Austurlandskjördæmi samanstóð af Austur-Skaftafellssýslu, Suður-Múlasýslu og Norður-Múlasýslu frá 1959 til 2003. Enn starfar samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, sem eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Austurlandi. Einungis í Alþingiskosningunum 1978 fékk Alþýðubandalagið fleiri atkvæði á Austurlandi en Framsóknarflokkurinn, sem jafnan hafði 1. þingmann kjördæmisins, og endurheimti sætið í þingkosningunum 1979. Í Alþingiskosningunum 1991 hreppti Alþýðuflokkurinn sitt fyrsta og eina þingsæti í kjördæminu, 5. þingmann Austurlands.
Við breytingar á kjördæmaskipan 1999 voru Norðurlandskjördæmi eystra, auk Siglufjarðar, og Austurlandskjördæmi sameinuð í eitt Norðausturkjördæmi, utan Austur-Skaftafellssýsla, sem varð hluti af Suðurkjördæmi
Ráðherrar af Austurlandi
Lúðvík Jósepsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Hjörleifur Guttormsson, Halldór Ásgrímsson, Sverrir Hermannsson og Jón Kristjánsson voru einnig ráðherrar hluta þess tíma sem þeir sátu á þingi fyrir kjördæmið.
Þingmenn Austurlandskjördæmis
|
---|
Frá 2003 | |
---|
1959–2003 | |
---|
1844–1959 | |
---|