Árni Thorsteinson (landfógeti)

Árni Thorsteinson (5. apríl 182829. nóvember 1907) var síðasti landfógeti á Íslandi frá 1861 til 1904 og alþingismaður 1877-1905 og forseti Alþingis árið 1885.

Árni var fæddur á Arnarstapa, sonur Bjarna Thorsteinssonar amtmanns og konu hans Þórunnar Hannesdóttur, sem var dóttir Hannesar Finnssonar biskups. Hann varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1847 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1854. Árið 1856 varð hann sýslumaður í Snæfellsnessýslu og 18. febrúar varð hann bæjarfógeti í Reykjavík og jafnframt landfógeti. Bæjarfógetaembættið var skilið frá landfógetaembættinu með konungsúrskurði 1874 og frá 1. júlí það ár var Árni einungis landfógeti.

Heimildir

  • Æviágrip á vef Alþingis.
  • „Árni landfógeti Thorsteinsson“; grein í Andvara 1908
  • „Candidati juris. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 3. árgangur 1882“.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.