Thorvald Stauning

Thorvald Stauning
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
24. apríl 1924 – 14. desember 1926
ÞjóðhöfðingiKristján 10.
ForveriNiels Neergaard
EftirmaðurThomas Madsen-Mygdal
Í embætti
30. apríl 1929 – 3. maí 1942
ÞjóðhöfðingiKristján 10.
ForveriThomas Madsen-Mygdal
EftirmaðurVilhelm Buhl
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. október 1873
Kaupmannahöfn, Danmörku
Látinn3. maí 1942 (68 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn

Thorvald August Marinus Stauning (26. október 1873 – 3. maí 1942) var danskur stjórnmálamaður sem var tvívegis forsætisráðherra Danmerkur; frá 1924 til 1926 og frá 1929 til dauðadags árið 1942. Stauning var fyrsti forsætisráðherra Danmerkur úr Jafnaðarmannaflokknum. Hann sat í alls fimmtán ár og 9 mánuði, næstlengst danskra forsætisráðherra frá lokum einveldisins á eftir J. B. S. Estrup.

Æviágrip

Thorvald Stauning fæddist í húsinu Holmens Kanal nr. 30 í Kaupmannahöfn árið 1873 og átti fátæka og heilsuveila foreldra af alþýðustétt.[1] Stauning vann í tóbaksverksmiðju sem drengur og hóf ungur þátttöku í dönskum verkalýðsmálum.[2] Hann var meðal annars lengi formaður stéttarsamtaka tóbaksverkamanna og ritstjóri tímarits þeirra. Stauning hlaut litla formlega skólamenntun – hann gekk aðeins þrjú ár í barnaskóla og gekk síðar í kvöldskóla á unglingsárum sínum. Stauning gekk í danska Jafnaðarmannaflokkinn um leið og hann hafði aldur til og varð gjaldkeri flokksins árið 1893.[3]

Stauning náði árið 1906 kjöri á þjóðþing Danmerkur fyrir Fane-kjördæmi.[4] Þegar P. Knudsen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, lést árið 1910 var Stauning kjörinn eftirmaður hans, enda hafði Knudsen mælt með honum sem formannsefni.[1] Stauning var kjörinn í borgarstjórn Kaupmannahafnar árið 1913 og var formaður hennar frá 1919 til 1924.[3]

Sem flokksformaður bætti Stauning samskipti Jafnaðarmannaflokksins, sem hafði áður verið flokkur byltingarsinna, við aðra danska stjórnmálaflokka. Þetta leiddi til þess að árið 1916 varð Stauning ráðherra í ríkisstjórn Carls Theodor Zahle úr Róttæka vinstriflokknum, sem studd var af jafnaðarmönnum.[4] Stauning var í fyrstu ráðherra án ráðuneytis en fékk síðan til umráða nýtt ráðuneyti, félagsmálaráðuneytið, og varð fyrsti félagsmálaráðherra í sögu Danmerkur. Stjórn jafnaðarmanna og róttæklinga leið undir lok árið 1920 þegar Kristján 10. konungur leysti Zahle úr embætti og skipaði íhaldssama stjórn undir forsæti Otto Liebe til þess að geta innlimað Flensborg frá hinu sigraða Þýskalandi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Afskipti konungsins af stjórn ríkisins leiddu til páskakreppunnar árið 1920 en í deilunni hótaði Stauning konungnum því að boða til allsherjarverkfalls til þess að mótmæla nýju stjórninni.[4] Til þess að forðast að vera settur af féllst Kristján á að leysa upp stjórn Liebe, kalla þingið saman á ný og samþykkja ný kosningalög með lýðræðislegri kjördæmaskipan en áður.

Með breyttum kosningalögum óx Jafnaðarmannaflokknum ásmegin á næstu árum og árið 1924 vann flokkurinn 55 þingsæti af 150. Jafnaðarmenn mynduðu í kjölfarið stjórn ásamt Róttæka vinstriflokknum með Stauning sem forsætisráðherra. Fyrsta stjórn Staunings var markverð bæði sem ein fyrsta lýðræðislega kjörna stjórn jafnaðarmanna í sögunni, en einnig þar sem í henni var þingkonan Nina Bang skipuð menntamálaráðherra, en hún var einn fyrsti kvenráðherra sögunnar.[5] Fyrsta stjórn Staunings sat í tvö ár en féll árið 1926 þegar íhaldsflokkar á þingi sameinuðust gegn henni til að koma í veg fyrir róttækar lagasetningar sem áttu að vinna bug á efnahagskreppu í landinu.[1]

Stauning leiddi kröftuga stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn eftirmanns síns, Thomasar Madsen-Mygdal úr Venstre, og vakti sterka andstöðu danskra verkamanna gegn stefnu hennar. Þegar Madsen-Mygdal kynnti fjárlög fyrir þinginu sem gerðu ráð fyrir töluverðum niðurskurði í opinberum útgjöldum árið 1929 neitaði samstarfsflokkur hans, Íhaldssami þjóðarflokkurinn, að greiða atkvæði með þeim. Stjórnin féll því og kallað var til nýrra kosninga. Jafnaðarmannaflokkurinn vann þar stórsigur og myndaði nýja stjórn með stuðningi róttæklinga þar sem Stauning varð forsætisráðherra á ný.[1]

Á stjórnartíð Staunings var Jafnaðarmannaflokkurinn í nær stöðugum vexti. Jafnaðarmenn unnu þingkosningar árið 1932 og 1935 og bættu við sig fylgi í bæði skiptin. Í kosningum árið 1939 notuðu jafnaðarmenn slagorðið „Stauning eða stjórnleysi!“ og unnu enn einn sigurinn, en þó með nokkuð minna fylgi en áður.[4] Sama ár ákvað Stauning að láta af embætti sem formaður Jafnaðarmannaflokksins en sat þó áfram sem forsætisráðherra Danmerkur. Hann mælti með bandamanni sínum, Hans Hedtoft, sem eftirmanni sínum á formannsstól og Hedtoft hlaut einróma stuðning í embættið.[1] Stjórn Staunings átti þátt í að þróa „norræna jafnaðarstefnu“ og í að byggja upp velferðarríki í Danmörku. Stjórn Staunings setti meðal annars lög sem tryggði dönskum verkamönnum sumarleyfi í fyrsta sinn.[6]

Seinni heimsstyrjöldin hófst næsta ár og þann 9. apríl 1940 gerðu Þjóðverjar innrás í Danmörku og hertóku landið. Þar sem Stauning var afar gagnrýninn á stjórn nasista í Þýskalandi var búist við því að honum yrði komið frá völdum á meðan á hernáminu stæði en að endingu vottuðu leiðtogar allra dönsku stjórnmálaflokkanna honum traust til að sitja áfram sem leiðtogi þjóðstjórnar þar sem hann væri eini maðurinn sem þjóðin gæti treyst.[4]

Stauning lést í embætti þann 3. maí árið 1942. Danmörk var þá enn hersetin og mestöll Evrópa á valdi nasista. Stauning lést því bugaður maður og svartsýnn á framtíð jafnaðarstefnunnar í Evrópu.

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Stefán Jóhann Stefánsson (10. maí 1942). „um Stauning, stjórnskörunginn og alþýðuleiðtogann“. Alþýðublaðið. Sótt 9. nóvember 2019.
  2. „Thorvald Stauning látinn“. Alþýðumaðurinn. 5. maí 1942. Sótt 9. nóvember 2019.
  3. 3,0 3,1 „Th. Stauning forsætisráðherra Dana“. Alþýðublaðið. 14. júlí. 1926. Sótt 9. nóvember 2019.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 „Síðskeggurinn sem setti svip sinn á dönsk stjórnmál í þrjá áratugi“. Vísir. 1. desember 1964. Sótt 9. nóvember 2019.
  5. Skou, Kaare R. (2005). Dansk politik A-Å. Aschehoug, bls. 110, 638-639. ISBN 87-11-11652-8.
  6. „Hugmyndir Staunings og Karlslunde strand“. Tíminn. 23. mars 1980. Sótt 10. nóvember 2019.


Fyrirrennari:
Niels Neergaard
Forsætisráðherra Danmerkur
(24. apríl 192414. desember 1926)
Eftirmaður:
Thomas Madsen-Mygdal
Fyrirrennari:
Thomas Madsen-Mygdal
Forsætisráðherra Danmerkur
(30. apríl 19293. maí 1942)
Eftirmaður:
Vilhelm Buhl


Read other articles:

Keuskupan CahorsDioecesis CadurcensisDiocèse de CahorsKatolik Katedral CahorsLokasiProvinsi gerejawiToulouseStatistikLuas5.216 km2 (2.014 sq mi)Populasi- Total- Katolik(per 2013)181.200 (perkiraan)169,900 (perkiraan) (93.8%)Paroki89Imam67 (diosesan)7 (Ordo Relijius)InformasiDenominasiKatolik RomaGereja sui iurisGereja LatinRitusRitus RomaPendirianAbad ke-3KatedralKatedral Santo Stefanus di CahorsPelindungSanto StefanusKepemimpinan kiniPausFransiskusUskupLau...

 

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada November 2022. Alfred van Sprang (27 April 1917 – 24 November 1960) adalah wartawan Belanda. Ia memulai karier kewartawanannya di harian Het Vaderland yang berasal dari Den Haag. Setelah itu, ia bekerja sebagai koresponden untuk sejumlah media cetak ...

 

Anoplophora graafi Klasifikasi ilmiah Kerajaan: Animalia Filum: Arthropoda Kelas: Insecta Ordo: Coleoptera Famili: Cerambycidae Subfamili: Lamiinae Tribus: Lamiini Genus: Anoplophora Spesies: Anoplophora graafi Anoplophora graafi adalah spesies kumbang tanduk panjang yang tergolong familia Cerambycidae. Spesies ini juga merupakan bagian dari genus Anoplophora, ordo Coleoptera, kelas Insecta, filum Arthropoda, dan kingdom Animalia. Larva kumbang ini biasanya mengebor ke dalam kayu dan dapat m...

Calbayog component city (en) Tempat categoria:Articles mancats de coordenades Negara berdaulatFilipinaRegion di FilipinaVisayas TimurProvinsi di FilipinaSamar NegaraFilipina PendudukTotal186.960  (2020 )Tempat tinggal37.807  (2015 )Bahasa resmiWaray dan Tagalog GeografiLuas wilayah880,74 km² [convert: unit tak dikenal]Ketinggian63 m Berbatasan denganBobon Santa Margarita Gandara Lope de Vega Mondragon San Isidro Silvino Lobos Victoria Santo Niño SejarahPembuatan1948 Informasi...

 

Sepak bola pada Pekan Olahraga Nasional 2021LokasiStadion Mahacandra Uncen, Kabupaten Jayapura Stadion Barnabas Youwe, Kabupaten Jayapura Stadion Mandala, Kota JayapuraTanggal8 Oktober - 3 November 2021Peraih medali   Papua (putra)  Papua (putri)  Aceh (putra)  Jawa Barat (putri)   Jawa Timur (putra)  Kepulauan Bangka Belitung (putri) ← 20162024 → Sepak bola pada Pekan Olahraga Nasional 2021 akan berlangsung di tiga lokasi dan...

 

Town in Newfoundland and Labrador, CanadaSt. Joseph'sTownCountry CanadaProvince Newfoundland and LabradorPopulation (2021) • Total86Time zoneUTC-3:30 (Newfoundland Time) • Summer (DST)UTC-2:30 (Newfoundland Daylight)Area code709Highways Route 90 Route 94 St. Joseph's is a town in the Canadian province of Newfoundland and Labrador. It is located on the Avalon Peninsula, approximately 70 kilometres southwest of St. John's, and near St. Mary's Bay. The tow...

Voce principale: Empoli Football Club. Empoli Football ClubStagione 1979-1980 Sport calcio Squadra Empoli Allenatore Gaetano Salvemini Presidente Ardelio Santini Serie C110º posto (girone B) Coppa Italia SemiproSedicesimi di finale Maggiori presenzeCampionato: Paradisi (34)Totale: Paradisi (39) Miglior marcatoreCampionato: Meloni (7)Totale: Amendola, Meloni (7) 1978-1979 1980-1981 Si invita a seguire il modello di voce Questa voce raccoglie le informazioni riguardanti l'Empoli Football...

 

Jumlah stok senjata nuklir Amerika Serikat dan Uni Soviet/Rusia. Perlombaan senjata nuklir adalah kompetisi perlombaan senjata untuk supremasi dalam perang nuklir antara Amerika Serikat, Uni Soviet dan sekutu mereka masing-masing pada Perang Dingin. Pada masa yang sama, selain jumlah stok nuklir Amerika Soviet, negara lainnya mengembangkan senjata nuklir, meskipun tak ada yang melakukan produksi senjata perang pada nyaris skala yang sama dengan kedua adidaya tersebut. Referensi Boughton, G. J...

 

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada Februari 2023. Halaman ini berisi artikel tentang istilah keamanan internet. Untuk film, lihat Cybergeddon (film). Cybergeddon (dari cyber-, lit. komputer; dan bahasa Ibrani: Megiddo, diambil dari Har Megiddo (gunung pertempuran terakhir)) mengacu pada bencana alam ...

Aromatic organic chemical compound Cumene hydroperoxide[1] Names Preferred IUPAC name 2-Phenylpropane-2-peroxol Other names Cumyl hydroperoxideCHP Identifiers CAS Number 80-15-9 Y 3D model (JSmol) Interactive image ChEBI CHEBI:78673 N ChemSpider 6377 Y ECHA InfoCard 100.001.141 PubChem CID 6629 UNII PG7JD54X4I Y CompTox Dashboard (EPA) DTXSID3024869 InChI InChI=1S/C9H12O2/c1-9(2,11-10)8-6-4-3-5-7-8/h3-7,10H,1-2H3 YKey: YQHLDYVWEZKEOX-UHFFFAOYSA-N YIn...

 

American TV series or program Only in America with Larry the Cable GuyGenreTravel documentaryStarringLarry the Cable GuyCountry of originUnited StatesOriginal languageEnglishNo. of seasons3No. of episodes50ProductionExecutive producers Craig Piligian Eddie Rohwedder J.P. Williams Larry the Cable Guy Susan Werbe Running time42 minutesProduction companies Parallel Entertainment Pilgrim Studios Original releaseNetworkHistoryReleaseFebruary 8, 2011 (2011-02-08) –August 28, 2013 ...

 

Protected area in New South Wales, AustraliaWerrikimbe National ParkNew South WalesIUCN category Ib (wilderness area) Tree ferns in Werrikimbe National ParkWerrikimbe National ParkNearest town or cityWalchaCoordinates31°12′S 152°14′E / 31.200°S 152.233°E / -31.200; 152.233Established11 July 1975 (1975-07-11)[1]Area333 km2 (128.6 sq mi)[1]Managing authoritiesNSW National Parks & Wildlife ServiceWebsiteWerrikimbe...

هذه المقالة عن المجموعة العرقية الأتراك وليس عن من يحملون جنسية الجمهورية التركية أتراكTürkler (بالتركية) التعداد الكليالتعداد 70~83 مليون نسمةمناطق الوجود المميزةالبلد  القائمة ... تركياألمانياسورياالعراقبلغارياالولايات المتحدةفرنساالمملكة المتحدةهولنداالنمساأسترالي�...

 

Сельское поселение России (МО 2-го уровня)Новотитаровское сельское поселение Флаг[d] Герб 45°14′09″ с. ш. 38°58′16″ в. д.HGЯO Страна  Россия Субъект РФ Краснодарский край Район Динской Включает 4 населённых пункта Адм. центр Новотитаровская Глава сельского пос�...

 

Legal membership in a country Citizen redirects here. For other uses, see Citizen (disambiguation). Legal status of persons Birthright Birthplace Aboard aircraft and ships Jus sanguinis Jus soli Birth tourism Nationality Citizenship missing multiple transnational Naturalization Ius Doni Oath Test Law Lost citizenship denaturalized renounced Immigration Alien Enemy Criminalization of migration Diplomatic protection Illegal Law Permanent residency Refugee Right to homeland Voluntary return Iden...

جائزة إسبانيا الكبرى 1997 السباق 6 من أصل 17 في بطولة العالم لسباقات الفورمولا واحد موسم 1997 السلسلة بطولة العالم لسباقات فورمولا 1 موسم 1997  البلد إسبانيا  التاريخ 25 مايو 1997 مكان التنظيم حلبة دي كاتلونيا، برشلونة، إسبانيا طول المسار 4.728 كيلومتر (2.938 ميل) المسافة 302.469 كيلو...

 

Nepenthes rhombicaulis Nepenthes rhombicaulis merupakan tanaman kantong semar tropis endemik Sumatera. Julukan spesifik rhombicaulis dibentuk dari kata Latin rhombicus , yang berarti belah ketupat, dan caulis , batang. Ini mengacu pada bentuk penampang ruas batang. Nepenthes rhombicaulis terutama diketahui dari beberapa gunung di wilayah Toba, Sumatera Utara, yang tumbuh di dataran tinggi dengan ketinggian sekitar 1.500 m. Nepenthes rhombicaulis pertama kali dikumpulkan oleh Shigeo Kurata pad...

 

العلاقات السعودية العمانية   سلطنة عمان   السعودية السفارات السفارة العمانية في السعودية   العنوان : الرياض، السعودية السفارة السعودية في سلطنة عمان   العنوان : مسقط، سلطنة عمان تعديل مصدري - تعديل   العلاقات السعودية العمانية يقصد بها العلاقة �...

Masinis PT KAI sedang melakukan tunjuk-sebut. Tunjuk-sebut memerlukan kerja sama dan reaksi yang bersamaan antara otak, mata, tangan, mulut, dan telinga masinis. Tunjuk-sebut (bahasa Inggris: Pointing and calling) merupakan prosedur keselamatan kerja untuk menghindari kesalahan dengan menunjuk indikator penting sembari menyebutkan statusnya. Metode ini umum dilakukan di perkeretaapian Jepang, yang disebut sebagai shisa kanko (指差喚呼), shisa kakunin kanko (指差確認喚呼), atau y...

 

British politician (1869–1943) The Right HonourableEdward FitzRoyJP DLSpeaker of the House of Commonsof the United KingdomIn office20 June 1928 – 3 March 1943MonarchsGeorge VEdward VIIIGeorge VIPrime MinisterStanley BaldwinRamsay MacDonaldNeville ChamberlainWinston ChurchillPreceded byJohn Henry WhitleySucceeded byDouglas Clifton BrownMember of Parliamentfor DaventryIn office14 December 1918 – 3 March 1943Preceded byConstituency establishedSucceeded byReginald Mann...