Fernando José Torres Sanz (f. 20. mars 1984 í Madrid) er spænskur fyrrum fótboltamaður. Torres spilaði sem framherji. Fernando fékk ungur að aldri viðurnefnið El Nino (Strákurinn).
Torres hóf feril sinn sem markmaður hjá unglingaliði Atlético Madrid en eftir að hafa brotið tönn ákvað hann að gerast framherji. Hann varð undir eins mikil stjarna fyrir unglingalið Madrid og skoraði mikinn fjölda marka. Einungis 19 ára var hann útnefndur fyrirliði liðsins.
Árið 2007 og skrifaði undir samning hjá enska liðinu Liverpool FC. Torres átti frábært fyrsta tímabil með Liverpool þar sem hann skoraði 24 mörk fyrir klúbbinn og endaði næst markahæstur í Ensku Úrvalsdeildinni. Um sumarið hélt Torres á EM með spánverjum og átti heldur eftir að gera gott mót. Spánn fór alla leið í úrslit þar sem El Nino skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á þjóðverjum og var nefndur maðurleiksins. Í kjölfarið endaði Torres í þriðja sæti í Ballon d'Or kosningunum 2008 þegar hann kom rétt á eftir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Þrátt fyrir einungis fjögur ár hjá Liverpool mun minning hans ætíð lifa í hjörtum Poolara. Fallega strípuðu lokkarnir, stórbrotin knattspyrnumörk og ástin fyrir leiknum gerðu hann svo kallaðri "Cult Hero" þar sem óhjákvæmilegt var að elska ekki manninn. Þó gengi liðsins hafi verið byrjað að dala áður en Torres var seldur í janúar glugganum 2011 tóku við versta tímabil í sögu liðsins frá stofnun Premier League. Það var mikill missir fyrir liðið að horfa á eftir Fernando en á sama tíma var erfitt að segja nei við 50 milljónum punda á þessum tíma.
Eftir veru hjá Chelsea fór hann til AC Milan og síðar Atlético Madrid þar sem hann ætlaði að ljúka ferlinum. Torres ákvað þó að sækja smá seðil áður en gott skyldi heita og klokkaði inn eitt tímabili í Japan 2018-19'.
Fernando Torres hefur fjórum sinnum unnið EM í knattspyrnu. 2008 og 2012 fyrir A-Landsliðið og einnig fyrir U-16 og U-19. Þá varð hann markakóngur á þremur af þessum mótum. Hann er því af mörgum talinn einn besti markaskorari samtímans.
Í dag er El Nino hnausaþykkur lyftingarpési sem þjálfar U-19 lið Athletico Madrid. Fernando hefur sýnt mikla ástríðu í sinni nálgun við þjálfarastarfið og lennti upp á kannt við fyrrum liðsfélaga sinn Alvaro Arbeloa í leik 2023 við, erkifjendurnar, Real Madrid.