Tom Egeland

Tom Egeland (8. júlí 1959 í Osló – ) er norskur rithöfundur. Hann hefur skrifað sex bækur og hafa sumar verið þýddar yfir á ellefu tungumál. Við enda hringsins (2001) vakti frekari athygli eftir að metsölubók Dan Brown Da Vinci lykillinn (2003) hafði öðlast töluverða frægð, en þessi verk þykja að ýmsu lík. Egeland bætti við eftirmála í bók síðar þar sem hann ber bækurnar sjálfur saman, gagnrýnir það sem Dan Brown hefur kallað sagnfræðilegar staðreyndir og ýmislegt fleira.

Bækur eftir Egeland

  • Stien mot fortiden (1988)
  • Skyggelandet (1993)
  • Trollspeilet (1997)
  • Sirkelens ende (2001) — „Við enda hringsins“
  • Åndebrettet (2004)
  • Ulvenatten (2005)
  • Paktens voktere (2007)