Kongsberg er sveitarfélag og borg í Buskerud-fylki í Noregi. Íbúafjöldi er um var 27.000 (2016) og flatarmál sveitarfélagsins er 792 km². Kongsberg er syðsta sveitarfélag fylksins og liggur að Þelamörku og Vestfold. Nágrannasveitarfélög þess eru Flesberg, Øvre Eiker, Hof, Skien, Siljan, Lardal, Notodden og Sauherad.
Í gegnum bæinn rennur áin Numedalslågen.
Saga
Kongsberg var stofnað af Kristjáni IV árið 1624, en árið áður hafði fundist silfur á staðnum. Konungur kallaði til þýska námumenn og voru námur grafnar inn í bergið á svæðinu. Mikið silfur var unnið allt fram til ársins 1805, en þá var námunum lokað. Vinna í þeim hófst síðan aftur árið 1816 en lokað að alvöru árið 1957.
Í mannfjöldatalningu árið 1764 var Kongsberg annar stærsti bær Noregs, á eftir Björgvin sem þá var stærsti bærinn. Kongsberg fékk kaupstaðarréttindi árið 1802.
Þekkt fólk frá Kongsberg
Menning
Í Kongsberg er einkar gott skíðasvæði og Kongsberg Jazz Festival hefur verin haldin á hverju ári síðan 1964.
Vinabæir
Vinabæir Kongsberg eru:
Tengill