Eftir að Milošević neitaði að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningum árið 2000 gerðu landsmenn uppreisn gegn honum og að lokum neyddist hann til þess að segja af sér 5. október 2000. Í kjölfarið var hann framseldur til stríðsglæpadómstólsSameinuðu þjóðanna í Haag. Þann 11. mars2006 lést hann í haldi þegar stutt var eftir af vitnaleiðslum í málinu. Opinber dánarorsök hans var hjartaáfall. Þrátt fyrir að vera hjartveikur fyrir hafa ekki allir verið tilbúnir að samþykkja þá skýringu.[1] Þann 5. apríl sama ár tilkynnti dómstóllinn hins vegar að hann hefði látist af eðlilegum orsökum.