Tunglið

Tunglið☾
Tunglið séð frá jörðu
Tunglið séð frá jörðu

Tunglið séð frá jörðu
(Mynd: Frode Steen)
Upplýsingar um tunglið[1]
Meðalfjarlægð frá jörðu 384.400 km
Mesta fjarlægð frá jörðu 405.500 km
Minnsta fjarlægð frá jörðu 363.300 km
Brautarhraði 1,2 km/s
Tunglmánuður 29,531 dagar
Möndulhalli 6,68°
Þvermál 3476 km
Ummál 10 921 km
Flatarmál 3,793 × 107 km2
(0,074 x Jörðin)
Rúmtak 2,1958 × 1010 km3
(0,020 x Jörðin)
Eðlismassi 3,34 g/cm³
Lausnarhraði 2,4 km/s
Þyngdarhröðun 1,67 m/s²
Meðalhiti dags 130 °C
Meðalhiti nætur -180 °C

Tunglið[2] eða máninn[2] er eini fylgihnöttur jarðar. Meðalfjarlægð tungls og jarðar er 384.400 km og þvermál þess er 3.476 km. Það hefur bundinn möndulsnúning, þ.e. tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni.

Tunglið fer einn hring umhverfis jörðina á u. þ. b. einum mánuði og á hverri klukkustund færist það um 0,5° á himinhvelfingunni, miðað við fastastjörnunar, eða um fjarlægð sem er u.þ.b. jöfn sýndarþvermáli þess.

Tunglmyrkvi verður þegar tunglið fer inn í alskugga jarðar, þ. a jörðin skyggir á sólu frá tunglinu séð.

Uppruni

Ekki eru menn allir sammála um hvernig tunglið myndaðist. Ótal misgáfulegar hugmyndir eru til um uppruna þess og verður fjallað um þær fjórar sem taldar eru líklegastar hér á eftir.[3]

Samansöfnunarkenningin

Einfaldasta kenningin er sú að tunglið og jörðin hafi myndast saman fyrir óralöngu, strax og sólkerfið tók að myndast og tunglið byrjað að snúast um jörðu strax frá upphafi. Hún verður reyndar að teljast í ólíklegri kantinum þar sem efnasamsetning hnattanna er svo ólík að þeir geta ekki hafa myndast úr sama efninu.

Hremmikenningin

Önnur kenningin gengur út á það að tunglið hafi myndast sjálfstætt, en komið of nálægt jörðu. Við það festist það á sporbraut um jörðina og hefur ekki losnað síðan. Þessi kenning er líka í ólíklegra lagi, því ef hún stæðist, ætti jörðin að bera merki um að jarðskorpan hefði rifnað í sundur og gríðarleg eldgos hefðu geisað um alla jörðina. Þau ummerki hafa ekki fundist, a. m. k. ekki ennþá og er mjög ólíklegt að þau finnist nokkurn tímann. Ekki er þó hægt að útiloka þennan möguleika alveg því við getum ekki afsannað slík eldsumbrot vegna flekahreyfinganna. Jarðskorpan endurnýjar sig sem gerir það að verkum að gömul jarðlög, ekki síst jarðlög frá þeim tíma er tunglið myndaðist, gætu annaðhvort hafa eyðst eða grafist undir yngri jarðlögum og því verið nánast ógerlegt að rannsaka þau.

Klofningskenningin

Klofningskenningin gerir ráð fyrir að jörðin hafi upphaflega verið án fylgihnatta, en svo hafi hún skyndilega byrjað að snúast svo hratt að hluti jarðar hafi losnað og myndað tunglið. Þetta þykir þó óhugsandi. Ef hnöttur færi að snúast það hratt að hann klofnaði er útilokað að annar hlutinn færi á braut um hinn, heldur myndu þeir báðir losna úr þyngdarsviði hvors annars. Ein útgáfan af þessari kenningu gerir ráð fyrir að annað brotið sé tunglið og hitt Mars.

Árekstrarkenningin

Sú kenning er tiltölulega ung. Hún kom fyrst fram árið 1975 og segir að fyrirbæri á stærð við Mars hafi rekist á jörðina af gríðarlegu afli með þeim afleiðingum að kjarnar þeirra runnu saman, en bráðinn möttull aðkomuhnattarins hafi lekið út í geiminn og storknað á braut um jörðu. Massi hnattarins sem rakst svona hastarlega á jörðina hefur haft mikil áhrif á hana og talið er að möndulhalli hennar sé að einhverju leyti afleiðing þessa árekstrar. Í dag er árekstrarkenningin sú kenning um uppruna tunglsins sem mönnum finnst líklegust.

Gerð tunglsins

Innri gerð tunglsins

Ytri gerð

Þegar fyrstu stjörnufræðingar fóru að velta tunglinu fyrir sér, tóku þeir eftir að yfirborð þess skiptist í ljós og dökk svæði sem þeir töldu vera lönd og höf. Enn í dag er talað um höf þegar talað er um dökku svæðin, þrátt fyrir að þau séu það ekki í orðsins fyllstu merkingu.

Höfin mynduðust þegar stórir loftsteinar rákust á tunglið með það miklum krafti að þeir náðu í gegnum skorpu þess og inn í möttulinn sem þá var fljótandi. Við það flæddi hraun upp úr holunni og þakti hluta af hnettinum. Þetta þýðir að dökku svæðin hljóta að hafa myndast fyrir meira en þremur milljörðum ára, því samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á sýnum sem geimfarar tóku með sér frá tunglinu, lauk eldvirkni á tunglinu þá.

Ljósu svæðin (hálendi) á tunglinu eru fjöll og gígar. Þau eru um 4-4,3 milljarða ára gömul og þekja stærsta hluta yfirborðs tunglsins, eða 84%. Bergtegund sem kallast anortosít veldur hvíta litnum á hálendi tunglsins. Þessi bergtegund inniheldur frumefnin ál, kalsíum og kísil. Fjöllin eru elsti hluti tunglsins, öfugt við jörðina. Þetta á sér þá skýringu að þegar tunglið var nýmyndað gaus það eins og jörðin og við það mynduðust fjöll. Bakhlið tunglsins er eiginlega ekkert annað en hálendi, en það er vegna þess að aðdráttarafl jarðar er svo mikið að þegar tunglið var að myndast toguðust öll þungu efnin inn að hjámiðju sem er 2,5 km frá rúmfræðilegri miðju þess. Þetta kallast bundinn möndulsnúningur. Það er einnig ástæða þess að við sjáum aðeins aðra hlið tunglsins.

Listi yfir tunglhöf

Innri gerð

Skorpa tunglsins er u. þ. b. 70 km þykk. Hún er úr fjölmörgum frumefnum, t. d. úrani, þóríum, kalíum, súrefni, kísli, magnesíum, járni, títan, kalsíni, áli og vetni. Undir henni er svo möttull. Hann er að mestu leyti úr sílíkötum. Möttullinn er nánast allt rúmmál tunglsins, svo segja má að tunglið sé að mestu úr sílíkötum. Í miðju þess er svo kjarni sem menn eru ekki alveg vissir um hvort er fljótandi eða fastur, en menn telja þó frekar að hann sé fljótandi. Ástæðan fyrir því er sú að nokkrir “tunglskjálftamælar” sem var komið fyrir á tunglinu sýndu að þegar loftsteinn rakst á það fóru P-bylgjurnar sem mynduðust við áreksturinn í gegnum tunglið en ekki S-bylgjurnar.

Kvartilaskipti

Kvartilaskipti tunglsins

Sólin skín aldrei nema á helming tunglsins (nema í tunglmyrkvum) og þess vegna sjáum við aðeins þann hluta tunglsins sem hún skín á hverju sinni. Þegar talað er um fullt tungl þýðir það að sólin skín á allan þann helming tunglsins sem við sjáum frá jörðinni. Þegar sólin skín einungis á hina hliðina er talað um nýtt tungl.

Fyrsta kvartil er þegar tunglið er að vaxa, en er ekki orðið hálft. Á öðru kvartili er það einnig vaxandi, en þá er það meira en hálft. Ef tunglið er á þriðja kvartili er það byrjað að minnka og stefnir í að verða hálft og loks þegar tunglið er á fjórða kvartili er það orðið minna en hálft og hverfur að lokum alveg.[4]

Heiðgult himinfé,
höfði kinkandi.
Alveg eins og C,
er þá minnkandi.
— Minniskvæði eftir Örn Snorrason (Aquila) til að muna að skarður máni er vaxandi, þegar broddarnir vísa í austur, en tungl er minnkandi, er til vesturs snýr.


Tunglferðir

Buzz Aldrin á tunglinu

Draumurinn um að maður stigi fæti á tunglið varð að veruleika þann 21. júlí 1969 þegar menn um borð í geimferjunni Apollo 11 stigu á tunglið. Fyrstur til þess að vinna þetta afrek var Bandaríkjamaðurinn Neil Armstrong og annar var Edwin Aldrin, sem einnig var um borð í Appolló 11. Þeir tóku margar myndir af tunglinu og útsýninu þaðan. Þeir söfnuðu líka ryki og bergi og komu með til jarðar til rannsókna.[5] Þetta átti eftir að vera mjög fróðlegt fyrir vísindamenn og aðra sem þyrsti í að vita meira um tunglið, upphaf þess, gerð og jafnvel endalok. Alls hafa 12 menn stigið fæti á tunglið, allir á árunum 1969-1972.[6] Þessir tólf menn voru um borð í 6 Appolló-geimförum. Appolló-geimförin voru gerð úr þremur hlutum: stýrieiningu, þjónustueiningu og tunglfari.

Áður en Appolló-geimförin hófu sig á loft höfðu menn þó náð að koma mannlausum geimförum til tunglsins og safnað sýnum. Þetta voru sovésk geimför sem kölluðust Luna-geimför, og það fyrsta lenti á tunglinu árið 1959. Ári síðar lenti bandarískt geimfar þar og svo aftur árið 1966 með Lunar-Orbiter verkefninu. Lunar-Orbiter hjálpaði til við val á lendingarstað Appolló-geimfaranna með því að taka fyrstu hágæðamyndirnar af yfirborði tunglsins.[7]

Eitt og annað

  • Fullt tungl rís við sólsetur, nýtt tungl rís við dögun.

Heimildir

  1. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/tunglid Geymt 18 september 2010 í Wayback Machine ; Tunglið í tölum
  2. 2,0 2,1 Ritað með litlum staf, samanber Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2
  3. http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=1652
  4. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/tunglid Geymt 18 september 2010 í Wayback Machine; Kvartilaskipti tunglsins
  5. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/geimferdir/apollo-geimaaetlunin/ Geymt 28 janúar 2011 í Wayback Machine; Tunglferðir
  6. Ridpath, Ian. 2001. Encyclopedia of the universe. Collins, UK. Bls 213
  7. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/tunglid Geymt 18 september 2010 í Wayback Machine; Risastór og forvitnilegur steingerfingur

Netheimildir sóttar 8.11.2006

Tengt efni

Tenglar

Read other articles:

Latin American television channel The topic of this article may not meet Wikipedia's general notability guideline. Please help to demonstrate the notability of the topic by citing reliable secondary sources that are independent of the topic and provide significant coverage of it beyond a mere trivial mention. If notability cannot be shown, the article is likely to be merged, redirected, or deleted.Find sources: TBS Latin American TV channel – news · newspapers ...

 

1958 Drexel Dragons men's soccerISFA National ChampionsMiddle Atlantic ChampionsConferenceMiddle Atlantic States Athletic ConferenceDivisionCollege–SouthernRankingCoachesNo. 1[1]Record12–0–0 (3–0–0 MASAC)Head coachDon Yonker (12th season)CaptainStanislav DługoszRobert MuschekSeasons← 19571959 → The 1958 Drexel Dragons men's soccer team was the 12th season of the program's existence. The program competed as an independent during the 1958 ISFA...

 

† Человек прямоходящий Научная классификация Домен:ЭукариотыЦарство:ЖивотныеПодцарство:ЭуметазоиБез ранга:Двусторонне-симметричныеБез ранга:ВторичноротыеТип:ХордовыеПодтип:ПозвоночныеИнфратип:ЧелюстноротыеНадкласс:ЧетвероногиеКлада:АмниотыКлада:Синапсиды�...

Seventh Sikh guru from 1644 to 1661 Guru Har Raiਗੁਰੂ ਹਰਿ ਰਾਇGuru Har Rai receives a devotee. Family workshop of Nainsukh of Guler, Punjab Hills, ca.1790PersonalBorn(1630-01-16)16 January 1630Kiratpur Sahib, Lahore Subah, Mughal Empire (present-day Rupnagar district, Punjab, India)Died6 October 1661(1661-10-06) (aged 31)Kiratpur Sahib, Lahore Subah, Mughal Empire (present-day Rupnagar district, Punjab, India)ReligionSikhismSpouseMata Krishen Devi (also known as Sulakhn...

 

Political union in Northern Europe between 1524 and 1814 This article is about the former union. For modern bilateral relations, see Denmark–Norway relations. Denmark–NorwayDanmark–Norge (Danish)1524–15331537–1814 Royal Standard of Denmark-Norway(1731–1819) Coat of arms(1699–1814) Motto: Fromhed styrker rigerne (Piety strengthens the realms)[1] Used from 1588–1648Anthem: Kong Christian stod ved højen mastKing Christian stood by the lofty mast Used from ...

 

This is a dynamic list and may never be able to satisfy particular standards for completeness. You can help by adding missing items with reliable sources. A teahouse in the Nanjing Presidential Palace garden, China This is a list of teahouses. A teahouse is an establishment which primarily serves tea and other light refreshments. Sometimes the meal is also called tea. Although its function varies widely depending on the culture, teahouses often serve as centers of social interaction, like co...

Cement factory located in Bursa Bursa ÇimentoTraded asBIST: BUCIMIndustryCementFoundedJuly 14, 1966; 57 years ago (1966-07-14)HeadquartersBursaKey peopleİsmail TarmanNet income75,4 Million Turkish liras (2020)Owner İsmail Tarman: %32,71 Tarman Turizm: %12,92 Bemsa: %9,59 Mehmet Celal Gökçen: %6,23 Public: %38,55 Websitebursacimento.com.tr Bursa Çimento is the sole cement factory in Bursa,[1] established on 14 July 1966 as a joint stock company in Kestel, w...

 

此條目可参照英語維基百科相應條目来扩充。 (2021年5月6日)若您熟悉来源语言和主题,请协助参考外语维基百科扩充条目。请勿直接提交机械翻译,也不要翻译不可靠、低品质内容。依版权协议,译文需在编辑摘要注明来源,或于讨论页顶部标记{{Translated page}}标签。 约翰斯顿环礁Kalama Atoll 美國本土外小島嶼 Johnston Atoll 旗幟颂歌:《星條旗》The Star-Spangled Banner約翰斯頓環礁�...

 

Bahasa Prancis Belgia français de Belgiquecode: fr is deprecated   (Prancis) Prancis di Belgia Dituturkan diBelgiaPenutur Rumpun bahasaIndo-Eropa ItalikLatino-FaliskiRomanItalo-BaratRoman BaratGallo-RomanOïlPrancisPrancis Belgia Bentuk awalLatin Kuno Latin VulgarProto-RomanGallo-Roman KunoPrancis KunoPrancis Belgia Sistem penulisanLatin (alfabet Prancis)Braille PrancisStatus resmiBahasa resmi diBelgiaRepublik Demokratik KongoRwandaBurundiDiatur olehAcadémie royale ...

Late form of ancient Greek religion Serapis, a Greco-Egyptian god worshipped in Hellenistic Egypt The concept of Hellenistic religion as the late form of Ancient Greek religion covers any of the various systems of beliefs and practices of the people who lived under the influence of ancient Greek culture during the Hellenistic period and the Roman Empire (c. 300 BCE to 300 CE). There was much continuity in Hellenistic religion: people continued to worship the Greek gods and to practice the sam...

 

جزء من سلسلة مقالات حولالتسويق أسس التسويق المنتج السعر الترويج التوزيع مفاهيم رئيسة بحث السوق خطة التسويق إدارة التسويق إنفاق تسويقي بنية تسويقية نظام المعلومات التسويقية استخبارات تسويقية تسويق المنتج ما بعد التسويق إتصالات التسويق وسائل التسويق الطباعة الراديو التل...

 

Railway station in China This article does not cite any sources. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Magaitu railway station – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (March 2010) (Learn how and when to remove this message) Magaitu railway station is a station of Jingbao Railway in Inner Mongolia. See also List of stations on Jingbao railway vte Bei...

South Korean TV series or program Big ManGenreMelodrama, SuspenseWritten byChoi Jin-wonDirected byJi Young-sooStarringKang Ji-hwan Choi Daniel Lee Da-hee Jung So-minMusic byKim Joon-seokCountry of originSouth KoreaOriginal languageKoreanNo. of episodes16ProductionExecutive producerJung Hae-ryongProducersJi Byung-hyun Park Woo-ramRunning time60 minutesProduction companiesKim Jong-hak ProductionKBS MediaOriginal releaseNetworkKBS2ReleaseApril 28 (2014-04-28) –June 17, 2014 (20...

 

Yuping redirects here. For another place, see Pingjiang County. Autonomous county in Guizhou, ChinaYuping County 玉屏县Yü-p'ingAutonomous county玉屏侗族自治县Yuping Dong Autonomous CountyYuping is the southernmost division in this map of TongrenTongren in GuizhouYuping CountyShow map of GuizhouYuping CountyShow map of Southwest ChinaCoordinates: 27°14′09″N 108°54′23″E / 27.2358°N 108.9064°E / 27.2358; 108.9064CountryChinaProvinceGuizhouPrefecture...

 

Texas AlexanderBiographieNaissance 12 septembre 1900JewettDécès 16 avril 1954 (à 53 ans)Richards (en)Nationalité américaineActivité ChanteurPériode d'activité À partir de 1927Autres informationsLabel OkehGenre artistique BluesCondamné pour Meurtremodifier - modifier le code - modifier Wikidata Algernon Alexander, dit Texas Alexander, probablement né à Jewett (Texas) le 12 septembre 1900, mort à Richards (Texas) le 16 avril 1954, est un chanteur américain de blues. Biographi...

В Википедии есть статьи о других людях с такой фамилией, см. Орлов; Орлов, Александр; Орлов, Александр Владимирович. Александр Владимирович Орлов Полное имя Александр Владимирович Орлов Дата рождения 1 июня 1952(1952-06-01) (72 года) Место рождения Ленинград, СССР Гражданство СС...

 

В Википедии есть статьи о других людях с такой фамилией, см. Владимирский; Владимирский, Василий. Василий Владимирский Псевдонимы Владислав Мирской, Анатолий Гусев, Ник Ример, Олег Викторов Дата рождения 16 сентября 1975(1975-09-16) (48 лет) Место рождения Ленинград, СССР Гражданст...

 

Procedure to widen narrow arteries or veins This article is missing information about Rotablation (drilling) for calcified plaque. Please expand the article to include this information. Further details may exist on the talk page. (September 2020) AngioplastyBalloon angioplastyICD-9-CM00.6, 36.0 39.50MeSHD017130LOINC36760-7[edit on Wikidata] Angioplasty, also known as balloon angioplasty and percutaneous transluminal angioplasty (PTA), is a minimally invasive endovascular procedure used to...

Issy redirects here. For people named Issy, see Issy (name). For the football team, see GPSO 92 Issy. You can help expand this article with text translated from the corresponding article in French. (July 2014) Click [show] for important translation instructions. View a machine-translated version of the French article. Machine translation, like DeepL or Google Translate, is a useful starting point for translations, but translators must revise errors as necessary and confirm that the trans...

 

Branch of the military of Austria-Hungary Not to be confused with the Kriegsmarine (1935–1945) of Nazi Germany. Austro-Hungarian Navy Kaiserliche und königliche Kriegsmarine (German) Császári és Királyi Haditengerészet (Hungarian) Coat of arms of the Austro-Hungarian NavyActive 1786–1867 (as the Austrian Navy) 1867–1918 (as the Austro-Hungarian Navy) Country  Austria (1786–1867)  Austria-Hungary (1867–1918) TypeNavyRoleDefence of Austria-Hungary's naval int...