Hrafninn flýgur er íslensk-sænskvíkingamynd frá 1984 og þriðja kvikmyndHrafns Gunnlaugssonar í fullri lengd. Kvikmyndin gerist á Íslandi stuttu eftir landnám og fjallar um írskan mann, Gest (Jakob Þór Einarsson), sem fer til Íslands til að hefna sín á víkingum sem drepið höfðu foreldra hans og rænt systur hans þegar hann var á barnsaldri. Þegar kvikmyndin var frumsýnd var hún stundum kölluð eina ekta víkingamyndin. Hún náði nokkrum vinsældum á Norðurlöndunum og setningar úr myndinni, eins og „Þungur hnífur?“, urðu allþekktar.
Hrafninn flýgur vakti töluverða athygli strax meðan á framleiðslu stóð. Mikið var lagt í hönnun búninga þar sem að hluta var notast við gamaldags aðferðir í málmsmíði t.d. og leikmyndin þótti strax nýstárleg. Leikmunum var stillt upp í anddyri Háskólabíós meðan á sýningum stóð. Hluta af leikmyndinni má enn sjá í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Myndin vakti einnig athygli fyrir það að vera klippt á stafrænu formi (VHS).
Aðsókn á myndina var mjög góð í kvikmyndahúsum á Íslandi og áætlaði DV (4. mars2000) að um 70.000 manns hefðu séð hana, sem gerði hana að tíundu best sóttu íslensku kvikmyndinni fram að þeim tíma. Hún kom út á myndbandi fljótlega eftir að kvikmyndasýningum lauk og á mynddiski2005. Hún hefur verið notuð í kennslu á Norðurlöndunum sem hefur verið gagnrýnt þar sem hún þykir ekki gefa nógu raunsæja mynd af tímabilinu.