Genfarráðstefnan 1954

Kort sem sýnir Franska Indókína eftir skiptingu.

Genfarráðstefnan 1954 var ráðstefna nokkurra þjóða sem haldin var í Þjóðahöllinni í Genf í Sviss 26. apríl til 20. júlí 1954. Henni var ætlað að taka á þeirri stöðu sem upp var komin eftir Kóreustríðið og Fyrsta stríðið í Indókína. Kóreski hlutinn var í höndum erindreka frá Suður-Kóreu, Norður-Kóreu, Alþýðulýðveldisins Kína, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þessum fundum lauk án niðurstöðu. Sá hluti sem varðaði Indókína var í höndum fulltrúa frá Frakklandi, sjálfstæðishreyfingunni Viet Minh, Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína og þeirra ríkja sem áttu að verða til í Indókína. Niðurstaða ráðstefnunnar var að Víetnam var skipt tímabundið í tvö svæði: Norður-Víetnam, undir stjórn Viet Minh, og Suður-Víetnam, undir stjórn keisarans Bảo Đại. Í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar kom fram að kosningar í sameinuðu Víetnam skyldu fara fram í júlí 1956.

Ályktanir ráðstefnunnar voru ekki undirritaðar af fulltrúum Viet Minh eða Bandaríkjanna. Að auki voru þrír vopnahléssamningar gerðir milli Kambódíu, Laos og Víetnam.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.