Louis Mountbatten

Louis Mountbatten
Mountbatten lávarður árið 1976.
Landstjóri Indlands
Í embætti
15. ágúst 1947 – 21. júní 1948
ÞjóðhöfðingiGeorg 6.
ForsætisráðherraJawaharlal Nehru
ForveriHann sjálfur (sem varakonungur)
EftirmaðurC. Rajagopalachari
Varakonungur Indlands
Í embætti
21. febrúar 1947 – 15. ágúst 1947
ÞjóðhöfðingiGeorg 6.
ForsætisráðherraClement Attlee
ForveriWavell vísigreifi
EftirmaðurHann sjálfur (sem landstjóri Indlands)
Muhammad Ali Jinnah (sem landstjóri Pakistans)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. júní 1900
Frogmore-húsi, Windsor, Berkshire, Bretlandi
Látinn27. ágúst 1979 (79 ára) Mullaghmore, County Sligo, Írlandi
MakiEdwina Ashley (g. 1922; d. 1960)
Börn2
HáskóliChrist's College, Cambridge

Louis Francis Albert Victor Nicholas Mountbatten, 1. jarlinn Mountbatten af Búrma (25. júní 1900 – 27. ágúst 1979) var breskur flotaforingi, aðalsmaður og stjórnmálamaður. Hann var móðurbróðir Filippusar hertoga af Edinborg og frændi Elísabetar 2. drottningar í annan lið. Mountbatten var síðasti varakonungur og fyrsti landstjóri Indlands, en í því embætti tók hann þátt í að semja um sjálfstæði breska Indlands og skiptingu þess í nútímaríkin Indland og Pakistan undir lok fimmta áratugarins. Mountbatten var myrtur árið 1979 í sprengjuárás írska lýðveldishersins á báti sínum við strandir Írlands í Sligo-sýslu.

Æviágrip

Mountbatten lávarður fæddist þann 25. júní árið 1900 og var skírður Louis Francis Albert Victor Nicholas Battenberg. Faðir hans var Loðvík fursti af Battenberg, aðalsmaður ættaður frá Austurríki sem hafði gerst breskur ríkisborgari, en móðir hans var Viktoría af Hessen-Darmstadt, dóttir Loðvíks 4. stórhertoga af Hessen og dótturdóttir Viktoríu Bretadrottningar.[1]

Battenberg fursti hafði verið breskur ríkisborgari frá árinu 1868 og varð fyrsti sælávarður breska flotans árið 1912. Stuttu eftir að fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914 sagði hann af sér sem stjórnandi flotans vegna hrakfara við upphaf stríðsins og vegna aukinnar andúðar Breta í garð Þjóðverja á stríðsárunum. Tortryggnin gagnvart Þjóðverjum á stríðstímanum leiddi til þess að Battenberg-fjölskyldan breytti nafni sínu í Mountbatten árið 1917. Louis, sem var táningur á styrjaldarárunum og nýliði í flotanum, var miður sín yfir því að hollusta fjölskyldunnar við Bretland væri dregin í efa en varð fyrir vikið enn staðráðnari í að hreinsa nafn ættarinnar.[2]

Árið 1921 kynntist Louis Mountbatten barónsdótturinni Edwinu Ashley og kvæntist henni næsta ár.[3] Svaramaður Mountbattens var návinur hans, Játvarður prins af Wales. Mountbatten hafði haldið ferli sínum í flotanum áfram frá táningsárum sínum. Hann gekk í sérskóla í Portsmouth og Greenwich, nam loftskeytafræði og tók túlkspróf í frönsku og þýsku. Árið 1934 var settur yfir stjórn tundurspillisins HMS Daring og árið 1937 varð hann yngsti yfirforinginn (e. commander) í breska flotanum.[2]

Seinni heimsstyrjöldin

Við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar tók Mountbatten við stjórn flotadeildar og fékk til eigin umráða nýjan tundurspilli, HMS Kelly. Í desember 1939 rakst Kelly á tundurdufl en áhöfninni tókst að stýra skipinu til hafnar þrátt fyrir að það hafi þá verið fullt af vatni. Næsta ár fórst Kelly í sjóorrustu gegn þýsku herskipi við Krít. Mountbatten var meðal fárra áhafnarmeðlima sem komust lífs af.[2]

Mountbatten var í kjölfarið hækkaður í tign og settur við stjórn flugmóðurskipsins HMS Illustrious. Stuttu síðar gerði Winston Churchill hann að varaflotaforingja og loftmarskálki og fól honum stjórn deildarinnar Combined Operations innan breska stríðsmálaráðuneytisins. Deildin stýrði skyndiárásum á hernámssvæði Þjóðverja á meginlandi Evrópu. Mountbatten átti þá hugmynd að smíða innrásarhöfn í Bretlandi og flytja hana í bútum að ströndum Frakklands og að leggja olíuleiðslu undir Ermasund.[2]

Árið 1943 varð Mountbatten hæstráðandi herafla bandamanna í Suðaustur-Asíu. Mountbatten fór með yfirstjórn breskra, indverskra og afrískra hermanna sem höfðu það hlutverk að hrekja Japani úr frumskógum Búrma. Þrátt fyrir að vera neðarlega í forgangsröðun bandamanna í dreifingu hergagna unnu bandamenn sigur á Japönum í Suðaustur-Asíu og þann 12. september árið 1945 tók Mountbatten við skilyrðislausri uppgjöf Japana í Singapúr.[2]

Mountbatten og sjálfstæði Indlands

Mountbatten-hjónin ásamt Mahatma Gandhi árið 1947.

Að stríðinu loknu skipaði Clement Attlee forsætisráðherra Mountbatten í embætti varakonungs Indlands. Indland var að stíga síðustu skrefin í átt til sjálfstæðis og því var viðbúið að hlutverk Mountbattens yrði að semja við indversku sjálfstæðisleiðtogana og ganga frá aðskilnaði Bretlands og Indlands. Mountbatten fór fram á það við Attlee að sem varakonungur fengi hann óskorað vald og athafnafrelsi í samningaviðræðunum, sem var fordæmalaust fyrir varakonunga Indlands.[4]

Mountbatten tók við embætti varakonungs í febrúar 1947 og lagði áherslu á hraða í aðskilnaðarferli Bretlands og Indlands. Hann fékk því framgegnt að fallist var á að samband Bretlands og Indlands myndi formlega líða undir lok þann 1. júlí 1948 og gaf sér því 16 mánaða tímaramma til að ganga frá valdatilfærslu frá Bretum til indverskra leiðtoga. Við upphaf þessa tímaramma hafði enn ekki verið ákveðið hvort hið sjálfstæða Indland yrði áfram eitt ríki eða hvort því yrði skipt í tvennt milli hindúa og múslima.[5] Mountbatten var sjálfur hlynntur því að Indland yrði áfram eitt ríki en að endingu var hann nauðbeygður til að samþykkja kröfur Muhammads Ali Jinnah um að stofnað yrði sérstakt ríki fyrir indverska múslima, Pakistan.[4] Jinnah var sannfærður um að Mountbatten drægi taum hindúa þar sem Mountbatten var vinveittur Jawaharlal Nehru, leiðtoga Indverska þjóðarráðsins, og alkunna var að eiginkona Mountbattens, Edwina, átti í ástarsambandi við Nehru.[5]

Í júní 1948, eftir að ákveðið hafði verið að Indlandi skyldi skipt í tvö ríki, tilkynnti Mountbatten að sjálfstæði landanna skyldi flýtt um hálfan mánuð og yrði nú 14. ágúst. Ekki hafði enn verið útkljáð um hvar landamæri nýju ríkjanna tveggja skyldu staðsett þegar sjálfstæðisdagurinn rann í garð. Þegar Indlandi var skipt bjuggu fjölmargir hindúar og múslimar hver innan um annan og margir fluttust búferlum til þess að forðast að verða innlyksa í ríki „hins“ trúarhópsins. Fólksflótti og kynþáttaofbeldi í skiptingunni leiddi til þess að hundruðir þúsunda létust á næstu mánuðum. Mountbatten hefur í seinni tíð sætt harðri gagnrýni fyrir að flýta sjálfstæðisferlinu og gefa ekki nægan tíma til að ganga frá landamæraskiptingunni á skipulegan hátt.[5]

Winston Churchill, sem var návinur Mountbattens, var honum öskureiður fyrir að standa að skiptingu Indlands og aðskilnaði Bretlands frá krúnudjásni heimsveldis síns. Sagt er að þeir hafi ekki talast við næstu fimm árin.[1]

Síðari störf

Þegar Mountbatten sneri heim frá Indlandi afþakkaði hann boð Attlee um að gerast varnarmálaráðherra en var þess í stað gerður yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins á Miðjarðarhafi.[1] Árið 1949 hlaut Mountbatten aðalsnafnbótina jarl af Búrma. Stuttu eftir að Winston Churchill lét af völdum sem forsætisráðherra í annað sinn árið 1955 fékk hann Elísabetu drottningu til að skipa Mountbatten í embætti fyrsta sælávarðar breska flotans, sem er æðsta staðan í flotanum og sama embætti og faðir Mountbattens hafði áður gegnt.[2] Árið 1959 varð Mountbatten svo yfirmaður breska varnarmálaráðsins, sem er ein valdamesta staðan innan alls breska hersins. Í þeirri stöðu lét Mountbatten koma á nýjum vopnakerfum og kom því áleiðis að allar deildir breska hersins lytu sameiginlegri yfirstjórn.[6]

Mountbatten lét af störfum árið 1965 og var kvaddur við hátíðlega athöfn er hann yfirgaf varnarmálaráðuneytið í Whitehall.[6]

Morðið á Mountbatten

Þann 27. ágúst árið 1979 sigldi Mountbatten á skemmtisnekkju út frá smábátahöfn í Mullaghmore í Sligo-sýslu á Írlandi þegar fjarstýrð sprengja sprakk um borð og varð honum að bana. Auk Mountbattens lést 14 ára dóttursonur hans og 15 ára háseti á bátnum. Lafði Brabourne, tengdamóðir elstu dóttur Mountbattens, lést úr sárum sínum morguninn eftir árásina.[7] Aðrir ættingjar og vinir Mountbattens sem voru um borð særðust alvarlega. Sprengjuárásin var framin af meðlimum írska lýðveldishersins, sem sögðu verknaðinn vera lið í að „slíta heimsvaldasinnað hjartað“ úr Bretlandi uns leyst yrði úr deilunum á Norður-Írlandi.[8] Írski lýðveldissinninn Thomas McMahon var handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Mountbatten en var látinn laus árið 1998 eftir að föstudagssáttmálinn var undirritaður milli sambandssinna og lýðveldissinna á Norður-Írlandi.[9]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 „Mountbatten“. Morgunblaðið. 28. ágúst 1979.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 „Glæsilegur æviferill“. Fálkinn. 28. október 1955.
  3. Dudley Barker (30. desember 1954). „Herforinginn og eiginmaðurinn Louis Mountbatten“. Alþýðublaðið.
  4. 4,0 4,1 „Indland og Mountbatten“. Morgunblaðið. 15. febrúar 1976.
  5. 5,0 5,1 5,2 Dagur Þorleifsson (9. ágúst 1994). „Dýrkeyptur flýtir“. Tíminn.
  6. 6,0 6,1 „Mountbatten lávarður kveður eftir 52 ára þjónustu“. Morgunblaðið. 18. júlí 1965.
  7. „Mikil gremja og reiði vegna hryðjuverka IRA“. Morgunblaðið. 29. ágúst 1979.
  8. „Mikill harmur vegna dauða Mountbattens jarls“. Vísir. 28. ágúst 1979.
  9. „Morðingi Mountbattens lávarðar látinn laus“. mbl.is. 8. ágúst 1998. Sótt 18. desember 2020.

Read other articles:

Kartika Sandra Desi Kartika Sandra Desi atau KSD (lahir 26 September 1978) adalah seorang politikus Indonesia kelahiran Bayung Lencir, Musi Banyuasin. Ia merupakan alumni Universitas Sjakhyakirti. Ia dua kali terpilih sebagai Anggota DPRD Sumatera Selatan dari Dapil Musi Banyuasin. Ia menjabat sebagai Wakil Ketua DPRD Sumatera Selatan dari 2014 sampai 2024. Ia menjabat sebagai Ketua DPD Partai Gerindra Sumatera Selatan (Sumsel).[1] Ia juga sempat menjadi Komisaris PT Bintang.[2 ...

 

Gunung LewotobiPemandangan Pulau Konga dan gunung berapi ganda Lewotobi, yang terdiri dari Perampuan dan Laki-Laki, circa 1915Titik tertinggiKetinggian1.584 m / 5.196 kaki (Gn. Lewotobi Laki-Laki)1.703 m / 5.587 kaki (Gn. Lewotobi Perempuan)Koordinat8°32′00″S 122°45′28″E / 8.5333115°S 122.7579122°E / -8.5333115; 122.7579122Koordinat: 8°32′00″S 122°45′28″E / 8.5333115°S 122.7579122°E / -8.5333115; 122.7579122 Geograf...

 

Artikel ini perlu diwikifikasi agar memenuhi standar kualitas Wikipedia. Anda dapat memberikan bantuan berupa penambahan pranala dalam, atau dengan merapikan tata letak dari artikel ini. Untuk keterangan lebih lanjut, klik [tampil] di bagian kanan. Mengganti markah HTML dengan markah wiki bila dimungkinkan. Tambahkan pranala wiki. Bila dirasa perlu, buatlah pautan ke artikel wiki lainnya dengan cara menambahkan [[ dan ]] pada kata yang bersangkutan (lihat WP:LINK untuk keterangan lebih lanjut...

Swansea City AFCNama lengkapSwansea City Association Football ClubJulukanThe Swans, The JacksBerdiri1912; 112 tahun lalu (1912) (sebagai Swansea Town)StadionStadion Liberty(Landore, Swansea)(Kapasitas: 20.750)Ketua Trevor BirchManajer Steve CooperLigaLiga Championship Inggris2019–20ke-6, Liga ChampionshipSitus webSitus web resmi klub Kostum kandang Kostum tandang Musim ini Swansea City Association Football Club (/ˈswɒnzi ˈsɪti/; bahasa Wales: Clwb Pêl-droed Dinas Abertawe...

 

Questa voce sugli argomenti riviste italiane e riviste politiche è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Critica marxista è una rivista fondata politica nel 1963 come rivista teorica del Partito Comunista Italiano.[1] Critica marxistaStato Italia Linguaitaliano Periodicitàbimestrale GenereRivista teorica Fondazione1963 EditoreEditori Riuniti (dal 1963) DirettoreAldo Tortorella ISSN0011-152X (WC · ACNP) Sito webcriticamarxi...

 

This article is about the visual diagram. For the geographical concept, see Mental mapping. Diagram to visually organize information A mind map about the cubital fossa or elbow pit, including an illustration of the central concept Information mapping Topics and fields Business decision mapping Data visualization Graphic communication Infographics Information design Knowledge visualization Mental model Morphological analysis Ontology (information science) Schema (psychology) Visual analytics V...

Voce principale: Eccellenza 1992-1993. Eccellenza Piemonte-Valle d'Aosta1992-1993 Competizione Eccellenza Piemonte-Valle d'Aosta Sport Calcio Edizione 2ª Organizzatore FIGC - LNDComitato Regionale Piemonte-Valle d'Aosta Luogo  Italia Cronologia della competizione 1991-1992 1993-1994 Manuale Il campionato italiano di calcio di Eccellenza regionale 1992-1993 è stato il secondo organizzato in Italia. Rappresenta il sesto livello del calcio italiano. Questo è il campionato regionale che ...

 

.pw

.pwDiperkenalkan12 Juni 1997Jenis TLDtop-level domain kode negaraStatusAktifRegistri PW Registry (registrasi) CentralNic (operator teknis registrasi) SponsorMicronesia Investment and Development CorporationPemakaian yang diinginkanEntitas yang berhubungan dengan  PalauPemakaian aktualRuang nama yang didedikasikan untuk penggunaan sebagai identitas profesional di web; dapat digunakan oleh semua orang dan digunakan untuk tujuan apapunPembatasanTak adaStrukturRegistrasi dapat dilakukan lang...

 

坐标:43°11′38″N 71°34′21″W / 43.1938516°N 71.5723953°W / 43.1938516; -71.5723953 此條目需要补充更多来源。 (2017年5月21日)请协助補充多方面可靠来源以改善这篇条目,无法查证的内容可能會因為异议提出而被移除。致使用者:请搜索一下条目的标题(来源搜索:新罕布什尔州 — 网页、新闻、书籍、学术、图像),以检查网络上是否存在该主题的更多可靠来源...

Сельское поселение России (МО 2-го уровня)Новотитаровское сельское поселение Флаг[d] Герб 45°14′09″ с. ш. 38°58′16″ в. д.HGЯO Страна  Россия Субъект РФ Краснодарский край Район Динской Включает 4 населённых пункта Адм. центр Новотитаровская Глава сельского пос�...

 

Cet article est une ébauche concernant une unité ou formation militaire française. Vous pouvez partager vos connaissances en l’améliorant (comment ?) selon les recommandations des projets correspondants. 1er-11e Régiment de Cuirassiers Création 1999 Dissolution 27 juillet 2009 recréation du 4e Régiment de Dragons, par changement de dénominations du 1er-11e régiment de cuirassiers. Pays France Branche Armée de terre Type Régiment de Cuirassiers Rôle Cavalerie blindée Effe...

 

2020年夏季奥林匹克运动会波兰代表團波兰国旗IOC編碼POLNOC波蘭奧林匹克委員會網站olimpijski.pl(英文)(波兰文)2020年夏季奥林匹克运动会(東京)2021年7月23日至8月8日(受2019冠状病毒病疫情影响推迟,但仍保留原定名称)運動員206參賽項目24个大项旗手开幕式:帕维尔·科热尼奥夫斯基(游泳)和马娅·沃什乔夫斯卡(自行车)[1]闭幕式:卡罗利娜·纳亚(皮划艇)&#...

 烏克蘭總理Прем'єр-міністр України烏克蘭國徽現任杰尼斯·什米加尔自2020年3月4日任命者烏克蘭總統任期總統任命首任維托爾德·福金设立1991年11月后继职位無网站www.kmu.gov.ua/control/en/(英文) 乌克兰 乌克兰政府与政治系列条目 宪法 政府 总统 弗拉基米尔·泽连斯基 總統辦公室 国家安全与国防事务委员会 总统代表(英语:Representatives of the President of Ukraine) 总...

 

Keuskupan Ciudad del EsteDioecesis Urbis OrientalisLokasiNegara ParaguayMetropolitAsunciónStatistikLuas27.451 km2 (10.599 sq mi)Populasi- Total- Katolik(per 2004)600.100590,000 (98.3%)InformasiGereja sui iurisGereja LatinRitusRitus RomaKatedralCatedral San BlasKepemimpinan kiniPausFransiskusUskupHeinz Wilhelm (Guillermo) Steckling, O.M.I.Peta Keuskupan Ciudad del Este (bahasa Latin: Dioecesis Urbis Orientalis) adalah sebuah keuskupan Gereja Katolik...

 

نادي الهداية شعار نادي الهداية الاسم الكامل نادي الهداية تأسس عام 1376 الملعب اسم الملعب القطيف، السعودية(السعة: 0,000) البلد السعودية  الدوري دوري المناطق السعودي 2008–09 دوري المناطق السعودي الإدارة المالك الهيئة العامة للرياضة الطقم الأساسي الطقم الاحتياطي تعديل مصدري - ت...

Thomas VinterbergThomas Vinterberg pada Februari 2010Lahir19 Mei 1969 (umur 55)Copenhagen, DenmarkPekerjaanSutradara, produser, penulis latar dan pemeranSuami/istriMaria Walbom (1990–2007) Thomas Vinterberg (lahir 19 Mei 1969) adalah seorang sutradara Denmark yang, bersama dengan Lars von Trier, membentuk gerakan Dogme 95 dalam bidang pembuatan film, yang mendirikan peraturan-peraturan untuk menyederhanakan produksi film. Kehidupan dan karier Vinterberg lahir di Copenhagen, Denmark. P...

 

  لمعانٍ أخرى، طالع الهرم (توضيح). الهرم النوع برنامج مسابقات ومعلومات عامة تأليف بوب ستيوارت  تقديم مفيدة شيحة البلد الولايات المتحدة  لغة العمل العربية عدد المواسم 1 عدد الحلقات 1211 ،  و40 ،  و63   الإنتاج المنتج المنفذ بوب ستيوارت  مواقع التصوير هوليوود، &...

 

العلاقات البنينية الكينية بنين كينيا   بنين   كينيا تعديل مصدري - تعديل   العلاقات البنينية الكينية هي العلاقات الثنائية التي تجمع بين بنين وكينيا.[1][2][3][4][5] مقارنة بين البلدين هذه مقارنة عامة ومرجعية للدولتين: وجه المقارنة بنين كينيا المس�...

American racing driver For the English rugby league player, see Tommy Milner (rugby league). Tommy MilnerTommy Milner at 24 Hours of Le Mans 2006 Drivers' ParadeNationalityAmericanBornJanuary 28, 1986 (1986-01-28) (age 38)Washington, D.C., United StatesIMSA SportsCar Championship careerDebut season2014Current teamCorvette Racing by Pratt Miller MotorsportsRacing licence FIA PlatinumCar number4Starts90Championships1 2016 (GTLM)Wins11Podiums30Best finish1st in 2016 (GTLM)Previous seri...

 

ابن الطقطقي معلومات شخصية اسم الولادة محمد بن علي بن محمد بن طباطبا العلوي الميلاد سنة 1262   الموصل  الوفاة سنة 1309 (46–47 سنة)  الموصل  الحياة العملية المهنة مؤرخ،  ولغوي،  وكاتب  اللغة الأم العربية  اللغات العربية  تعديل مصدري - تعديل   محمد بن علي بن...