Miðmynd (skammstafað sem mm. eða miðm.) þekkist á því að endingin -st (sem kallast miðmyndarending) bætist við germyndina (t.d. Jón klæddist). Á undan miðmyndarendingunni falla þó niður endingarnar -ur, -r og r-ð
Dæmi:
þú kemur → þú kemst
Miðmynd segir frá því hvað gerandi/gerendur gerir/gera við eða fyrir sjálfan/sjálfa sig, t.d. hann leggst, þeir berjast.
Fyrir kemur að germynd lítur út sem miðmynd, t.d. þú stökkst út í lækinn. Til að greina á milli er hentugt að skipta um persónu eða tölu; þú stökkst út í lækinn - > ég stökk út í lækinn - sem leiðir í ljós germynd þar eð endingin -st verður að vera í öllum persónum í miðmynd.
Miðmyndarsögn
Sumar sagnir eru aðeins til miðmynd (t.d. sagnirnar nálgast, vingast, óttast, öðlast, ferðast, heppnast og kallast) og eru þær kallaðar miðmyndarsagnir.
Miðmyndarending
Miðmyndarending er endingin -st (áður -zt og í forníslensku -sk)[1] sem bætt er við germyndina til að mynda miðmynd.
Miðmyndarendingin -st fellur niður á eftir -st eða -sst í germynd:
Upp úr 1200 fær 1. persóna einnig endinguna -sk/-zk í staðin fyrir -mk.[1][2] Hætt var að nota -sk um lok 13. aldar (um 1300) og endingin -z notuð í staðinn. Á 14. öld komu endigarnar -zt og -zst fram (og virðist framburðurinn þá orðinn st eins og hann er núna)[1] en á 15. öld er endingin -zt nær eingöngu notuð. Á 15. öld koma fram nýjar endingar; -nzt og -zt og síðar -nst og -st. Á 17. öld var farið að bæta við endinguna -st þannig að hún varð -ustum (berjustum). Á 18. öld endurvöktu málhreinsunarmenn gömlu miðmyndarendinguna -umst og er það endingin sem notuð er í dag (köllumst, berjumst, elskumst..)
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Það þarf að fara yfir þessa töflu í samræmi við heimildirnar (Vísindavefurinn og Íslenskt mál). Ef einhver á líka ritin Íslensk Tunga I-III þá væri frábært ef viðkomandi gluggaði í þær og bætti einhverju inn um þetta.
Og svo miðmyndarsögnin kallast sé tekin til dæmis í öllum persónum;
Þolmynd (skammstafað sem þm. eða þolm.) er mynduð með hjálparsögninni ‚að vera‘ eða ‚að verða‘ og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögn. Þolmynd leggur áherslu á þolanda setningar en geranda er sjaldnast getið, dæmi: