Oddný var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Þann 17. mars 2016 bárust fréttir þess efnis að Oddný hefði lýst yfir framboði sínu til formanns Samfylkingarinnar gegn sitjandi formanni, Árna Páli Árnasyni. Hún var kjörin formaður flokksins 3. júní sama ár. [1]
Í ljósi höfnunar kjósenda á Samfylkingunni í alþingiskosningum 29. október 2016 þar sem fylgið var eingöngu 5,7% og þingmenn þrír talsins sagði Oddný af sér embætti formanns Samfylkingarinnar eftir fund með Forseta Íslands. Logi Einarsson, þá varaformaður flokksins, tók við formennskunni.