Tyrkneska Türkçe
|
Málsvæði
|
Tyrklandi, Búlgaríu, Kýpur, Grikklandi, Makedóníu, Kósovó, Rúmeníu, Aserbaídsjan og í innflytjendasamfélögum í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Austurríki, Úsbekistan, Bandaríkjunum, Belgíu og Sviss
|
Heimshluti
|
Tyrkland, Kýpur, Balkanskagi og Kákasusfjöll
|
Fjöldi málhafa
|
75-83 milljónir
|
Sæti
|
15-16
|
Ætt
|
Altaískt (umdeilt)
Tyrkískt
Suðvesturtyrkískt
Vestur Oghuz
tyrkneska
|
Opinber staða
|
Opinbert tungumál
|
Tyrkland
|
Stýrt af
|
Tyrknesku tungumálasamtökunum
|
Tungumálakóðar
|
ISO 639-1 |
tr
|
ISO 639-2 |
tur
|
SIL |
TUR
|
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
|
Tyrkneska (Türkçe, borið fram [tyɾktʃe]) er tyrkískt tungumál og þar af leiðandi eitt af hinum umdeildu altísku tungumálum. Hún er mest töluð í Tyrklandi en einnig af minni hópum á Kýpur, í Grikklandi og Austur-Evrópu, auk þess að vera töluð af nokkrum milljónum innflytjenda í Vestur-Evrópu. Tyrkneska er útbreiddasta tyrkíska málið og 65–73 milljónir manna hafa málið að móðurmáli. 85 af hundraði íbúa Tyrklands hafa tyrknesku að fyrsta máli en 12 kúrdísku. Eftirliggjandi 3 prósent deilast á um 30 mál sem sum hver eru milljónamál töluð í nágrannalöndunum svo sem armenska eða arabíska en mörg eru smámál á hverfanda hveli og í hættu á að leggjast af.
Rætur tungumálsins má rekja til Mið-Asíu, þar sem fyrstu skrifin ná aftur um tæp 1.200 ár. Í vesturátt eru áhrifin aðallega af Ottómantyrknesku — sem er afsprengi tyrknesku tungunnar og var notuð í Ottómanstórveldinu og breiddist út samhliða því. Tyrkneska hefur verið rituð með latínuletri frá 1928 en var áður rituð með arabísku letri. Nafnorð í tyrknesku hafa sex föll. Enginn ákveðinn greinir er í málinu en ákveðni er oft sýnd með notkun þolfalls. Persónufornafn þriðju persónu greinir ekki milli kynja. Í ritmálinu táknar ufsilon venjulega joð, venjulegt sé (c) 'dj', setillu sé (ç) 'tj', setillu ess 'sj'. U táknar ú og tvípunkts ü táknar u (líkt og í þýsku). Ge með boga fyrir ofan (ğ) er yfirleitt hljóðlaust.
Nokkrar setningar og orð
Türkçe |
Íslenska
|
Selam, merhaba |
Halló
|
İyi günler |
Góðan daginn
|
İyi akşamlar |
Gott kvöld
|
Tanıştığıma memnun oldum |
Gaman að hitta þig
|
Türkçe konuşuyorum |
Ég tala tyrknesku
|
Türkçe/İzlandaca konuşamıyorum |
Ég tala ekki tyrknesku/íslensku
|
Evet |
Já
|
Hayır |
Nei
|
Nasılsınız? (formlegt) |
Hvað segirðu gott?
|
Nasılsın? (óformlegt) |
Hvað segirðu gott?
|
İyiyim |
Ég segi allt gott
|
(Çok) Teşekkür ederim |
Takk (fyrir)
|
Adınız nedir? (formlegt) |
Hvað heitirðu?
|
Adın ne(-dir)? (óformlegt) |
Hvað heitirðu?
|
(Benim) adım ... |
Ég heiti ...
|
Hoşçakal |
Bless
|
Persónufornöfn í tyrknesku
|
eintala
|
fleirtala
|
|
1 |
2 |
3 |
1 |
2 |
3
|
nefnifall
|
ben |
sen |
o |
biz |
siz |
onlar
|
þolfall
|
beni |
seni |
onu |
bizi |
sizi |
onları
|
þágufall
|
bana |
sana |
ona |
bize |
size |
onlara
|
staðarfall
|
bende |
sende |
onda |
bizde |
sizde |
onlarda
|
sviptifall
|
benden |
senden |
ondan |
bizden |
sizden |
onlardan
|
eignarfall
|
benim |
senin |
onun |
bizim |
sizin |
onların
|