Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu (Lengjubikar karla) er knattspyrnukeppni sem haldin er síðla vetrar og á vorin á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Mótið er helsta æfingarmót íslenskra félagsliða og fer úrslitaleikurinn að jafnaði fram fáeinum dögum fyrir upphaf Íslandsmótsins. Mótið var fyrst haldið árið 1996.