Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958 eða HM 1958 var haldið í Svíþjóð dagana 8. júní til 29. júní. Þetta var sjötta heimsmeistarakeppnin og urðu Brasilíumenn meistarar í fyrsta sinn eftir sigur á heimamönnum í úrslitum. Táningurinn Pelé varð stjarna keppninnar og Frakkinn Just Fontaine setti markamet sem enn stendur.

Val á gestgjöfum

Auk Svía sýndu Argentínumenn, Mexíkóar og Sílebúar áhuga á að halda heimsmeistaramótið. Á þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins árið 1950 urðu Svíar hins vegar fyrir valinu með öllum atkvæðum.

Undankeppni

Svíar og Vestur-Þjóðverjar fengu sæti sem gestgjafar og heimsmeistarar. Níu sætum var úthlutað til Evrópu, þremur til Suður-Ameríku, einu til Norður-Ameríku og eitt sæti skyldi koma sameiginlega í hlut Asíu og Afríku.

Í Suður-Ameríku mættu Argentínumenn til leiks í fyrsta sinn eftir langt hlé og komust áfram. Úrúgvæ sat hins vegar eftir. Mexíkó varð fulltrúi Norður- og Mið-Ameríku. Afríku- og Asíuhluti keppninnar snerist upp í hálfgerðan farsa. Ísrael var í hópi þátttökuliða, en ríki múslima neituðu almennt að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Fyrir vikið gáfu allir fyrirhugaðir mótherjar liðsins leiki sína. Þar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið hafði bundið það í lög að ekkert lið gæti tryggt sér sæti í úrslitum án keppni var ákveðið að skipuleggja einvígi milli Ísraela og eins Evrópuliðs sem hafnað hafði í öðru sæti í sínum forriðli. Wales varð fyrir valinu og komust Walesverjar áfram en þátttökuliðum frá þriðja heiminum fækkaði enn frekar.

Íslendingar tóku þátt í forkeppninni í fyrsta sinn en töpuðu öllum leikjum sínum gegn Frökkum og Belgum með miklum mun. Sovétmenn tóku þátt í keppninni, líkt og velflest kommúnistaríki Austur-Evrópu og komust í úrslitakeppnina í fyrstu tilraun. Óvæntustu úrslitin urðu í 8.riðli, þar sem Norður-Írar komust áfram á kostnað Ítala. Skotar slógu sömuleiðis Spánverja úr keppni og komust Bretland ríkin fjögur þar með öll í úrslitakeppnina í Svíþjóð.

Þátttökulið

Sextán þjóðir mættu til leiks frá þremur heimsálfum.

Leikvangar

Leikið var á 12 leikvöngum í jafnmörgum borgum. Ráðast þurfti í stækkun á ýmsum vallanna til að uppfylla kröfur FIFA um að lágmarki sex leikvanga sem sæti fyrir 20 þúsund að lágmarki. Til greina kom að láta hluta leikjanna fara fram í Osló eða Kaupmannahöfn. Þannig lá fyrir að ef Danir kæmust í úrslitakeppnina hefði þeirra riðill verið leikinn í Danmörku. Til þess kom þó ekki.

Flestar viðureignirnar fóru fram á Råsunda-vellinum í Stokkhólmi, 8 talsins, en 7 leikir voru á Ullevi-vellinum í Gautaborg.

Gautaborg
Ullevi Stadium
Sætafjöldi: 53.500
Eskilstuna
Tunavallen
Sætafjöldi: 22.000
Sandviken
Jernvallen
Sætafjöldi: 20.000
Borås
Ryavallen
Sætafjöldi: 15.000
Helsingborg
Olympia
Sætafjöldi: 27.000
Norrköping
Idrottsparken
Sætafjöldi: 20.000
Uddevalla
Rimnersvallen
Sætafjöldi: 17.778
Västerås
Arosvallen
Sætafjöldi: 10.000
Solna
(Stokkhólms svæðið)
Malmö
Råsunda Stadium Malmö Stadion
Sætafjöldi: 52.400 Sætafjöldi: 30.000
Halmstad Örebro
Örjans Vall Eyravallen
Sætafjöldi: 15.000 Sætafjöldi: 13.000

Keppnin

Riðlakeppnin

Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Sú litla breyting var gerð við stigaútreikninga að ekki var horft til markamunar heldur hlutfalls skoraðra marka af mörkum fengnum á sig. Sú breyting hafði þó engin áhrif á töfluröð, auk þess sem gripið var til aukaleiks ef tvö lið voru jöfn að stigum.

Riðill 1

Norður-Írar og Tékkar mættust tvisvar í fyrsta riðli.

Heimsmeistarar Vestur-Þjóðverja sigruðu í riðlinum, en gerðu þó jafntefli í tveimur leikja sinna. Norður-Írar tóku þátt í sinni fyrstu úrslitakeppni og komust í fjórðungsúrslitin með tveimur sigrum á sterku liði Tékkóslóvakíu. Argentínumenn mættu aftur til leiks eftir langt hlé og ollu stuðningsmönnum sínum gríðarlegum vonbrigðum. Um 10 þúsund manns söfnuðust saman á flugvellinum í Buenos Aires til að baula á landsliðið við heimkomuna.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Vestur-Þýskaland 3 1 2 0 7 5 1,40 4
2 Norður-Írland 3 1 1 1 4 5 0,80 3
3 Tékkóslóvakía 3 1 1 1 8 4 2,00 3
4 Argentína 3 1 0 2 5 10 0,50 2
8. júní 1958
Argentína 1-3 Vestur-Þýskaland Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 31.156
Dómari: Reginald Leafe, Englandi
Corbatta 2 Rahn 32, 79, Seeler 42
8. júní 1958
Norður-Írland 1-0 Tékkóslóvakía Örjans Vall, Halmstad
Áhorfendur: 10.647
Dómari: Fritz Seipelt, Austurríki
Cush 21
11. júní 1958
Tékkóslóvakía 2-2 Vestur-Þýskaland Ólympíuleikvangurinn, Helsingborg
Áhorfendur: 25.000
Dómari: Arthur Edward Ellis, Englandi
Dvořák 24 (vítasp.), Zikán 42 Schäfer 60, Rahn 71
11. júní 1958
Norður-Írland 1-3 Argentína Örjans Vall, Halmstad
Áhorfendur: 14.174
Dómari: Sten Ahlner, Svíþjóð
McParland 4 Corbatta 37 (vítasp.), Menéndez 56, Avio 60
15. júní 1958
Vestur-Þýskaland 2-2 Norður-Írland Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 31.990
Dómari: Joaquim Campos, Portúgal
Rahn 20, Seeler 78 McParland 18, 60
15. júní 1958
Tékkóslóvakía 6-1 Argentína Ólympíuleikvangurinn, Helsingborg
Áhorfendur: 16.418
Dómari: Arthur Edward Ellis, Englandi
Dvořák 8, Zikán 17,40, Feureisl 69, Hovorka 82, 89 Corbatta 65 (vítasp)
Umspilsleikur
17. júní 1958
Norður-Írland 2-1 (e.framl.) Tékkóslóvakía Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 6.196
Dómari: Maurice Guigue, Frakklandi
McParland 44, 97 Zikán 69

Riðill 2

Just Fontaine fór á kostum í Svíþjóð.

Mörkunum rigndi í 2. riðli, en að jafnaði voru 5,16 mörk skoruð í hverjum leik. Just Fontaine skoraði sex þessara marka, en hann setti glæsilegt markamet í keppninni. Riðillinn var ekki talinn sérlega sterkur, enda höfðu liðin í honum ekki unnið nein stórafrek í fyrri keppnum.

Matt Busby, knattspyrnustjóri Manchester United var ráðinn þjálfari skoska liðsins fyrir HM. Hann gat hins vegar ekki stýrt liðinu í Svíþjóð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í flugslysi í München sama ár. Skoska liðið hafði slegið bæði Spánverja og Svisslendinga út úr forkeppninni, en olli miklum vonbrigðum í úrslitum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Frakkland 3 2 0 1 11 7 1,57 4
2 Júgóslavía 3 1 2 0 7 6 1,17 4
3 Paragvæ 3 1 1 1 9 12 0,75 3
4 Skotland 3 0 1 2 4 6 0,67 1
8. júní 1958
Frakkland 7-3 Paragvæ Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 16.518
Dómari: Juan Gardeazábal Garay, Spáni
Fontaine 24, 30, 67, Piantoni 52, Wisniewski 61, Kopa 570, Vincent 83 Amarilla 20, 44 (vítasp.), Romero 50
8. júní 1958
Skotland 1-1 Júgóslavía Arosvallen, Västerås
Áhorfendur: 9.591
Dómari: Raymond Wyssling, Sviss
Murray 49 Petaković 6
11. júní 1958
Frakkland 2-3 Júgóslavía Arosvallen, Västerås
Áhorfendur: 12.217
Dómari: Benjamin Griffiths, Wales
Fontaine 4, 85 Petaković 16, Veselinović 63, 88
11. júní 1958
Paragvæ 3-2 Skotland Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 11.665
Dómari: Vincenzo Orlandini, Ítalíu
Agüero 4, 45, Parodi 73 Mudie 24, Collins 74
15. júní 1958
Frakkland 2-1 Skotland Eyravallen, Örebro
Áhorfendur: 13.554
Dómari: Juan Regis Brozzi, Argentínu
Kopa 22, Fontaine 44 Baird 58
15. júní 1958
Paragvæ 3-3 Júgóslavía Tunavallen, Eskilstuna
Áhorfendur: 13.103
Dómari: Martin Macko, Tékkóslóvakíu
Parodi 20, Agüero 52, Romero 80 Ognjanović 18, Veselinović 21, Rajkov 73

Riðill 3

Silfurlið Ungverja frá HM 1954 mætti vængbrotið til leiks, þar sem ýmsir lykilmenn flúðu land í kjölfar uppreisnarinnar í Ungverjalandi. Þrátt fyrir það var almennt búist við því að ungverska liðið kæmist í fjórðungsúrslitin ásamt heimamönnum. Lið Wales, sem komst bakdyramegin inn á mótið, hafði hins vegar betur gegn Ungverjum í tveimur leikjum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Svíþjóð 3 2 1 0 5 1 5,00 5
2 Wales 3 0 3 0 2 2 1,00 3
3 Ungverjaland 3 1 1 1 6 3 2,00 3
4 Mexíkó 3 0 1 2 1 8 0,13 1
8. júní 1958
Svíþjóð 3-0 Mexíkó Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 34.107
Dómari: Nikolay Latyshev, Sovétríkjunum
Simonsson 17, 64, Liedholm 57 (vítasp.)
8. júní 1958
Ungverjaland 1-1 Wales Jernvallen, Sandviken
Áhorfendur: 15.343
Dómari: José María Codesal, Úrúgvæ
Bozsik 5 J. Charles 27
11. júní 1958
Wales 1-1 Mexíkó Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 15.150
Dómari: Leo Lemesic, Júgóslavíu
I. Allchurch 32 Belmonte 89
12. júní 1958
Svíþjóð 2-1 Ungverjaland Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 38.850
Dómari: Jack Mowat, Skotlandi
Hamrin 34, 55 Tichy 77
15. júní 1958
Svíþjóð 0-0 Wales Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 3.þ287
Dómari: Lucien van Nuffel, Belgíu
15. júní 1958
Ungverjaland 4-0 Mexíkó Jernvallen, Sandviken
Áhorfendur: 13.300
Dómari: Arne Eriksson, Finnlandi
Tichy 19, 46, Sándor 54, Bencsics 69
Umspilsleikur
17. júní 1958
Wales 2-1 Ungverjaland Råsunda leikvangurinn, Solna
Áhorfendur: 2.823
Dómari: Nikolay Latyshev, Sovétríkjunum
Allchurch 55, Medwin 76 Tichy 33

Riðill 4

Fjórði riðillinn var almennt talinn sá sterkasti. Brasilíumenn mættu með sterkt lið til keppni, Sovétmenn voru ríkjandi Ólympíumeistarar frá Melbourne 1956. Austurríkismenn voru bronsliðið frá HM 1954 og enska liðið var talið sigurstranglegt, þótt það hafi orðið fyrir áfalli stærstur hluti leikmanna Manchester United fórst í flugslysi sama ár. Fleiri áhorfendur mættu á leiki þessa riðils en nokkurs annars. Leikirnir ollu þó vonbrigðum, enda einkenndust þeir af varnarleik og hörku. Leikur Brasilíu og Englands varð fyrsta markalausa jafnteflið í gjörvallri sögu HM, en í öllum 104 viðureignunum sem fram höfðu farið fram að því hafði leikmönnum tekist að finna marknetið. Brasilía endaði á toppnum en Sovétmenn þurftu aukaleik gegn Englendingum til að tryggja sér annað sætið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.hlutf Stig
1 Brasilía 3 2 1 0 5 0 - 5
2 Sovétríkin 3 1 1 1 4 4 1,00 3
3 England 3 ö 3 0 4 4 1,00 3
4 Austurríki 3 0 1 2 2 7 0,29 1
8. júní 1958
Brasilía 3-0 Austurríki Rimnersvallen, Uddevalla
Áhorfendur: 17.778
Dómari: Maurice Guigue, Frakklandi
Altafini 37, 85 Nílton Santos 50
8. júní 1958
Sovétríkin 2-2 England Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 49.348
Dómari: István Zsolt, Ungverjalandi
Simonyan 13, A. Ivanov 56 Kevan 66, Finney 85 (vítasp.)
11. júní 1958
Brasilía 0-0 England Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 40.895
Dómari: Albert Dusch, Vestur-Þýskalandi
11. júní 1958
Sovétríkin 2-0 Austurríki Ryavallen, Borås
Áhorfendur: 21.239
Dómari: Carl Jørgensen, Danmörku
Ilyin 15, V. Ivanov 62
15. júní 1958
England 2-2 Austurríki Ryavallen, Borås
Áhorfendur: 15.872
Dómari: Jan Bronkhorst, Frakklandi
Haynes 56, Kevan 74 Koller 15, Körner 71
15. júní 1958
Brasilía 2-0 Sovétríkin Ullevi, Gautaborg
Áhorfendur: 50.928
Dómari: Maurice Guigue, Frakklandi
Vavá 3, 77


Umspilsleikur
17. júní 1958
Sovétríkin 1-0 England Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 23.182
Dómari: Albert Dusch, Vestur-Þýskalandi
Ilyin 69

Fjórðungsúrslit

Táningurinn Péle hafði aðeins komið við sögu í lokaleik Brasilíu í riðlakeppninni og hann skoraði markið skildi á milli Brasilíumanna og Norður-Íra. Frakkar og Svíar fóru með sigur af hólmi í sínum leikjum og aðra keppnina í röð slógu Vestur-Þjóðverjar út lið Júgóslava í fjórðungsúrslitum.

19. júní 1958
Brasilía 1-0 Wales Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 25.923
Dómari: Fritz Seipelt, Austurríki
Pelé 66
19. júní 1958
Frakkland 4-0 Norður-Írland Idrottsparken,Norrköping
Áhorfendur: 11.800
Dómari: Juan Gardeazábal Garay, Spáni
Wisniewski 44, Fontaine 55, 63, Piantoni 68
19. júní 1958
Svíþjóð 2-0 Sovétríkin Råsunda leikvangurinn, Solna
Áhorfendur: 31.900
Dómari: Reginald Leafe, Englandi
Hamrin 49, Simonsson 8
19. júní 1958
Vestur-Þýskaland 1-0 Júgóslavía Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 20.055
Dómari: Raymond Wyssling, Sviss
Rahn 12

Undanúrslit

Heimsmeistarar Vestur-Þjóðverja luku keppni níu á móti Svíum, þar sem einn leikmaður var rekinn útaf og annar meiddist, en varamenn voru enn ekki leyfðir í leikjum HM. Brasilíumenn sýndu allar sínar bestu hliðar í sigri á Frökkum.

24. júní 1958
Brasilía 5-2 Frakkland Råsunda leikvangurinn, Solna
Áhorfendur: 27.100
Dómari: Benjamin Griffiths, Wales
Vavá 2, Didi 39, Pelé 52, 64, 75 Fontaine 9, Piantoni 83
24. júní 1958
Svíþjóð 3-1 Vestur-Þýskaland Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 49.471
Dómari: István Zsolt, Ungverjalandi
Skoglund 32, Gren 81, Hamrin 88 Schäfer 24

Bronsleikur

Just Fontaine var í aðalhlutverki í leiknum um þriðja sætið. Hann skoraði fernu og lauk heimsmeistaramótinu með 13 mörk skoruð, met sem stendur enn í dag.

28. júní 1958
Frakkland 6-3 Vestur-Þýskaland Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 32.483
Dómari: Juan Regis Brozzi, Argentínu
Fontaine 16, 36, 78, 89, Kopa 27 (vítasp.), Douis 50 Cieslarczyk 18, Rahn 52, Schäfer 84

Úrslitaleikur

Hart barist í úrslitaleiknum.

Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í úrslitaleik HM eða sjö talsins. Mikill aldursmunur var sömuleiðis á milli yngsta og elsta markaskorarans í leiknum. Péle var 17 ára gamall en Svíinn Liedholm á 36. aldursári. Í fyrsta sinn mættust lið frá tveimur heimsálfum í úrslitaleik og er þetta jafnframt eina skiptið í sögunni sem lið utan Evrópu hefur unnið titilinn í þeirri heimsálfu.

Heimamenn skoruðu snemma í leiknum en héldu forystunni ekki nema í fimm mínútur. Yfirburðir brasilíska liðsins voru talsverðir og úrslitin í raun ráðin um miðjan seinni hálfleikinn þegar Mario Zagallo breytti stöðunni í 4:1. Mörk frá báðum liðum í blálokin gerðu það að verðum að úrslitaleikurinn varð sá markahæsti fyrr og síðar.

Þar sem keppnistreyjur beggja liða voru gular þurfti að útkljá hvorir þyrftu að leika í varabúningi. Til stóð að varpa hlutkesti en Brasilíumenn neituðu að mæta á staðinn og fengu Svíar því að velja. Fyrir vikið stefndi í að Brasilíumenn þyrftu að keppa í hvítum varabúningum sínum. Þær fregnir ollu uppnámi í brasilíska liðinu enda vakti hvíti búningurinn upp slæmar minningar um tapið gegn [Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]] í úrslitaleik HM 1950. Því var gripið til þess ráðs í skyndingu að láta sauma bláar keppnistreyjur sem liðið skartaði í úrslitaleiknum.

29. júní 1958
Brasilía 5-2 Svíþjóð Råsunda leikvangurinn, Solna
Áhorfendur: 49.737
Dómari: Maurice Guigue, Frakklandi
Vavá 9, 32, Pelé 55, 90, Zagallo 68 Liedholm 4, Simonsson 80

Markahæstu leikmenn

Just Fontaine setti met í sögu HM þegar hann varð markakóngur með 13 mörk skoruð. Alls deildu 60 leikmönn á milli sín 126 mörkum í keppninni.

13 mörk

6 mörk

5 mörk

4 mörk

3 mörk

Heimildir