Magnús Kristjánsson

Magnús Júlíus Kristjánsson (18. apríl 18628. desember 1928) var íslenskur athafna- og stjórnmálamaður, alþingismaður í rúma tvo áratugi og fjármálaráðherra 19271928.

Magnús var fæddur á Akureyri, sonur Kristjáns Magnússonar húsmanns þar og konu hans Kristínar Bjarnadóttur. Hann lærði beykisiðn og lauk prófi í þeirri iðngrein í Kaupmannahöfn 1882. Hann vann síðan að verslunarstörfum á Akureyri og rak eigin útgerð og verslun þar frá 1893 til 1917. Árið 1918 varð hann forstjóri Landsverslunarinnar og gegndi því starfi til 1927.

Hann var alþingismaður Akureyringa 1905-1908 og aftur frá 1913-1922 og síðan landskjörinn þingmaður frá 1926 til dauðadags. Hann átti einnig lengi sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Framan af sat Magnús á þingi fyrir Heimastjórnarflokkinn en gekk í Framsóknarflokkinn þegar hann var stofnaður og varð einn af forystumönnum hans. Hann var formaður miðstjórnar flokksins frá 1926. Þann 28. ágúst 1927 tók hann við starfi fjármaálaráðherra í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar. Hann dó í Kaupmannahöfn í desember 1928 eftir að hafa verið skorinn upp við innvortismeini og tók Tryggvi sjálfur við embætti fjármálaráðherra til bráðabirgða en síðar Einar Árnason.

Kona Magnúsar var Dómhildur Jóhannesdóttir.

Heimildir

  • „Æviágrip Magnúsar Kristjánssonar á vef Alþingis“.
  • „„Magnús J. Kristjánsson fjármálaráðherra". Dagur, 10. desember 1928“.