Wilamowitz nam við háskólann í Bonn frá 1867 til 1869 en hélst síðan til náms í Berlín. Þaðan lauk hann doktorsprófi árið 1870. Árið 1876 varð hann prófessor við háskólann í Greifswald. Hann fluttist til Göttingen árið 1883 og tók við prófessorsstöðu þar. Árið 1897 sneri hann aftur til Berlínar. Þá hafði hann skrifað flest af vinsælustu ritum sínum og var þá þegar talinn einn fremsti sérfræðingur Evrópu um fornfræði og textafræði. Hann lést í Berlín 25. september árið 1931.
Helstu rit
Griechische Literatur des Altertums (Grískar fornbókmenntir)
Einleitung in die griechische Tragödie (Inngangur að grískum harmleikjum)