Sambandsflokkurinn (færeyska: Sambandsflokkurin) er færeyskurstjórnmálaflokkur, stofnaður árið 1906. Hann er elsti flokkur landsins. Stofndagurinn er ekki þekktur með vissu en þann 18. ágúst1906 tilkynntu 13 af 22 þingmönnum á Lögþinginu að þeir hefðu myndað með sér þingflokk sem þeir kölluðu „sambandsmenn“. Flokkurinn er íhaldssamur/frjálslyndur borgaralegur flokkur og vill að Færeyjar tilheyri áfram Danmörku.