Titanía er stærsta tungl Úranusar. Það er um helmingi minna en tungl Jarðar og áttunda stærsta tungl sólkerfis. Þvermál Títaníu er 1578 km, og hún snýst um Úranus á níu dögum. Þýskur stjörnufræðingur William Herschel, sá sami og fann Úranus, uppgötvaði Títaníu þann 11. janúar1787. Stærsta glúfur tunglsins er Messina Chasma og er það 1492 km á stærð. Innviði tunglsins eru aðalega úr ís og bergi.