Hrafninn flýgur

Hrafninn flýgur
LeikstjóriHrafn Gunnlaugsson
HandritshöfundurHrafn Gunnlaugsson
FramleiðandiBo Jonsson
Leikarar
FrumsýningFáni Íslands 4. febrúar 1984
Fáni Svíþjóðar 24. ágúst, 1984
Lengd109 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkKvikmyndaskoðun. 12
Sweden. 15
FramhaldÍ skugga hrafnsins

Hrafninn flýgur er íslensk-sænsk víkingamynd frá 1984 og þriðja kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar í fullri lengd. Kvikmyndin gerist á Íslandi stuttu eftir landnám og fjallar um írskan mann, Gest (Jakob Þór Einarsson), sem fer til Íslands til að hefna sín á víkingum sem drepið höfðu foreldra hans og rænt systur hans þegar hann var á barnsaldri. Þegar kvikmyndin var frumsýnd var hún stundum kölluð eina ekta víkingamyndin. Hún náði nokkrum vinsældum á Norðurlöndunum og setningar úr myndinni, eins og „Þungur hnífur?“, urðu allþekktar.

Myndinni var gjarnan lýst sem spagettívestra í víkingabúningi, meðal annars vegna tónlistar (panflauta er notuð til að skapa spennu í mörgum atriðum) og hliðstæðna við söguþráðinn í A Fistful of Dollars eftir Sergio Leone frá 1964 sem sjálf var eins konar endurgerð japönsku kvikmyndarinnar Yojimbo eftir Akira Kurosawa. Allar þessar myndir nýta algengt þjóðsagnaminni sem t.d. kemur fram í sögunni „Skraddarinn hugprúði“ í Grimmsævintýrum (gerð 1640 í þjóðsagnaflokkun Aarne-Thompson). Í einu af lokaatriðunum í Hrafninn flýgur segir Þórður (Helgi Skúlason) syni sínum útgáfu af þessari sögu til að róa hann, þar sem hann læst ætla að fórna honum til að lokka Gest út úr fylgsni sínu.

Viðtökur

Gestur og Þórður

Hrafninn flýgur vakti töluverða athygli strax meðan á framleiðslu stóð. Mikið var lagt í hönnun búninga þar sem að hluta var notast við gamaldags aðferðir í málmsmíði t.d. og leikmyndin þótti strax nýstárleg. Leikmunum var stillt upp í anddyri Háskólabíós meðan á sýningum stóð. Hluta af leikmyndinni má enn sjá í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Myndin vakti einnig athygli fyrir það að vera klippt á stafrænu formi (VHS).

Aðsókn á myndina var mjög góð í kvikmyndahúsum á Íslandi og áætlaði DV (4. mars 2000) að um 70.000 manns hefðu séð hana, sem gerði hana að tíundu best sóttu íslensku kvikmyndinni fram að þeim tíma. Hún kom út á myndbandi fljótlega eftir að kvikmyndasýningum lauk og á mynddiski 2005. Hún hefur verið notuð í kennslu á Norðurlöndunum sem hefur verið gagnrýnt þar sem hún þykir ekki gefa nógu raunsæja mynd af tímabilinu.

Leikarar

Veggspjöld og hulstur

Tenglar