Genfarráðstefnan 1954 var ráðstefna nokkurra þjóða sem haldin var í Þjóðahöllinni í Genf í Sviss 26. apríl til 20. júlí 1954. Henni var ætlað að taka á þeirri stöðu sem upp var komin eftir Kóreustríðið og Fyrsta stríðið í Indókína. Kóreski hlutinn var í höndum erindreka frá Suður-Kóreu, Norður-Kóreu, Alþýðulýðveldisins Kína, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þessum fundum lauk án niðurstöðu. Sá hluti sem varðaði Indókína var í höndum fulltrúa frá Frakklandi, sjálfstæðishreyfingunni Viet Minh, Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína og þeirra ríkja sem áttu að verða til í Indókína. Niðurstaða ráðstefnunnar var að Víetnam var skipt tímabundið í tvö svæði: Norður-Víetnam, undir stjórn Viet Minh, og Suður-Víetnam, undir stjórn keisarans Bảo Đại. Í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar kom fram að kosningar í sameinuðu Víetnam skyldu fara fram í júlí 1956.
Ályktanir ráðstefnunnar voru ekki undirritaðar af fulltrúum Viet Minh eða Bandaríkjanna. Að auki voru þrír vopnahléssamningar gerðir milli Kambódíu, Laos og Víetnam.