Hann er þekktastur fyrir að hafa mælt fyrir um gerð gregoríska tímatalsins sem við hann er kennt og er enn í dag grundvöllur tímatals í fjölmörgum löndum heims, sérstaklega á vesturlöndum og þar á meðal Íslandi.
Á árum sínum á páfastóli lagði Gregoríus rækt við menningarsamskipti sem tengdust embætti hans sem páfa. Hann sendi marga háttsetta klerka og embættismenn til Asíu, fyrst og fremst Japans og Filippseyja.