Tønsberg (fornnorræna: Túnsberg) er byggð og sveitarfélag í suður-Noregi og stærsti þéttbýlisstaður sem og höfuðstaður Vestfold-fylkis. Íbúar eru um 51.000 (2016) og er Tönsberg um 102 kílómetra suður af Ósló. Borgin er sú elsta í Noregi og var stofnuð af Haraldi hárfagra. Ásubergsskipið, þekkt víkingaskip, fannst við byggðina og er Slottsfjellet er gamall virkisstaður.