Bæjarbruni varð á Stórólfshvoli hjá ekkju Vigfúsar Gíslasonarsýslumanns, og er í gömlum annálum sagt, að meiri gersemar og verðmæti muni naumast hafa eyðilagst í eldsvoða á Íslandi fram til þess tíma, þ.á m. voru handrit merk, skjöl og mikill bókakostur, dýrmætir skartgripir og aðrir fjármunir. Ekkjan, Katrín ríka Erlendsdóttir, bjargaðist naumlega út með börnum sínum.
Henrik Bjelke var gerður að höfuðsmanni á Íslandi og sleginn til riddara síðar sama ár.