Ágústudalur (ítalska Valle d'Aosta, arpitanska Vâl d’Aoûta, franska Vallée d'Aoste) er sjálfstjórnarhérað í norðvesturhluta Ítalíu með landamæri að Frakklandi (Haute Savoie, Savoie og Rhône-Alpes), Sviss (Vallese) í vestri og norðri og Fjallalandi í austri. Höfuðstaður héraðsins er Ágústa. Íbúar héraðsins eru um 120 þúsund íbúar í 74 sveitarfélögum, en Ágústudalur er aðeins ein sýsla.[1] Sumir íbúar héraðsins tala franskar mállýskur.
Ágústudalur liggur inn á milli Alpafjalla og telur meðal annars hlíðar fjallanna Mont Blanc og Matterhorn. Hæsta fjallið er Gran Paradiso.
Tilvísanir
Tenglar