Engilfrísnesk tungumál

Engilfrísnesk tungumál
Ætt Indóevrópskt

 Germanskt
  Vesturgermanskt
   Norðursjávartungumál
    Engilfrísnesk tungumál

Undirflokkar Enskt
Frísneskt
Áætluð drefing engilfrísneskra mála í Evrópu í dag.

Enskt

  Enska
  Skoska

Frísneskt

Á skyggðum svæðum er fjöltyngi víðtækt.

Engilfrísnesk tungumál er hópur vesturgermanskra tungumála sem felur í sér fornensku, fornfrísnesku og tungumálin sem eiga rætur að rekja til þeirra. Engilfrísneska tungumálaættin lítur svona út:

Engilfrísnesk tungumál hafa nokkur sérkenni sem aðskilja þau frá hinum vesturgermönsku málunum varðandi t.d. meðhöndlun nefhljóða á undan önghljóðum og framgómun frumgermanska samhljóðsins *k á undan frammæltum sérhljóðum:

  • enska cheese „ostur“, vesturfrísneska tsiis sbr. hollensku kaas, lágþýsku Kees, þýsku Käse; eða
  • enska church „kirkja“, vesturfrísneska tsjerke sbr. hollensku kerk, lágþýsku Kerk, Kark, þýsku Kirche.

Þó að báðar greinar engilfrísnesku ættarinnar eiga sameiginlegan uppruna hafa þær skilist mikið, að mestu leyti vegna áhrifa fornnorrænu og frönsku á ensku og samsvarandi áhrifa hollensku og lágþýsku á frísnesku. Afleiðingin er sú að frísneska, hollenska og lágþýskar mállýskur eiga meira sameiginlegt en frísneska og enska, og þannig eru frísneskar mállýskur hluti af vesturgermanskri mállýskusamfellu.

Samanburður

Eftirfarandi er listi yfir töluorð á engilfrísneskum málum:

Tungumál 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Enska one two three four five six seven eight nine ten
Skoska ane
ae*
twa three fower five sax seiven aicht nine ten
Yola oan twye dhree vour veeve zeese zeven ayght neen dhen
Vesturfrísneska ien twa trije fjouwer fiif seis sân acht njoggen tsien
Saterfrísneska aan twäi
twäin
twoo
träi fjauwer fieuw säks soogen oachte njugen tjoon
Norðurfrísneska iinj
ån
tou
tuu
trii
tra
fjouer fiiw seeks soowen oocht nüügen tiin
  • Ae [/eː/], [/jeː/] er lýsingarorð notað á undan nafnorðum.[1]

Samanburður á frísnesku við ensku, hollensku og þýsku

Frísneska Enska Hollenska Þýska Íslenska
dei day dag Tag dagur
rein rain regen Regen regn/rigning
wei way weg Weg vegur
neil nail nagel Nagel nagli
tsiis cheese kaas Käse ostur
tsjerke church
kirk (Scotland)
kerk Kirche kirkja
tegearre together samen
tezamen
tegader (úrelt)
zusammen saman
sibbe sibling sibbe (úrelt) Sippe systkin
kaai key sleutel Schlüssel lykill
ha west have been ben geweest bin gewesen hef verið
twa skiep two sheep twee schapen zwei Schafe tvær kindur
hawwe have hebben haben hafa
ús us ons uns okkur (oss)
hynder horse paard / ros Pferd / Ross hestur / hross
brea bread brood Brot brauð
hier hair haar Haar hár
ear ear oor Ohr eyra
doar door deur Tür dyr
grien green groen Grün grænn
swiet sweet zoet süß sætur
troch through door durch í gegnum
wiet wet nat nass blautur
each eye oog Auge auga
dream dream droom Traum draumur

Tengt efni

Heimildir

  1. Grant, William; Dixon, James Main (1921) Manual of Modern Scots. Cambridge, University Press. bl. 105