Larvik er borg og stærsta sveitarfélagið í Vestfold, Noregi, 105 km suðvestur af Ósló. Íbúar eru um 46.000 í sveitarfélaginu en 24.000 í Larvik sjálfri (2017). Ferjusiglingar eru þaðan til Hirtshals í Danmörku.
Larvik, ásamt nærbyggðunum Sandefjord og Tønsberg, voru mestu hvalveiðibæir Noregs á 19. og 20. öld. Thor Heyerdahl, landkönnuður fæddist í Larvik. Nyrsti beykiskógur Evrópu finnst í sveitarfélaginu og eru margar baðstrendur þar.