Siðfræði Evdemosar (á latínuEthica Evdemia) er rit eftir forngrískaheimspekinginnAristóteles. Það fjallar um siðfræði og er annað tveggja meginrita Aristótelesar um þá grein heimspekinnar. Ritið heitir eftir Evdemosi frá Rhódos, sem var nemandi Aristótelesar og gæti hafa ritstýrt lokaútgáfu verksins. Fræðimenn eru nær allir á einu máli um að Siðfræði Evdemosar er ósvikið verk Aristótelesar.
Siðfræði Evdemosar hefur hlotið mun minni athygli fræðimanna og heimspekinga en hitt meginrit Aristótelesar um siðfræði, Siðfræði Níkomakkosar. Siðfræði Evdemosar er styttra rit (í átt bókum í stað tíu bóka) og sumir kaflar í ritinu eru einnig í Siðfræði Níkomakkosar. Til dæmis eru 4., 5. og 6. bók Siðfræði Evdemosar þær sömu 5., 6. og 7. bók Siðfæði Níkomakkosar. Af þessum sökum er þessum bókum stundum sleppt í útgáfum á Siðfræði Evdemosar enda hafðar með Siðfræði Níkomakkosar.