Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934

Poster
Ítalir fagna heimsmeistaratitlinum 1934

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934 eða HM 1934 var haldið á Ítalíu dagana 27. maí til 10. júní. Þetta var önnur heimsmeistarakeppnin og sú fyrsta þar sem halda þurfti forkeppni. 32 þátttökulönd skráðu sig til keppni en sextán tóku þátt í lokakeppninni á Ítalíu. Ríkjandi meistarar Úrúgvæ neituðu að taka þátt í keppninni. Heimamenn urðu heimsmeistarar, fyrstir Evrópuþjóða eftir 2:1 sigur á Tékkóslóvakíu í úrslitaleiknum.

Val á gestgjöfum

Þar sem fyrsta heimsmeistarakeppnin hafði verið haldin í Suður-Ameríku þótti stjórnendum Alþjóðaknattspyrnusambandsins rétt að næsta mót færi fram í Evrópu. Tvær þjóðir sóttust eftir upphefðinni: Ítalir og Svíar. Ákvörðunin var tekin á fundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Stokkhólmi í október 1934 án atkvæðagreiðslu, þar sem Svíar drógu umsókn sína til baka. Fasistastjórn Mussolini lagði mikla áherslu á að halda mótið og hét háum fjárhæðum til undirbúnings keppninnar.

Forkeppni

Frímerki sem ítalska póstþjónustan gaf út vegna heimsmeistaramótsins.

Sigurvegarar HM 1930, Úrúgvæ, voru enn sárir út í Evrópuþjóðir - þar á meðal Ítali - sem flestar sniðgengu keppnina fjórum árum fyrr vegna mikils ferðakostnaðar. Heimsmeistararnir ákváðu því að gjalda líku líkt og sátu heima og urðu þar með einu heimsmeistararnir í sögunni sem ekki freistuðu þess að verja titil sinn.

Alls skráðu 32 lið sig til leiks í forkeppni, en nokkur þeirra drógu sig þó í hlé áður en keppni hófst. Keppt var í tólf riðlum með tveimur til þremur liðum í hverjum. Einn riðillinn var skipaður liðum frá Miðausturlöndum: Tyrklandi, Egyptalandi og liði frá breska valdsvæðinu í Palestínu. Voru þetta fyrstu þáttökuliðin frá Afríku og Asíu. Af úrslitum í forkeppninni vakti helst athygli að lið Júgóslava komst ekki áfram, þrátt fyrir að hafa farið í undanúrslitin fjórum árum fyrr.

Þrátt fyrir að vera gestgjafar, fengu Ítalir ekki öruggt sæti á mótinu. Lið þeirra mætti Grikkjum í forkeppninni. Er þetta eina skiptið sem heimalið hefur þurft að berjast fyrir þátttökurétti á HM.

Lokaleikur forkeppninnar fór fram í Rómarborg fáeinum dögum áður en mótið hófst að viðstöddum 12 þúsund áhorfendum. Þar unnu Bandaríkjamenn 4:2 sigur á Mexíkó.

Þátttökulið

Þessi sextán lönd tóku þátt í mótinu. Tólf komu frá Evrópu, þar af níu sem tóku þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Tvö frá Suður-Ameríku, eitt frá Norður-Ameríku og Egyptaland frá Afríku, en 56 ár áttu eftir að líða uns Egyptar komust aftur í úrslitakeppni HM.

Leikvangar

Leikirnir sautján á mótinu fóru fram á átta leikvöngum í jafnmörgum borgum. Mikið var lagt í umgjörð HM, enda leit Benito Mussolini á mótið sem prýðilegt áróðurstæki. Aðsóknin olli skipuleggjendum þó nokkrum vonbrigðum, þannig var ekki uppselt á neinn leik heimamanna nema úrslitin.

Bologna Flórens Genúa
Stadio Littoriale Stadio Giovanni Berta Stadio Luigi Ferraris
Áhorfendur: 50.100 Áhorfendur: 47.290 Áhorfendur: 36.703
Mílanó Tórínó Napólí
Stadio San Siro Stadio Benito Mussolini Stadio Giorgio Ascarelli
Áhorfendur: 55.000 Áhorfendur: 28.140 Áhorfendur: 40.000
Stadio Nazionale PNF Stadio Littorio
Róm Tríeste
Áhorfendur: 47.300 Áhorfendur: 8.000

Keppnin

Fyrsta umferð

Frá leik Hollendinga og Svisslendinga í fyrstu umferð.

Keppt var með einföldu útsláttarkeppnisfyrirkomulagi. Liðunum var styrkleikaraðað á þann hátt að átta sterkustu þjóðirnar gátu ekki dregist saman í fyrstu umferð. Allir átta leikirnir í fyrstu umferð fóru fram á sama degi og á sama tíma þann 27. maí. Því var ekki um eiginlegan opnunarleik að ræða eins og á flestum heimsmeistaramótum.

Þrjú af liðunum úr efri styrkleikaflokki töpuðu leikjum sínum: Argentína, Brasilía og Holland. Vegna innbyrðis deilna var þó enginn leikmaður úr argentínska liðinu sem hlaut silfurverðlaunin fjórum árum fyrr með á Ítalíu. Öll liðin utan Evrópu féllu úr leik í fyrstu umferð. Egyptar komu þó mjög á óvart og stóðu í sterku ungversku liði. Leikur Ítala og Bandaríkjamanna var algjör einstefna og lauk 7:1, þar sem bandaríski markvörðurinn átti þó stórleik.

23. maí 1934
Fáni Austurríkis Austurríki 3-2 (e.framl.) Frakkland Stadio Benito Mussolini, Tórínó
Áhorfendur: 16.000
Dómari: Johannes van Moorsel, Hollandi
Sindelar 44, Schall 93, Bican 109 Nicolas 18, Verriest 116
23. maí 1934
Sviss 3-2 Holland San SiroMílanó
Áhorfendur: 33.000
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Kielholz 7, 43, Abegglen 66 Smit 29, Vente 69
23. maí 1934
Tékkóslóvakía 2-1 Rúmenía Stadio Littorio, Trieste
Áhorfendur: 9.000
Dómari: John Langenus, Belgíu
Puč 50, Nejedlý 67 Dobay 11
23. maí 1934
Svíþjóð 3-2 Argentína Stadio Littoriale, Bologna
Áhorfendur: 14.000
Dómari: Eugen Braun, Austurríki
Jonasson 9, 67, Kroon 79 Belis 4, Galateo 48
23. maí 1934
Spánn 3-1 Brasilía Stadio Luigi Ferraris, Genúa
Áhorfendur: 21.000
Dómari: Alfred Birlem, Þýskalandi
Iraragorri 18, 25, Lángara 29 Leônidas 55
23. maí 1934
Ungverjaland 4-2 Egyptaland Stadio Giorgio Ascarelli, Napólí
Áhorfendur: 9.000
Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu
Teleki 11, Toldi 31, 61, Vincze 53 Fawzi 35, 39
23. maí 1934
Ítalía 7-1 Bandaríkin Stadio Nazionale PNF, Rómaborg
Áhorfendur: 25.000
Dómari: René Mercet, Sviss
Schiavion 18, 29, 66, Orsi 20, 69, Ferrari 63, Meazza 90 Donelli 57
23. maí 1934
Þýskaland 5-2 Belgía Stadio Giovanni Berta, Flórens
Áhorfendur: 8.000
Dómari: Francesco Mattea, Ítalíu
Kobierski 25, Siffling 49, Conen 66, 70, 87 Voorhoof 29, 43

Fjórðungsúrslit

Allir leikir fjórðungsúrslitanna fóru fram samtímis þann 31. maí. Ítalir og Spánverjar gerðu jafntefli og þurftu að mætast að nýju. Báðar viðureignir liðanna þóttu afar grófar og urðu mikil meiðsli á leikmönnum, þannig þurftu Spánverjar að gera sjö breytingar á liði sínu milli leikjanna tveggja. Spænsku leikmennirnir voru afar ósáttir við dómgæsluna, en tvö mörk voru dæmd af liði þeirra í síðari viðureigninni.

31. maí 1934
Fáni Austurríkis Austurríki 2-1 Ungverjaland Stadio Littoriale, Bologna
Áhorfendur: 23.000
Dómari: Francesco Mattea, Ítalíu
Horvath 8, Zischek 51 Sárosi 60
31. maí 1934
Þýskaland 2-1 Svíþjóð San SiroMílanó
Áhorfendur: 3.000
Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu
Hohmann 60, 63 Dunker 82
31. maí 1934
Ítalía 1-1 (e.framl.) Spánn Stadio Giovanni Berta, Flórens
Áhorfendur: 35.000
Dómari: Louis Baert, Belgíu
Ferrari 44 Regueiro 30
31. maí 1934
Tékkóslóvakía 3-2 Sviss Benito Mussolini leikvangurinn, Tórínó
Áhorfendur: 12.000
Dómari: Alois Beranek, Austurríki
Svoboda 24, Sobotka 49, Nejedlý 82 Kielholz 18, Jäggi 78

Aukaleikur

1. júní 1934
Ítalía 1-0 Spánn Stadio Giovanni Berta, Flórens
Áhorfendur: 43.000
Dómari: René Mercet, Sviss
Meazza 11

Undanúrslit

Undanúrslitin voru leikin 3. júní. Tékkóslóvakía vann sannfærandi sigur á Þjóðverjum. Oldřich Nejedlý skoraði öll þrjú mörk sinna manna, en hann varð markakóngur keppninnar með alls fimm mörk. Í hinni viðureigninni tókust á þau tvö lið sem sigurstranglegust voru talin. Landslið Austurríkis gekk undir heitinu Wunderteam (ísl. Undraliðið), með Matthias Sindelar fremstan í flokki. Með harðsnúnum varnarleik tókst Ítölum að brjóta niður austurrísku sóknina, auk þess sem leikið var í úrhellisrigningu.

3. júní 1934
Ítalía 1:0 Fáni Austurríkis Austurríki San SiroMílanó
Áhorfendur: 35.000
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Guaita 19
3. júní 1934
Þýskaland 1-3 Tékkóslóvakía Stadio Nazionale PNF, Róm
Áhorfendur: 15.000
Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu
Noack 62 Nejedlý 21, 69, 80

Bronsleikur

Leikið var um þriðja sætið á HM 1934, en enginn slíkur leikur fór fram fjórum árum fyrr. Þjóðverjar hömpuðu bronsverðlaununum eftir sigur á grönnum sínum.

7. júní 1934
Þýskaland 3:2 Fáni Austurríkis Austurríki Stadio Giorgio Ascarelli, Napólí
Áhorfendur: 7.000
Dómari: Albino Carraro, Ítalíu
Lehner 1, 42, Conen 27 Horvath 28, Sesta 54

Úrslitaleikur

Grípa þurfti til framlengingar í úrslitaleiknum í Rómarborg. Angelo Schiavio skoraði sigurmarkið og sitt fjórða mark í keppninni. Meðal leikmanna ítalska liðsins var Luis Monti, sem leikið hafði til úrslita fjórum árum fyrr en þá fyrir Argentínu.

10. júní 1934
Ítalía 2-1 (e.framl.) Tékkóslóvakía Stadio Nazionale PNF, Róm
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Orsi 81, Schiavio 95 Puč 71

Markahæstu leikmenn

Oldřich Nejedlý frá Tékkóslóvakíu varð markakóngur keppninnar. Alls voru 70 mörk skoruð af 45 leikmönnum, ekkert þeirra var sjálfsmark.

5 mörk
4 mörk
3 mörk

Heimildir

Read other articles:

SujiSuji in Feb 2018Nama asal이수지LahirLee Su-ji20 Maret 1998 (umur 25)Busan, Korea SelatanNama lainHallaPekerjaanPenyanyi - AktrisTinggi164 m (538 ft 1 in)Karier musikGenreK-popInstrumenVokalTahun aktif2014–sekarangLabelMusic K Entertainment Lee Su-jiHangul이수지 Hanja李繡至 Alih AksaraI Su-jiMcCune–ReischauerI Su-jiNama panggungHangul한라 Hanja漢拏 Alih AksaraHallaMcCune–ReischauerHanla Lee Su-ji (lahir 20 Maret 1998), yang lebih dikenal de...

 

Not to be confused with Flyboys (film). 2008 American filmThe FlyboysTheatrical release posterDirected byRocco DeVilliersWritten byRocco DeVilliersJason DeVilliersProduced byRocco DeVilliersDan UrnessStarringReiley McClendon Jesse JamesStephen BaldwinTom SizemoreCinematographyJim OrrEdited byRocco DeVilliersMusic byLisle MooreProductioncompanyDark Coast PicturesDistributed byWarner Bros. PicturesDark Coast PicturesRelease date August 15, 2008 (2008-08-15) (United States) Ru...

 

Cet article traite de l'île de la Crète. Pour la région administrative moderne grecque, voir Crète (périphérie), pour d'autres usages voir la page d'homonymie Crete CrèteΚρήτη (el) Paysage crétois dans les environs d'Anogia. Géographie Pays Grèce Localisation Mer Égée et mer Méditerranée Coordonnées 35° 12′ N, 25° 00′ E Superficie 8 336 km2 Point culminant Mont Psiloritis (2 456 m) Géologie Île continentale Adminis...

U.S. Senate election in Maine See also: 2020 United States Senate elections Not to be confused with 2020 Maine State Senate election. 2020 United States Senate election in Maine ← 2014 November 3, 2020 2026 →   Nominee Susan Collins Sara Gideon Party Republican Democratic Popular vote 417,645 347,223 Percentage 51.0% 42.4% County results Municipality results Congressional District resultsCollins:      40–50%     &#...

 

Carte des Empires romains d'Orient et d'Occident à la mort en 395 de Théodose Ier, dernier empereur de l'Empire unifié Carte des Empires romains d'Orient et d'Occident en 476, à comparer à la précédente : la chute de l'Occident est perceptible, les Grandes invasions ont ravagé l'Ouest de l'Empire plus que Constantinople. La portion de Gaule romaine, séparée de l'ensemble, est devenu le domaine gallo-romain dirigé par une autorité sur laquelle Rome n'influe plus. La Maurétani...

 

† Человек прямоходящий Научная классификация Домен:ЭукариотыЦарство:ЖивотныеПодцарство:ЭуметазоиБез ранга:Двусторонне-симметричныеБез ранга:ВторичноротыеТип:ХордовыеПодтип:ПозвоночныеИнфратип:ЧелюстноротыеНадкласс:ЧетвероногиеКлада:АмниотыКлада:Синапсиды�...

British diplomat (born 1956) SirMark Lyall GrantGCMGMark Lyall Grant speaking at Chatham House in 2011United Kingdom National Security AdviserIn office7 September 2015 – 13 April 2017Prime MinisterDavid Cameron Theresa MayPreceded byKim DarrochSucceeded byMark SedwillPermanent Representative of the United Kingdom to the United NationsIn office1 November 2009 – May 2015MonarchElizabeth IIPrime MinisterGordon Brown David CameronPreceded byJohn SawersSucceeded byMatthew Ryc...

 

Uncrewed cargo spacecraft developed by JAXA H-II Transfer VehicleKounotoriH-II Transfer Vehicle (HTV-1) approaching the ISSCountry of originJapanOperatorJAXAApplicationsAutomated cargo spacecraft to resupply the ISS SpecificationsSpacecraft typeCargoLaunch mass16,500 kg (36,400 lb)[1]Dry mass10,500 kg (23,100 lb)[2]VolumePressurized: 14 m3 (490 cu ft) DimensionsLength~9.8 m (32 ft) (including thrusters)Diameter4.4 m (14 ft...

 

Taylor Mac nel 2015 Taylor Mac Bowyer (Laguna Beach, 24 agosto 1973) è un artista, commediografo, regista teatrale, musicista, produttore teatrale e drag queen statunitense. Indice 1 Biografia 2 Note 3 Altri progetti 4 Collegamenti esterni Biografia Figlio di Joy Aldrich e del veterano della guerra del Vitnam Robert Mac Bowyer, Taylor Mac si trasferì a New York nel 1994 per studiare all'Accademia americana di arti drammatiche. Dopo il diploma cominciò a lavorare nell'Off Broadway e nell'Of...

Sawah berteras di hulu Cipamingkis, Sukamakmur, Kabupaten Bogor Sawah dari jarak dekat Sawah berteras di Bali Sawah di Vietnam. Sawah atau bendang[1] adalah tanah yang digarap dan diairi untuk tempat menanam padi.[2] Orang yang bekerja di sawah disebut pesawah atau pebendang. Untuk keperluan ini, sawah harus mampu menyangga genangan air karena padi memerlukan penggenangan pada periode tertentu dalam pertumbuhannya. Untuk mengairi sawah digunakan sistem irigasi dari mata air, s...

 

Division 1 1978-1979 Competizione Division 1 Sport Calcio Edizione 41ª Organizzatore LFP Date dal 19 luglio 1978al 1º giugno 1979 Luogo  Francia Partecipanti 20 Formula Girone unico Sito web lfp.fr Risultati Vincitore Strasburgo(1º titolo) Retrocessioni Paris FC,Stade Reims Statistiche Miglior marcatore Carlos Bianchi (27) Incontri disputati 380 Gol segnati 1 141 (3 per incontro) Pubblico 8 523 222 (22 430 per incontro) Cronologia della competizi...

 

 烏克蘭總理Прем'єр-міністр України烏克蘭國徽現任杰尼斯·什米加尔自2020年3月4日任命者烏克蘭總統任期總統任命首任維托爾德·福金设立1991年11月后继职位無网站www.kmu.gov.ua/control/en/(英文) 乌克兰 乌克兰政府与政治系列条目 宪法 政府 总统 弗拉基米尔·泽连斯基 總統辦公室 国家安全与国防事务委员会 总统代表(英语:Representatives of the President of Ukraine) 总...

Estonian linguist and polyglot You can help expand this article with text translated from the corresponding article in Estonian. (August 2020) Click [show] for important translation instructions. Machine translation, like DeepL or Google Translate, is a useful starting point for translations, but translators must revise errors as necessary and confirm that the translation is accurate, rather than simply copy-pasting machine-translated text into the English Wikipedia. Do not translate tex...

 

Map of Washington's 35th legislative district Washington's 35th legislative district is one of forty-nine districts in Washington state for representation in the state legislature. It covers all of Mason County, and parts of Thurston and Kitsap counties. The district's legislators are state senator Drew MacEwen (R) and state representatives Dan Griffey (R; position 1) and Travis Couture (R; position 2). The previous Senator, Tim Sheldon stated in March 2022 that he did not intend to run for ...

 

Mountain in the American state of California Minaret SummitMammoth Mountain as viewed from Minaret SummitElevation9,265 ft (2,824 m)[1]Traversed by SR 203LocationMadera / Mono counties, California, United StatesRangeSierra NevadaCoordinates37°39′23″N 119°03′37″W / 37.65639°N 119.06028°W / 37.65639; -119.06028[1]Topo mapUSGS Mammoth MountainLocation in California Minaret Summit is a mountain pass on Highway 203 in the central Sierra Neva...

Government ministry in Maharashtra Ministry of Textiles Government of Maharashtraमंत्रालय वस्त्रोद्योग विभाग, महाराष्ट्र शासनSeal of the state of MaharashtraBuilding of Administrative Headquarters of MumbaiMinistry overviewJurisdiction MaharashtraHeadquartersMantralay, MumbaiMinister responsibleChandrakant Patil, Cabinet MinisterDeputy Minister responsibleVacant, TBD since 29 June 2022, Minister of StateParent depar...

 

Questa voce sull'argomento astronauti è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Walter VilladeiAstronauta dell'AM/AxiomNazionalità Italia StatusIn attività Data di nascita29 aprile 1974 Primo lancio18 gennaio 2024 Ultimo atterraggio9 febbraio 2024 Altre attivitàIngegnere aeronautico Tempo nello spazio21 giorni, 15 ore e 40 minuti Missioni Axiom Mission 3 Modifica dati su Wikidata · ...

 

American singer and actress (born 1942) Streisand redirects here. For her tour, see Streisand (concert tour). For the phenomenon named after her, see Streisand effect. For other uses, see Barbra Streisand (disambiguation). Barbra StreisandStreisand in 2018BornBarbara Joan Streisand (1942-04-24) April 24, 1942 (age 82)New York City, U.S.EducationErasmus Hall High SchoolOccupationsSingeractressfilmmakersongwriterWorksDiscographySpouses Elliott Gould ​ ​(m. 1963;...

فرانكو سيرفي   معلومات شخصية الميلاد 26 مايو 1994 (العمر 30 سنة) الطول 1.65 م (5 قدم 5 بوصة) مركز اللعب وسط الجنسية الأرجنتين إيطاليا  معلومات النادي النادي الحالي سيلتا فيغو الرقم 11 مسيرة الشباب سنوات فريق 2001–2014 روزاريو سنترال المسيرة الاحترافية1 سنوات فريق م. (هـ.) 2014�...

 

State school in B Legwale Street, Moletsane, Kwa-Xuma, SowetoMoletsane High SchoolLocation1644 B Legwale Street, Moletsane, Kwa-Xuma, SowetoCoordinates26°15′16″S 27°51′02″E / 26.2545°S 27.8506°E / -26.2545; 27.8506InformationTypeState schoolEstablished1972PrincipalElliot Mashinini (2011)Enrolment1124[1]Colour(s)   blue and white Moletsane High School is a government secondary school in Soweto, South Africa. Founded in 1972 it became a sec...