Þágufall

Föll í málfræði
Íslensk föll
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall
Ávarpsfall
Tímaeignarfall
Föll í öðrum tungumálum

Áhrifsfall
Ávarpsfall
Deildarfall
Eignarfall
Eignartilvísunarfall
Fjarverufall
Forsetningarfall
Íferðarfall
Íverufall
Nefnifall
Nærverufall
Samanburðarfall
Samvistarfall
Staðarfall
Sviptifall
Tilgangsfall
Tækisfall
Úrferðarfall
Verufall
Virðingarfall
Þágufall
Þolfall
Þollsfallsleysingisfall

Þágufall (skammstafað sem þgf.) er fall (nánar tiltekið aukafall) sem almennt er notað til að gefa til kynna með tilliti til hvers eitthvað er gert. Í þeim málum sem hafa þágufall er þágufallið oftast notað fyrir óbeint andlag. Frumlag ópersónulegra sagna er oft í þágufalli. Ofnotkun þágufalls er nefnd þágufallssýki.

Í sumum tungumálum hefur þágufallið tekið yfir hlutverk ýmissa falla sem dottið hafa úr málinu. Í íslensku er það til að mynda notað í stað tækisfalls, sem líklega datt úr forvera tungunnar löngu fyrir landnám. Dæmi um slíka notkun er setningin „Hann var stunginn rýtingi,“ þar sem rýtingi er notað eins og um tækisfall sé að ræða. Þá er talað um tækisþágufall. Sjá nánar um notkun þágufalls í íslensku hér að neðan.

Hvernig þágufall er hugsað

Þágufall táknar í raun og veru í hvers þágu (eða óþágu) eitthvað verður. Latínumenn tala um dativum commodi (þægindafall) og dativum incommodi (óþægindafall) í þessu sambandi. Í Hávamálum segir:

Gráðugur halur,
nema geðs viti,
etur sér aldurtrega.

Þarna myndi sér flokkast sem óþægindafall.

Í Gylfaginningu Snorra Sturlusonar er frægt dæmi um þægindafall (dativum commodi). Gangleri spyr hvort Einherjar drekki vatn í Valhöll. Hár svarar þá:

Annað kann eg þér þaðan segja. Geit sú, er Heiðrún heitir, stendur uppi á Valhöll og bítur barr af limum trés þess, er mjög er nafnfrægt, er Léraður heitir, en úr spenum hennar rennur mjöður sá, er hún fyllir skapker hvern dag. Það er svo mikið að allir Einherjar verða fulldrukknir af. Þá mælti Gangleri: Það er þeim geysihagleg geit.

Þeim í svari Ganglera er þægindafall.

Þágufall í íslensku

Föll í íslensku
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

Þágufall er fall í íslensku sem fallorð geta tekið. Hægt er að finna þágufall með því að setja „frá“ fyrir framan fallorðið. Þágufallið af persónufornafninu „ég“ er þá „mér“ (sbr. frá mér).

Í íslensku er þágufall m.a. notað fyrir óbeint andlag en getur aukafallsliður í þágufalli haft sérhæfðari notkun, þ.á m.:

  • Staðarþágufall: Gefur til kynna staðsetningu. Dæmi: „Á hverfisfundinum sagði Jón Jónsson, Reykjarvíkurvegi 2, Hafnarfirði, að ...“ Það að leita einhvers dyrum og dyngjum.
  • Tímaþágufall: Gefur til kynna hvenær eitthvað gerist. Dæmi: „Stúlkan las öllum stundum.“ (ath. muninn á tímaþágufalli og tímaþolfalli í íslensku; þágufallið gefur til kynna hvenær eitthvað gerist eða innan hvaða tímabils en þolfallið gefur til kynna hversu lengi eitthvað varir. Sbr. „Stúlkan las allan daginn“).
  • Tækisþágufall (eða verkfærisþágufall eða verkfærisfall): Tækisþágufall er forsetningalaust og merkir „með hverju“ eitthvað er gert. Dæmi af þessu eru miklu fleiri í fornu máli en nýju, en tækisþágufallið lifir þó góðu lífi í nokkrum orðtökum og föstum orðasamböndum. Dæmi: Að taka einhvern höndum, taka djúpt í árinni (tækisþágufallið felur forsetninguna „með“, að taka djúpt í (með) árinni). „Jón var stunginn rýtingi“.
  • Háttarþágufall: er náskylt tækisfallinu og segir það „með hverjum hætti“ eitthvað gerist. Dæmi: „Þeir unnu baki brotnu“; „þeir unnu hörðum höndum“. Fara huldu höfði. Ganga „þurrum fótum“ yfir á eða láta öllum „illum látum“. Einnig „þunnu hljóði“ í málshættinum „þegja þunnu hljóði“ úr Hávamálum.
  • Mismunarþágufall (eða þágufall mismunarins): Gefur til kynna mismun á einhverju sem borið er saman. Dæmi: „Jón er miklu stærri en Halldór.“ Hann er meiri en ég, svo að munar miklu.
  • Samanburðarþágufall (eða þágufall samanburðarins): Gefur til kynna eitthvað sem eitthvað annað er borið saman við. Dæmi: „Enginn er öðrum fremri í þessu“; „Maður á að hlusta á sér vitrari menn.“ Eitthvað er deginum ljósara. Annað er sýnu betra.

Margar ópersónulegar sagnir taka frumlag í þágufalli. Dæmi: „Mér líkar þetta vel“.

Í öðrum tungumálum

Þágufall var eitt sinn algengt meðal indóevrópskra tungumála.

Tungumál sem hafa eða höfðu þágufall eru m.a.:

Þágufall í forngrísku

Auk þess að vera notað fyrir óbein andlög og fyrir frumlag margra ópersónulegra sagna hefur þágufall ýmisskonar hlutverk í grísku. T.d.:

  • Dativus commodi / incommodi: Gefur til kynna í hvers þágu / óþágu eitthvað er gert.
  • Dativus ethicus: Persónufornöfn í þágufalli geta gefið til kynna undrun, aðfinnslu eða væga óræða tilvísun og eru oft ekki þýdd.
  • Dativus instrumentalis: Tækisþágufall; gefur til kynna með hverju eitthvað er gert.
  • Dativus modi: Háttarþágufall; gefur til kynna hvernig eitthvað er gert.
  • Dativus causae: Þágufall orsakarinnar; gefur til kynna orsök einhvers.
  • Dativus temporis: Tímaþágufall; gefur til kynna hvenær eitthvað gerist.
  • Dativus loci: Staðarþágufall; gefur til kynna hvar eitthvað er eða gerist.
  • Dativus differentiae. Þágufall minsmunarins; gefur til kynna mun á einhverju sem borið er saman.
  • Dativus societivus; gefur til kynna þátttöku.
  • Dativus comitativus; gefur til kynna fylgni
  • Dativus agentis; Þágufall gerandans; gefur til kynna geranda.
  • Dativus possessivus: Eignarþágufall; gefur til kynna eiganda einhvers.

Þágufall í latínu

Föll í latínu
Nefnifall
Ávarpsfall
Þolfall
Eignarfall
Þágufall
Sviptifall
Staðarfall

Í latínu er þágufall m.a. notað á eftirfarandi hátt:

  • Sem óbeint andlag. Dæmi: hanc pecuniam mihi dat („Hann gefur mér þennan pening“).
  • Dativus commodi / incommodi: Gefur til kynna í hvers þágu / óþágu eitthvað er gert. Dæmi: Rem publicam nobis servavit („Hann bjargaði ríkinu fyrir okkur“).
  • Dativus possessivus: Gefur til kynna eiganda þess, sem stýrandi orð stendur fyrir: Dæmi: Est mihi filius (orðrétt: „mér er sonur“, þ.e. „ég á son“).
  • Dativus finalis: Gefur til kynna tilgang. Dæmi: Veni operi faciendo („Ég kom til að vinna verkið“).
  • Dativus agentis: Gefur til kynna geranda. Dæmi: Haec nobis agenda sunt („Við verðum að gera þessa hluti“).
  • Dativus ethicus: Persónufornöfn í þágufalli geta gefið til kynna undrun, aðfinnslu eða væga óræða tilvísun og eru oft ekki þýdd. Dæmi: Quid mihi Celsus agit? („Hvað er hann Celsus eiginlega að gera?“).
  • Dativus separativus: Sagnir sem merkja að fjalægja eða svipta taka oft með sér þágufall. Dæmi: Gladium mihi rapuit („Hann hrifsaði af mér sverðið“).

Frumlag ópersónulegra sagna er oft í þágufalli.

Tengt efni

Heimildir


Tenglar

Read other articles:

NetrilisIndustriMusikDidirikan30 September 2015; 8 tahun lalu (2015-09-30)[1][2]KantorpusatYogyakarta, IndonesiaJasaDistribusi MusikSitus webhttps://www.netrilis.com/ Netrilis adalah perusahaan distribusi musik atau aggregator audio digital yang didirikan pada tahun 2015 dan berbasis di Yogyakarta, Indonesia.[2] Layanan utama Netrilis adalah mendistribusikan dan menjual atau mengalirkan musik artis rekaman ke gerai musik digital seperti Spotify, Joox, TikTok, Appl...

 

Pemilihan umum Bupati Luwu timur 20242020202927 November 2024Kandidat Peta persebaran suara Peta Sulawesi Selatan yang menyoroti Kabupaten Luwu timur Bupati dan wakil petahanaBudiman Hakim Akbar Andi Leluasa Bupati dan wakil terpilih belum diketahui Pemilihan umum Bupati Luwu timur 2024 dilaksanakan pada 27 November 2024 untuk memilih Bupati Luwu timur periode 2024-2029.[1] Pemilihan Bupati (Pilbup) Luwu timur tahun tersebut akan diselenggarakan setelah Pemilihan umum Presiden Indone...

 

Public secondary school in Towson, Maryland, United StatesTowson High SchoolTowson Law & Public Policy High SchoolLocationTowson, MarylandUnited StatesCoordinates39°23′27″N 76°36′01″W / 39.39083°N 76.60028°W / 39.39083; -76.60028InformationTypePublic SecondaryMottoA Tradition of ExcellenceEstablished1873School districtBaltimore County Public SchoolsSuperintendentDarryl L. WilliamsPrincipalKimberly CulbertsonGrades9-12Enrollment1,442 (2008)[1]Ca...

Attempted coup in the Roman republic in 63 BC For the fictitious conspiracy in 65 BC, see First Catilinarian conspiracy. A 19th century depiction, by Cesare Maccari, of Cicero denouncing Catiline in the senate. Mary Beard notes that this idealised depiction is a seductive fantasy of the occasion and the setting. There was no age gap: both men were in their forties.[1] The Catilinarian conspiracy (sometimes Second Catilinarian conspiracy) was an attempted coup d'état by Lucius S...

 

British novelist (1832 – 1902) This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: G. A. Henty – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (January 2011) (Learn how and when to remove this template message) George Alfred HentyPhoto portrait by Elliott & FryBorn(1832-12-08)8 December 1832Trumpington, Camb...

 

Bagian dari seri tentangAnime dan manga Anime Sejarah Industri Animasi net orisinal Animasi video orisinal Fansub Fandub Perusahaan Seri terpanjang Daftar Manga Sejarah Pasar internasional Mangaka Dōjinshi Scanlation Alternatif Gekiga Yonkoma Penerbit Seri terlaris Seri terpanjang Daftar Kelompok demografi Anak-anak Dewasa Shōnen Shōjo Seinen Josei Genre Bara (manga gay) Harem Isekai Mahō shōjo Mecha Ryona Yaoi Yuri Lainnya Tokoh Mitsuru Adachi Fujio Akatsuka George Akiyama Hideaki Anno ...

Ontario amateur soccer club For the team known as Oakville Blue Devils from 2005 to 2007, see Brampton United. Football clubBlue Devils FCFull nameBlue Devils Football ClubFounded2015; 9 years ago (2015)StadiumSheridan Trafalgar StadiumPresidentSteven Caldwell[1]Head coachDuncan Wilde (men) Carli Tingstad (women)LeagueLeague1 Ontario2023League, 4th; Playoffs, SF (men)League, 11th; Playoffs, DNQ (women)WebsiteClub website Home colours Away colours Current season Blue ...

 

هنودمعلومات عامةنسبة التسمية الهند التعداد الكليالتعداد قرابة 1.21 مليار[1][2]تعداد الهند عام 2011ق. 1.32 مليار[3]تقديرات عام 2017ق. 30.8 مليون[4]مناطق الوجود المميزةبلد الأصل الهند البلد الهند  الهند نيبال 4,000,000[5] الولايات المتحدة 3,982,398[6] الإمار...

 

Building in Queensland, Australia Harry Gibbs Commonwealth Law Courts BuildingCommonwealth Law Courts from South BankGeneral informationAddress119 North Quay, Brisbane, Queensland[2]CountryAustraliaCompleted1993CostA$130 million[1]ClientDepartment of Attorney, Commonwealth of AustraliaTechnical detailsFloor count13[3][4][5]Floor area32,000 m2 (340,000 sq ft)[1][3][5]Design and constructionArchitect(s)John GrealyArc...

Australian cricketer Bill O'ReillyO'Reilly in the 1930sPersonal informationFull nameWilliam Joseph O'ReillyBorn(1905-12-20)20 December 1905White Cliffs, New South Wales, AustraliaDied6 October 1992(1992-10-06) (aged 86)Sutherland, New South Wales, AustraliaNicknameTigerHeight6 ft 2 in (1.88 m)BattingLeft-handedBowlingRight-arm leg breakRoleBowlerInternational information National sideAustraliaTest debut (cap 140)29 January 1932 v South AfricaLast Te...

 

This article contains content that is written like an advertisement. Please help improve it by removing promotional content and inappropriate external links, and by adding encyclopedic content written from a neutral point of view. (May 2024) (Learn how and when to remove this message) Used car e-commerce company based in Arizona, United States Not to be confused with Carvanha. Carvana Co.One of the 39 car vending machines across the countryCompany typePublicTraded asNYSE: CVNA (Class A)R...

 

  لمعانٍ أخرى، طالع مقاطعة ويليامسون (توضيح). هذه المقالة تحتاج للمزيد من الوصلات للمقالات الأخرى للمساعدة في ترابط مقالات الموسوعة. فضلًا ساعد في تحسين هذه المقالة بإضافة وصلات إلى المقالات المتعلقة بها الموجودة في النص الحالي. (مارس 2016) مقاطعة ويليامسون     الإح�...

محاولة انقلاب 2011 في جمهورية الكونغو الديمقراطية التاريخ 27 فبراير 2011  البلد جمهورية الكونغو الديمقراطية  تعديل مصدري - تعديل   في 27 فبراير 2011، وقعت محاولة انقلاب عسكري في جمهورية الكونغو الديمقراطية، ضد الرئيس جوزيف كابيلا. الأحداث في 27 فبراير 2011، بين الساعة 1:00 و1:30 �...

 

German submarine UIT24 in the Inland Sea, Japan, August, 1944. UIT-24 was the ex-Italian submarine Comandante Cappelini and was later the IJN I-503. Class overview Operators  Regia Marina  Kriegsmarine  Imperial Japanese Navy In commission1938–1947 Completed11 Lost10 Scrapped1 General characteristics TypeSubmarine Displacement 1,060 long tons (1,077 t) surfaced 1,313 long tons (1,334 t) submerged Length73 m (239 ft 6 in) Beam7.19 m (23 ft 7...

 

K. H.Ahmad Mustofa Bisri Nama lainGus MusInformasi pribadiLahir10 Agustus 1944 (umur 79)Rembang, Jawa Tengah, IndonesiaPasanganHj. Siti Fatma ​ ​(m. 1971; meninggal 2016)​Anak7Orang tuaK. H. Bisri Mustofa (ayah)Nyai Marafah Cholil (ibu)DenominasiSunniAlmamaterUniversitas Al-AzharPekerjaanPenyairPelukisKedudukan seniorSitus webhttps://gusmus.net/ Dr. (H.C.) K. H. Ahmad Mustofa Bisri (lahir 10 Agustus 1944), atau lebih dikenal dengan Gus Mus,...

Subculture defined by claims to authenticity and uniqueness Not to be confused with Hipster (1940s subculture) or Hippie. The examples and perspective in this article may not represent a worldwide view of the subject. You may improve this article, discuss the issue on the talk page, or create a new article, as appropriate. (January 2023) (Learn how and when to remove this message) Ironic (or post-ironic) usage of vintage elements is popular in hipster fashion. Ironic moustaches and moustache ...

 

César Pelli César Pelli (San Miguel de Tucumán, 12 ottobre 1926 – New Haven, 19 luglio 2019) è stato un architetto argentino naturalizzato statunitense. Indice 1 Biografia 2 Opere 3 Note 4 Bibliografia 5 Altri progetti 6 Collegamenti esterni Biografia Le Torri Petronas a Kuala Lumpur, l'opera più nota di Cesar Pelli Studiò architettura presso la Universidad Nacional di Tucumán dove ottenne la laurea nel 1949. In questo periodo incontra Diana Balmori, paesaggista, con la quale si spos...

 

لويس كاليرن (بالإنجليزية: Louis Calhern)‏  معلومات شخصية الميلاد 19 فبراير 1895(1895-02-19)بروكلين، الولايات المتحدة الوفاة 12 مايو 1956 (61 سنة)طوكيو سبب الوفاة نوبة قلبية  مواطنة الولايات المتحدة  الزوجة ناتالي شيفر (1933–1942)إيلكا تشيس (1926–1927)جوليا هويت (1927–1932)  الحياة العملية ال�...

Australian politician The HonourableDaniel ClyneOBE20th Speaker of the New South Wales Legislative AssemblyIn office28 May 1941 – 27 May 1947Preceded byReginald WeaverSucceeded byBill Lamb Personal detailsBorn(1879-12-28)28 December 1879Bathurst, New South WalesDied28 August 1965(1965-08-28) (aged 85)Ashfield, New South WalesPolitical partyLabor Party, Australian Labor Party (NSW) Daniel Clyne OBE (28 December 1879 – 28 August 1965) was an Australian politician. He was a mem...

 

Railway station in North Korea Not to be confused with Suncheon station. Sunch'ŏn순천Korean nameHangul순천역Hanja順川驛Revised RomanizationSuncheon-yeokMcCune–ReischauerSunch'ŏn-yŏk General informationLocationSunch'ŏn,South P'yŏngan ProvinceNorth KoreaCoordinates39°25′22″N 125°56′12″E / 39.42278°N 125.93667°E / 39.42278; 125.93667Owned byKorean State RailwayLine(s)P'yŏngra LineManp'o LineHistoryOpened15 October 1928ElectrifiedyesOriginal com...