Klemens 10. (13. júlí1590 – 22. júlí1676) var páfi frá 29. apríl1670 til dauðadags. Hann hét Emilio Bonaventura Altieri og var af þekktri rómverskri aðalsfjölskyldu. Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Úrbanus 8., Innósentíus 10. og Klemens 9. sem gerði hann að kardinála rétt áður en hann dó. Í páfakosningunni á eftir náðist ekki tilskilinn meirihluti fyrir neinum þeirra kardinála sem helst voru í framboði svo lausnin var að kjósa Altieri, sem þá var orðinn áttræður. Hann neitaði í fyrstu og sagt er að þegar kom að krýningu hans hafi hann verið dreginn fram úr rúminu hrópandi „Ég vil ekki verða páfi!“