Germönsk mál er stærsti undirflokkur indóevrópskra mála. Meðal annarra tilheyra enska, þýska, hollenska og norrænu málin þessum flokki.
Engar skriflegar heimildir um frumgermönsku eru til og þess vegna er málið óþekkt í dag. En með samanburði á ýmsum germönskum málum hefur málvísindamönnum tekist að endurskapa frumgermönsku að miklu leyti. Úr þessu frummáli tóku þau mál sem urðu að germönskum málum nútímans að þróast um sama leyti og germanskar þjóðir fóru að dreifast um Evrópu í kringum upphaf kristilegs tímatals.
Germönskum málum er oft skipt í norðurgermönsk eða norræn mál, austurgermönsk og vesturgermönsk. Öll austurgermönsk mál eru nú útdauð. Heimildir um þau er aðallega að finna í gotneskum biblíum; þekktust er svokölluð Silfurbiblía sem var skrifuð um árið 500 auk fjölda rúnasteina.
Elstu textar á germönsku máli (takmarkaðir þó) eru rúnaristur frá 3. öld e.Kr. sem sýna einungis mállýskumun. Elsta verulega heimildin er gotneska biblían.
Germönsku tungumálin eru venjulega rakin til hirðingja sem höfðust við milli Svartahafs og Kaspíahafs, en réðust inn til Evrópu og tóku yfir landsvæði sem var seinna kallað „Þýskaland“ af keltneskumælandi fólki.
Eiginleikar
Germönsk tungumál hafa nokkra eiginleika sem greina þau frá öðrum indóevrópskum tungumálum. Helstu einkenni þeirra eru:
- Mikill fjöldi sérhljóða. Enska er gott dæmi um germanskt tungumál sem hefur mörg sérhljóð, það er að segja 11–12 í flestum mállýskum. Sænska hefur 17 hrein sérhljóð, þýska 14 og danska að minnsta kosti 11. Bæverska hefur 13 löng sérhljóð, sem er einn mesti fjöldi langra sérhljóða sem finnst í tungumálum heimsins.
- Germanskt hljóðvarp, fyrirbæri þar sem eiginleikar sérhljóða breytast þegar /i/, /iː/ eða /j/ fylgir í næsta atkvæði. Oftast breytast uppmælt sérhljóð í frammælt, og frammælt sérhljóð verða nálægari. Í sumum málum eru breyttu sérhljóðin merkt með hljóðvarpsmerki (t.d. ä ö ü á þýsku, borið fram /ɛ ø y/ hvert um sig). Þetta fyrirbæri leiddi til útbreiddrar víxlunar í fjölda skyldra orða, sem eru enn mjög áberandi í til dæmis þýsku og íslensku, en ekki í öðrum germönskum málum, eins og ensku.
- Hljóðbreytingar samkvæmt reglu Grimms og reglu Verners, sem hafði áhrif á germönsk samhljóð (t.d. urðu hljóðin */t d dh/ í germönsku */θ t d/ í flestum tilfellum; samanber þrír og í latínu tres, tveir og í latínu duo, do og í sanskrít dha-). Uppgötvun þessara tveggja hljóðbreytinga hafði mikil áhrif á skilning málfræðinga á reglubundnu eðli hljóðbreytinga í tungumálum og leiddi til þróunar samanburðarmálfræði, sem er grundvöllur nútímamálvísinda.
- Áhersla á fyrsta atkvæði, sem olli samdrætti allra annarra atkvæða. Þetta er ástæðan fyrir því að flest grundvallarorð í ensku hafa aðeins eitt atkvæði. Þetta hefur líka orðið til þess að oft eru fleiri samhljóð í ensku og þýsku en í öðrum málum. Sem dæmi úr frumgermönsku má nefna *strangiþō → e. strength „styrkur“, *aimaitjō → e. ant „maur“, *haubudan → e. head „höfuð“, *hauzijanan → e. hear „heyra“, *harubistaz → þ. Herbst „haust“, *hagatusjō → þ. Hexe „norn“.
- Sagnorð í öðru sæti (V2), sem er mjög sjaldgæft í öðrum tungumálum. Reglan er sú að nákvæmlega einn nafnliður eða atviksliður verður að koma á undan sagnorðinu, það er ef atviksorð eða forsetningarliður kemur á undan sagnorðinu þá fer frumlagið á eftir. Þetta fyrirbæri er að finna í öllum germönskum tungumálum nema ensku.
Aðrir athyglisverðir eiginleikar eru:
- Einföldun flókins beygingarkerfis indóevrópskra sagnorða, þar sem sagnorð beygðust í tíð og horfi, í tvær tíðir: nútíð og þátíð.
- Stór hópur sagnorða þar sem þátíð er táknuð með tannhljóði (/ð/, /d/ og /t/) í staðinn fyrir hljóðskipti. Þessi sagnorð kallast veikar sagnir, en hin nefnast sterkar sagnir.
- Notkun sterkrar og veikrar beygingar lýsingarorða, þar sem mismunandi endingar eru notaðar eftir ákveðni nafnliðarins.
- Orð sem eiga ekki rætur að rekja til orða í öðrum indóevrópskum tungumálum, en er að finna í flestum germönskum tungumálum.
Nokkrir fyrrnefndu eiginleikanna voru ekki til í frumgermönsku, en þróuðust seinna og breiddust út. Sem dæmi má nefna germanskt hljóðvarp og sagnorð í öðru sæti.
Germönsk tungumál eru misflókin hvað varðar beygingarendingar. Í íslensku og að hluta til í þýsku hafa margir beygingareiginleikar úr frumindóevrópsku varðveist. Önnur tungumál, eins og enska, sænska og afríkanska, eru orðin greinandi tungumál og því eru beygingarendingarnar færri.
Saga
Heitin Germanía og Germanar eru talið hafa borist inn í latínu með skrifum Júlíusar Caesars. Talið er að hann hafi tekið þau úr gallísku þar sem þau merktu nágrannar. Það er líka hugsanlegt að orðið sé einfaldlega afbökun úr „hermann“, enda ljóst að stofnhljóðið hefur önghljóðast og helst hafi það verið hermenn fremur en verslunarmenn sem verið hafi á faraldsfæti í fornöld.
Með líkum hætti og Latverjar lögðu ekki undir sig alla Ítalíu í einum bita, heldur lögðu í fyrstu undir sig nokkurs konar stofnsvæði þaðan sem þeir dreifðust síðan, er stofnsvæði germönsku málanna í Evrópu áætlað vera Danmörk, Suður-Noregur & Svíþjóð og Norður-Þýskaland. Þaðan hafi málin dreifst í norður, suður, vestur og að minna leyti í austur. Vissar heimildir skilgreina stofnsvæðið enn þrengra, aðeins Danmörk (+ Slésvík & Holtsetaland); samkvæmt þeim var germanst tal einungis í Danmörku á öðru árþúsundi fyrir krist, en á fyrsta árþúsundi hafi þau breiðst út til suður Noregs & Svíþjóðar og Þýskalands & Hollands.
Fallbeygingar hafa einfaldast úr 8 föllum í 4. Þó má enn greina tækisfall (instrumentalis) í sumum elstu vestur-germönsku textunum. Ávarpsfall og nefnifall hafa fallið saman og staðarfall, tækisfall og sviptifall hafa fallið inn í þágufall. Sértæki orðarforðinn (orð sem ekki er að finna í öðrum indóevrópskum málum) er stór eða um þriðjungur, sem gæti bent til samlögunar við (eða tökuáhrifa frá) frumbyggjamál eða lengri aðskilnað frá öðrum indóevrópskum málum. Í þessum hópi eru orð eins og sjór, skip, bátur, sverð, skjöldur og hjálmur.[1]
Talið er að öll germönsk tungumál eigi rætur að rekja til frumgermönsku. Frummál þetta varð til undir áhrifum reglu Grimms og reglu Verners, líklegast á járnöld í Norður-Evrópu, eða um árið 500 f.Kr. Frumnorræna varð til á 2. öld e.Kr. og var hún þá mjög svipuð frumgermönsku.
Yfirlit yfir germönsk mál
Samanburður nokkurra orða
Enska
|
Afríkanska
|
Danska
|
Hollenska
|
Færeyska
|
Þýska
|
Gotneska
|
Íslenska
|
Skoska
|
Sænska
|
Jiddíska
|
Ástralska
|
Apple
|
Appel
|
Æble
|
Appel
|
Súrepli
|
Apfel
|
Aplus
|
Epli
|
Aiple
|
Äpple
|
עפּל (Epl)
|
Appyl
|
Board
|
Bord
|
Bræt
|
Bord
|
Borð
|
Brett
|
Baúrd
|
Borð
|
Buird
|
Bord
|
ברעט (Bret)
|
Borð
|
Book
|
Boek
|
Bog
|
Boek
|
Bók
|
Buch
|
Bóka
|
Bók
|
Beuk
|
Bok
|
בוך (Buḫ)
|
Bóka
|
Breast
|
Bors
|
Bryst
|
Borst
|
Bróst
|
Brust
|
Brusts
|
Brjóst
|
Breest
|
Bröst
|
ברוסט (Brust)
|
Brésta
|
Brown
|
Bruin
|
Brun
|
Bruin
|
Brúnt
|
Braun
|
Bruns
|
Brúnn
|
Broun
|
Brun
|
ברוין (broyn)
|
Brún
|
Day
|
Dag
|
Dag
|
Dag
|
Dagur
|
Tag
|
Dags
|
Dagur
|
Day
|
Dag
|
טאָג (Tog)
|
Dah
|
Die
|
Sterf
|
Dø
|
Sterven
|
Doyggja
|
Sterben
|
Diwan
|
Deyja
|
Dee
|
Dö
|
שטערבן (shterbn)
|
Déjy
|
Enough
|
Genoeg
|
Nok
|
Genoeg
|
Nóg
|
Genug
|
Ga-nóhs
|
Nóg
|
Eneuch
|
Nog
|
גענוג (Genug)
|
Ynóh
|
Give
|
Gee
|
Give
|
Geven
|
Geva
|
Geben
|
Giban
|
Gefa
|
Gie
|
Giva/Ge
|
געבן (Gebn)
|
Givy
|
Glass
|
Glas
|
Glas
|
Glas
|
Glas
|
Glas
|
|
Glas
|
Gless
|
Glas
|
גלאָז (Gloz)
|
Glase
|
Gold
|
Goud
|
Guld
|
Goud
|
Gull
|
Gold
|
Gulþ
|
Gull
|
Gowd
|
Guld
|
גאָלד (Gold)
|
Guld
|
Hand
|
Hand
|
Hånd
|
Hand
|
Hond
|
Hand
|
Handus
|
Hönd
|
Haund
|
Hand
|
האַנט (Hant)
|
Hand
|
Head
|
Kop
|
Hoved
|
Hoofd/Kop
|
Høvd/Høvur
|
Haupt/Kopf
|
Háubiþ
|
Höfuð
|
Heid
|
Huvud
|
קאָפּ (Kop)
|
Huvðe
|
High
|
Hoog
|
Høj
|
Hoog
|
Høg/ur
|
Hoch
|
Háuh
|
Hátt
|
Heich
|
Hög
|
הױך (Hoyḫ)
|
Háh
|
Home
|
Heim
|
Hjem
|
Thuis
|
Heim
|
Heim
|
Háimóþ
|
Heim
|
Hame
|
Hem
|
הײם (Heym)
|
Hém
|
Hook
|
Haak
|
Krog
|
Haak
|
Haken
|
Haken
|
|
Krókur
|
Heuk
|
Hake/Krok
|
האָקן (hokn)
|
Hóki
|
House
|
Huis
|
Hus
|
Huis
|
Hús
|
Haus
|
Hús
|
Hús
|
Hoose
|
Hus
|
הױז (Hoyz)
|
Húsa
|
Many
|
Veel
|
Mange
|
Veel
|
Nógv
|
Mehrere
|
Manags
|
Margir
|
Mony
|
Många
|
|
Manih
|
Moon
|
Maan
|
Måne
|
Maan
|
Máni
|
Mond
|
Ména
|
Máni
|
Muin
|
Måne
|
|
Mána
|
Night
|
Nag
|
Nat
|
Nacht
|
Nátt
|
Nacht
|
Nahts
|
Nótt
|
Nicht
|
Natt
|
נאַכט (Naḫt)
|
Náht
|
No
|
Nee
|
Nej
|
Nee
|
Nei
|
Nein (Nö)
|
Né
|
Nei
|
Nae
|
Nej
|
נײן (Neyn)
|
Nó
|
Old
|
Oud
|
Gammel
|
Oud
|
Gamal/Gomul
|
Alt
|
Sineigs
|
Gamall/Gömul
|
Auld
|
Gammal
|
אַלט (Alt)
|
Ald
|
One
|
Een
|
En
|
Een
|
Ein
|
Eins
|
Áins
|
Einn
|
Ane
|
En/ett
|
אײן (Eyn)
|
Án
|
Ounce
|
Ons
|
Unse
|
Ons
|
|
Unze
|
|
Únsa
|
Unce
|
Uns
|
|
Uns
|
Snow
|
Sneeu
|
Sne
|
Sneeuw
|
Kavi
|
Schnee
|
Snáiws
|
Snjór
|
Snaw
|
Snö
|
שנײ (Šney)
|
Snów
|
Stone
|
Steen
|
Sten
|
Steen
|
Steinur
|
Stein
|
Stáins
|
Steinn
|
Stane
|
Sten
|
שטײן (Šteyn)
|
Stén
|
That
|
Dat
|
Det
|
Dat
|
Hatta
|
Das
|
Þata
|
Það
|
That
|
Det
|
דאָס (Dos)
|
Þat
|
Two
|
Twee
|
To
|
Twee
|
Tveir
|
Zwei
|
Twái
|
Tveir
|
Twa
|
Två
|
צװײ (Ẓvey)
|
Twó
|
Who
|
Wie
|
Hvem
|
Wie
|
Hvør
|
Wer
|
Has
|
Hver
|
Wha
|
Vem
|
װער (Ver)
|
Hwú
|
Worm; Maggot
|
Wurm
|
Orm
|
Worm
|
Ormur
|
Wurm; Made
|
Maþa
|
Ormur, Maðkur
|
Wirm
|
Orm, Mask
|
װאָרעם (Vorem)
|
Wormi
|
Frekari fróðleikur
- Richard Bethge, Konjugation des Urgermanischen, in Ferdinand Dieter, Laut- und Formenlehre der altgermanischen Dialekte, Leipzig 1900, p. 361.
- Fausto Cercignani, Indo-European ē in Germanic, in Zeitschrift für vergleichende Sprachforschung, 86/1, 1972, pp. 104–110.
- Fausto Cercignani, Indo-European eu in Germanic, in Indogermanische Forschungen, 78, 1973, pp, 106-112.
- Fausto Cercignani, Proto-Germanic */i/ and */e/ Revisited, in Journal of English and Germanic Philology, 78/1, 1979, pp. 72-82.
- Fausto Cercignani, Early Umlaut Phenomena in the Germanic Languages, in Language, 56/1, 1980, pp. 126-136.
- Wayne Harbert, The Germanic Languages, Cambridge 2007, ISBN 978-0-521-01511-0.
- Claus Jürgen Hutterer, Die germanischen Sprachen. Ihre Geschichte in Grundzügen, Wiesbaden 2008, ISBN 978-3-928127-57-8.
- Ekkehard König und Johan van der Auwera (Hrsg.), The Germanic Languages, London / New York 1994, ISBN 0-415-05768-X.
- Orrin W. Robinson, Old English and Its Closest Relatives. A Survey of the Earliest Germanic Languages, Stanford (Calif) 1992, ISBN 0-8047-1454-1.
- Stefan Schumacher, 'Langvokalische Perfekta' in indogermanischen Einzelsprachen und ihr grundsprachlicher Hintergrund, in Gerhard Meiser und Olav Hackstein, Sprachkontakt und Sprachwandel, Wiesbaden 2005, pp. 603f.
Tilvísanir