Frakklandi var að fornu skipt í héruð (stjórnsýslusvæði) fram til 4. mars1790, þegar þau voru lögð af og í staðinn teknar upp „sýslur“ (Département français) við umfangsmiklar stjórnkerfisbreytingar eftir frönsku byltinguna.
Með því að leggja niður héruðin ætlaði byltingarstjórnin að ná nokkrum markmiðum. Í fyrsta lagi vildu menn fjarlægja síðustu leifar af lénsskipulaginu, rjúfa gömul hagsmunatengsl ínnan héraðanna og stuðla að tryggð við miðstjórnina í París og uppbyggingu franskrar þjóðerniskenndar. Í öðru lagi vildu menn hafa sýslurnar það litlar að auðvelt væri að stjórna þeim. Í þriðja lagi voru öll gömul sérréttindi, staðbundin lög og stjórnkerfi lögð niður og í staðinn komið á samræmdu stjórnkerfi sem skipulagt var frá höfuðborginni París.
Mörg af gömlu héraðanöfnunum lifa áfram sem nöfn á landshlutum Frakklands, og þau eru enn hluti af menningarlegri vitund margra Frakka.
Listi yfir hin fornu héruð Frakklands
Hér á eftir fer listi yfir héruð Frakklands fyrir byltinguna.
Innan sviga er franska heitið, ef það er annað, ártal fyrir innlimun í franska konungsríkið, og nafn höfuðborgar héraðsins.