Sagnorð

Sagnorð eða sagnir (skammstafað sem so.) eru orð sem lýsa atburðum. Þegar sögn er tiltekin ein og sér er nafnháttarmerkið oft haft á undan henni og endar hún þá ofast á -a (að lesa, að skrifa, að syngja). Þetta kallast nafnháttur sagnarinnar. Þá hafa sagnir í íslensku sterka, veika og blandaða beygingu. Sagnir hafa þrjú einkenni:

  • Merkingarleg einkenni: Sagnir tákna það sem gerist eða það sem gerðist; og því er oft sagt að þær lýsi atburðum. Þær geta líka táknað ástand frekar en atburð og lýsa því sem er eða var.
    Bollinn datt á gólfið.
    Drengurinn svaf lengi.
  • Setningarleg einkenni: Sumar sagnir taka með sér fallorð og stjórna falli á því. Þær kallast áhrifssagnir.
    Ég drep fuglinn.
    Hann borðaði gulrót.
  • Beygingarleg einkenni: Sagnir beygjast í tíð[1] (ég les, ég las), persónu[1] (hann les, þú lest), tölu (ég les, við lesum), hætti[1] og þremur myndum (germynd, miðmynd og þolmynd).

Nafnháttur

Sagnir í nafnhætti enda oftast á -a:

  • að lesa
  • að skrifa
  • að skoða
  • að elska
  • að hoppa
  • að vona

en í nokkrum sögnum hefur -a fallið á brott eftir :

  • að spá
  • að sjá
  • að fá

Einnig eru til miðmyndarsagnir sem enda á -st:

  • að elskast
  • að stelast
  • að lengjast

Aðeins tvær sagnir enda á -u og eru þær báðar núþálegar (nafnháttarmerkið ‚að‘ er ekki notað með þeim):

  • munu
  • skulu

aðeins ein endar á -e:

  • að ske

og aðeins ein endar á -o:

  • að þvo


Persónur og tölur sagna

Íslensk sögn í persónuhætti stendur ýmist í fyrstu, annarri eða þriðju persónu, eintölu eða fleirtölu. Ég, við, vér (1. persónufornafn í nefnifalli) hefur með sér sögn í fyrstu persónu. Þú, þið, þér (2. persónufornafn í nefnifalli) hefur með sér sögn í annarri persónu. Hann, hún, það, þeir, þær, þau (3. persónufornafn í nefnifalli) og önnur fallorð, t.d. nafnorð, hafa með sér sögn í þriðju persónu. Dæmi:

  • 1. pers. et.: Ég skrifa
  • 1. pers. ft.: Við skrifum
  • 2. pers. et.: Þú skrifar
  • 2. pers. ft.: Þið skrifið
  • 3. pers. et.: Hann/hún/það skrifar
  • 3. pers. ft.: Þeir/þær/þau skrifa

Í 3. pers. et. enda allar sagnir á -r. Þessi ending er upprunalegust í þýsku og hollensku af nútíðarmálunum enda er sama ending í latínu og öðrum fjölskyldum. Í ensku hefur -t orðið að -s enda enda ekki óalgeng þróun, og síðan -s að -r í dönsku & íslensku. Að stökkva frá -t til -r má teljast ólíklegt. Endingar 1. & 2. persónu fleirtölu eru vísast einskonar gamlar viðskeitingar sbr, farðu, sjáðu, sbr. öll aukaföllin af 1. persónu persónufornafninu og að fleirtöluform 1.p. persónufornafnins hefst á -m í öllum málum austur af Þýskalandi, hvort heldur sem er finska eða ungverska eða slavnesku málum, í ítölsku breyttist -m í -n sbr. noi en í þýsku málunum í -v. Sumar sagnir eru aðeins notaðar í þriðju persónu eintölu. Þær beygjast ekki eftir persónum en skýra aðeins frá því að eitthvað eigi sér stað, án þess að getið sé hver valdi því. Kallast slíkar sagnir ópersónulegar. Þessar sagnir eru margvíslegar en oft tákna þær veðurfar, komu dagstíma og árstíma, ástand eða líðan o.fl. Dæmi; snjóar, rignir, hitnar, kólnar, dagar, kvöldar, vorar, haustar, hungrar, þyrstir, batnar, versnar.

Fallorð fyrstu, annarrar eða þriðju persónu í aukafalli stendur oft með ópersónulegri sögn en ákveður þó ekki persónuna. Sögnin batnar er t.d. óbreytt hvort sem fyrir framan hana stendur mér, þér, okkur, ykkur o.s.frv. Þetta er vegna þess að fallorð í aukafalli ákveður aldrei persónu sagnar.

Ýmsar sagnir eru ýmist persónulegar eða ópersónulegar og veltur það á merkingunni hvort heldur er. Dæmi; sögnin að minna er persónuleg þegar hún merkir að minna einhvern á eitthvað en ópersónuleg er hún þegar hún merkir að minnast einhvers, ráma í eitthvað:

Persónuleg Ópersónuleg
Ég minni á loforðið 1. pers. et Mig minnir þetta 3. pers. et.
Við minnum á loforðið 1. pers. ft. Þig minnir þetta 3. pers. et.
Þú minnir hana á loforðið 2. pers. et. Hann minnir þetta 3. pers. et.
Þið minnið hana á loforðið 2. pers. ft Okkur minnir þetta 3. pers. et.
Hann minnir hana á loforðið 3. pers. et. Ykkur minnir þetta 3. pers. et.
Þeir/þær/þau minnið hana á loforðið 3. pers. ft. Þá/þær/þau minnir þetta 3. pers. et.

Ópersónulega sögnin breytist ekki; er ávallt eins og 3. persóna eintölu persónulegu sagnarinnar. Meðal annarra sagna sem eru ýmis persónulegar eða ópersónulegar má nefna; bera, fjölga, fækka, leggja, reka.

Nokkrar ópersónulegar sagnir hafa fallorð í þolfalli: mig dreymir, fýsir, grunar, hungrar, langar, lystir, skortir, vantar, verkjar, þyrstir. Einhverjir hafa tilhneigingu til notkunar þágufalls með þessum sögnum, t.d. „?mér langar“, og er sú tilhneiging kölluð þágufallssýki. Þykir hún ekki til eftirbreytni. Ekki er ólíklegt að þessi „sýki“ stafi af því að nokkrar sagnir hafa fallorð í þágufalli; mér batnar, þykir, líkar, líður, gagnar, dugir, sem getur valdið ruglingi.

Sagnirnar hlakka (til) og kvíða eru persónulegar og ráðast því af nefnifalli; ég hlakka til, við kvíðum fyrir. Forðast ætti notkun aukafalla með þessum sögnum.

Ending íslenskra sagnorða

Í nafnhætti er oftast notað -a með nokkrum undantekningum (þvo, frá þváa, ske - tökuorð, fá, flá, gá, lá, ná, sjá, má, afmá, sá, slá, spá, tjá, há, hrjá, þrá,) og miðmyndarsagnir í nútíma íslensku enda á -st.

Áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir

Sagnir greinast í áhrifssagnir (áhrs.) og áhrifslausar sagnir (áhrl. s.).

Áhrifssögn

Sögn sem stýrir falli er fallvaldur og kallast sú sögn áhrifssögn. Áhrifssagnir valda því að fallorð sem þær stýra standa í aukafalli. Fallorðið sem stendur með áhrifssögninni kallast andlag.

Áhrifssagnir skipt eftir hvaða falli þær stýra

Sumar sagnir stýra aðeins einu falli (ekki tæmandi):

  • Sagnir sem stjórna þolfalli:
    eignast, fela, kaupa, nota
  • Sagnir sem stjórna þágufalli:
    gleyma, henda, nenna, stela
  • Sagnir sem stjórna eignarfalli
    bíða, sakna, spyrja, vænta

Sumar sagnir stýra tveimur fallorðum eins og í setningunni „maðurinn gefur kettinum (þgf.) fisk (þf.)“ kallast tvígildar áhrifssagnir (eða tveggja andlaga sögn). Þessi upptalning er ekki tæmandi:

Áhrifslaus sögn

Sögn sem ekki stýrir falli kallast áhrifslaus sögn eins og vera, verða, heita og þykja. Orðin sem með þeim standa kallast sagnfyllingar. Þessi fallorð geta verið nafnorð eða lýsingarorð.

Orsakarsagnir

Orsakarsögn er ný sögn sem má mynda af annarri kennimynd margra sterkra sagna. Orsakarsögn hefur ekki sömu merkingu og sögnin sem hún er mynduð af, en þær eru oft merkingarlega skyldar. Orsakarsögn hefur alltaf veika beygingu og oft á sér stað i-hljóðvarp við myndun hennar.

Fyrsta kennimynd Önnur kennimynd Þriðja kennimynd Fjórða kennimynd
nafnháttur fyrsta persóna eintala þátíð framsöguháttur fyrsta persóna fleirtala þátíð framsöguháttur lýsingarháttur þátíðar
brjóta Ég braut Við brutum Ég hef brotið
fara Ég fór Við fórum Ég hef farið

Af annari kennimynd sagnarinnar „að brjóta“ sem er „ég braut“ má draga orðið „að breyta“. Það að „au“ breytist í „ey“ kallast i-hljóðvarp. Af annari kennimynd sagnarinnar „að fara“ sem er „ég fór“ má draga orðið „að færa“. Það að „ó“ breytist í „æ“ kallast líka i-hljóðvarp.

Fyrsta kennimynd Önnur kennimynd Þriðja kennimynd
nafnháttur fyrsta persóna eintala þátíð framsöguháttur lýsingarháttur þátíðar
breyta Ég breytti Ég hef breytt
færa Ég færði Ég hef fært

Orsakarsagnir má mynda af eftirfarandi sögnum; rísa, líta, sitja, þrífa, sleppa, drekka, sjóða, fljóta, rjúka, spretta, hníga.

Sjálfstæðar og ósjálfstæðar sagnir

Sögn er sjálfstæð þegar hún segir fulla hugsun ásamt því orði sem ákveður persónu hennar, t.d. maðurinn hlær. Annars er sögnin ósjálfstæð, t.d. maðurinn heitir...

Áhrifslausar, ósjálfstæðar sagnir eru fáar:

  • Í germynd; vera, verða, heita, þykja.
  • Í miðmynd; nefnast, kallast, reynast, sýnast, virðast.
  • Í þolmynd; vera nefndur, vera kallaður, vera talinn, vera sagður, vera álitinn o.fl.

Tíðir sagna

Tíðir sagna eru tvær. Nútíð og þátíð.  Þar að auki er hægt að nota hjálparsagnirnar  hafa og munu og mynda sex samsettar tíðir sagna. Nútíð á við um eitthvað sem er ekki liðið. Þátíð á við um eitthvað sem er liðið.

Dæmi:

  • Nútíð: Ég tala.
  • Þátíð: Ég talaði.
  • Núliðin tíð: Ég hef talað.
  • Þáliðin tíð: Ég hafði talað.
  • Framtíð: Ég mun tala.
  • Þáframtíð: Ég mun hafa talað.
  • Skildagatíð: Ég myndi tala.
  • Þáskildagatíð: Ég myndi hafa talað.

Sjá einnig

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 Hugtakaskýringar - Málfræði

Heimildir

  • Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.

Tengt efni

Read other articles:

JabrikAlbum studio karya EdaneDirilis1 Juni 1994Genre Hard rock heavy metal glam metal Durasi50:27LabelAquarius MusikindoProduser Jimmy Doto Edane Kronologi Edane The Beast(1992) Jabrik(1994) Borneo(1996) Jabrik adalah album studio kedua Edane yang rilis 1 Juni 1994 melalui label Aquarius Musikindo. Album ini digawangi oleh formasi baru Edane setelah era sukses album sebelumnya The Beast yang beranggotakan Eet Sjahranie (gitar), Fajar Satritama (drum), Iwan Xaverius (bas) dan Heri Batara ...

 

 

BMW X3 (F25)InformasiProdusenBMWMasa produksi2010–sekarangModel untuk tahun2011–sekarangPerakitanGreer, Carolina Selatan, Amerika Serikat (BMW America)Chennai, India (BMW India)[1]PerancangAnders Warming (2007)Bodi & rangkaKelasSUV kompakBentuk kerangka4-door SUVTata letakMesin depan, penggerak roda belakang / 4WDPenyalur dayaMesin3.0L I6 (240 HP) 3.0L Twin Turbo I6 (300 HP) 2.0L Diesel I4 (184 HP)Transmisi6-speed manual8-speed ZF 8HP automaticDimensiJarak sumbu roda...

 

 

Town in Virginia, United StatesChincoteague, VirginiaTownWest side of Chincoteague at sunrise. SealLocation of Chincoteauge in Accomack County, Virginia and of Accomack County in VirginiaChincoteagueLocation in Virginia and the United StatesShow map of VirginiaChincoteagueChincoteague (the United States)Show map of the United StatesCoordinates: 37°56′5″N 75°22′4″W / 37.93472°N 75.36778°W / 37.93472; -75.36778CountryUnited StatesStateVirginiaCountyAccomackI...

Park in Glasgow, Scotland, UK This article's lead section may be too short to adequately summarize the key points. Please consider expanding the lead to provide an accessible overview of all important aspects of the article. (November 2021) Glasgow GreenThe Nelson Monument on Glasgow Green, with the People's Palace in the backgroundTypePublic parkLocationGlasgow, ScotlandOS gridNS6017363990Coordinates55°50′56″N 4°14′07″W / 55.84889°N 4.23528°W / 55.84889; -...

 

 

  لمعانٍ أخرى، طالع باريس (توضيح). باريسالشعارالعلمشعار النبالةالتسميةسبب التسمية بَرِيش الاسم الرسمي Paris (بالفرنسية)[1] الشعار النصي Fluctuat nec mergitur (باللاتينية) الجوائز  وسام جوقة الشرف من رتبة فارس[2] (9 أكتوبر 1900) رفيق التحرير  صليب الحرب 1914-1918[3] موقع �...

 

 

Pusat Bersejarah Kota SalzburgSitus Warisan Dunia UNESCONama resmiPusat Bersejarah Kota SalzburgLokasiSalzburg, AustriaKriteriaKebudayaan: (ii), (iv), (vi)Nomor identifikasi784Pengukuhan1996 (Sesi ke-20)Luas236 ha (0,91 sq mi)Zona pembatas467 ha (1,80 sq mi)Koordinat47°48′2″N 13°2′36″E / 47.80056°N 13.04333°E / 47.80056; 13.04333Location of Pusat Bersejarah Kota Salzburg in Austria Pusat Bersejarah Kota Salzburg ...

St. George'sKotaKota St. George'sSt.George di GrenadaNegara GrenadaLingkunganSaint GeorgePopulasi (2012) • Total33.734[1]Zona waktuUTC-4 St. George's adalah ibu kota negara Grenada. Kota ini dikelilingi oleh bukit dari kawah gunung berapi tua. Penduduknya berjumlah 33.734 jiwa (2012). Kota ini merupakan kota terbesar di Grenada. St. George's merupakan tujuan wisata populer di Karibia. Kota ini telah berkembang secara signifikan dalam beberapa tahun terakhir, sela...

 

 

Type of cloud Altocumulus floccusAltocumulus floccus over Germany in October 2010AbbreviationAc floGenusAltocumulus (high, heaped)SpeciesfloccusAltitude2,000–6,000 m (6,500–20,000 ft)ClassificationFamily B (Medium-level)AppearanceOften present in diffuse patches; whitish or dark, and the bases are sometimes not all at the same level.PrecipitationVirga only. Altocumulus floccus is a cloud type named for its tuft-like, wooly appearance.[1] The base of the cloud can form as low as 2,...

 

 

Royal Navy armed boarding steamer For other ships with the same name, see HMS Dundee. History United Kingdom NameDundee NamesakeDundee OwnerDundee, Perth & London Shipping Co Ltd Operator1915: Royal Navy Port of registry1911: Dundee BuilderCaledon, Dundee Yard number221 Launched24 August 1911 CompletedNovember 1911 Identification UK official number 123338 code letters HTRJ pennant number: MI 12 FateSunk by torpedo, 3 September 1917 General characteristics Typecoastal liner Tonnage2,187...

Universidad Internacional de KirguistánМеждународный университет Кыргызстана Tipo PúblicaFundación 1993LocalizaciónDirección Biskek,  KirguistánCoordenadas 42°52′39″N 74°35′08″E / 42.877451, 74.585494Sitio web http://iuk.kg/[editar datos en Wikidata] La Universidad Internacional de Kirguistán[1]​[2]​ (en ruso: Международный университет Кыргызстана) es una universid...

 

 

This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Mikiki – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (March 2015) (Learn how and when to remove this message) Shopping mall in San Po Kong, KowloonMikikiMikiki's entrance along King Fuk StreetLocation638 Prince Edward Road East, San Po Kong, KowloonOpening date...

 

 

Kategoria Superiore 2014-2015 Competizione Kategoria Superiore Sport Calcio Edizione 76ª Organizzatore FSHF Date dal 23 agosto 2014al 16 maggio 2015 Luogo  Albania Partecipanti 10 Risultati Vincitore  Skënderbeu(6º titolo) Retrocessioni  Apolonia Fier Elbasani Cronologia della competizione 2013-2014 2015-2016 Manuale La Kategoria Superiore 2014-2015 è stata la 76ª edizione della massima serie del campionato albanese di calcio. La stagione è iniziata il 23 ag...

Peta yang menunjukkan sistem pemilu yang digunakan untuk memilih calon anggota dewan legislatif nasional tingkat rendah atau tunggal (unikameral), hingga Januari 2022[update]:Sistem mayoritas, daerah pemilihan pemenang tunggal   Pemenang undi terbanyak (pluralitas anggota tunggal)   Sistem dua putaran (mengalir)   Pemungutan suara putaran kedua instan (suara alternatif) Sistem mayoritas, daerah pemilihan multi-pemenang   Pemungutan suara bl...

 

 

Hook's Drug StoresFounded1900Defunct1994FateAcquired by RevcoSuccessorCVS, following acquisition of RevcoHeadquartersIndianapolis, Indiana, U.S.ProductsPharmacy, cosmetics, health and beauty aids, general merchandise, snacks Hook's Drug Stores was an Indianapolis, Indiana-based drug store chain which was founded in 1900 by John A. Hook. The chain flourished throughout central Indiana for most of the 20th-century. Hook's did business under its own banner, the SupeRX Drug Stores banner outside ...

 

 

Technology and service company The Baker Hughes facility in Minden, Nevada designs and manufactures Bently Nevada products. Bently Nevada is an asset protection and condition monitoring hardware, software and service company for industrial plant-wide operations.[1] Its products are used to monitor the mechanical condition of rotating equipment in a wide variety of industries including oil and gas production, hydroelectric, wind, hydrocarbon processing, electric power generation, pulp ...

Former upper house of the Iranian Parliament (1949–1979) Senate Persian: مجلس سنا, romanized: Majles-e SenāTypeTypeUpper house of IranHistoryFounded25 January 1950 (1950-01-25)[1]Disbanded11 February 1979 (1979-02-11)Seats60ElectionsFirst election1949Last election1975Meeting placeTehran, IranConstitutionPersian Constitution of 1906 The Senate (Persian: مجلس سنا, romanized: Majles-e Senā) was the upper house legislative chamber ...

 

 

English soldier and politician (d. 1668) For other uses, see William Waller (disambiguation). General SirWilliam WallerJPPortrait by Cornelius Johnson, c. 1643Member of Parliamentfor MiddlesexIn office1660–1660Member of Parliamentfor AndoverIn office1640 – 1648 (suspended) Personal detailsBorn1598Knole House, Kent, EnglandDied19 September 1668(1668-09-19) (aged 69–70)Osterley Park, London, EnglandResting placeWestminster ChapelSpouse(s)(1) Jane Reynell (1622–1633) ...

 

 

Decorative sugar craft This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Sugar sculpture – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (February 2015) (Learn how and when to remove this message) Roses and leaves made from pulled sugar Sugar sculpture (1880) Sugar sculpture is the art of producing artistic cent...

Weekly newspaper published in Alexander City, Alabama Alexander City OutlookTypeTwice-weekly newspaperFormatBroadsheetOwner(s)Boone NewspapersFounder(s)Capt. J.D. DicksonPublisherSteve BakerEditorKaitlin FlemingFounded1892 (1892)LanguageEnglishHeadquartersAlexander City, AlabamaCirculation2,050ISSN0738-5110OCLC number9612603 Websitealexcityoutlook.com The Alexander City Outlook is a twice weekly newspaper publication in eastern Alabama. The Outlook has been in constant publication since ...

 

 

MASH Ficha técnicaDirección Robert AltmanProducción Ingo PremingerGuion Ring Lardner Jr.Basada en MASH: A Novel About Three Army Doctors de Richard Hooker y W. C. HeinzMúsica Johnny MandelFotografía Harold StineMontaje Danford B. GreeneProtagonistas 21 personasDonald SutherlandElliott GouldTom SkerrittSally KellermanRobert DuvallRene AuberjonoisDavid ArkinFred WilliamsonMichael MurphyJohn SchuckBud CortCarl GottliebDavid ArkinGary BurghoffJo Ann PflugRoger BowenBobby TroupG. WoodJohn Fuj...