur
|
|