Nafnháttur

Nafnháttur (skammstafað sem nh.) er einn fallhátta sagna. Nafnháttur er nafn sagnarinnar svipað og nefnifall nafnorðs, og þekkist oft á nafnháttarmerkinu sem undanfara. Nafnháttur er algengastur í nútíð.

Nafnháttur er oftast sú fyrsta kennimynd sagnar sem gefin er upp í orðabókum.

Nafnháttur í íslensku

Endingar

Sagnir í nafnhætti enda oftast á -a:

  • að lesa
  • að skrifa
  • að skoða
  • að elska
  • að hoppa


  • að vona

en í nokkrum sögnum hefur -a fallið á brott eftir :

  • að spá
  • að sjá
  • að fá

Einnig eru til miðmyndarsagnir sem enda á -st:

  • að elskast
  • að stelast
  • að lengjast

Aðeins tvær sagnir enda á -u og eru þær báðar núþálegar (nafnháttarmerkið ‚að‘ er ekki notað með þeim):

  • munu
  • skulu

og aðeins ein endar á -o:

  • að þvo

Dæmi

Tenglar

  • „Hvort er réttara að segja "kauptu" eða "keyptu". Vísindavefurinn.
  • „Hvernig finn ég stofn sagnorða?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?“. Vísindavefurinn.
  • „Er alltaf rétt að nota "mundi" og "myndi" á sama hátt?“. Vísindavefurinn.


Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.