Um tilurð og eyðingu (forngrísku Περὶ γενεσεως και φθορας, latínu De Generatione et Corruptione) er rit eftir forngríska heimspekinginn Aristóteles. Ritið er í senn heimspekilegs og vísindalegs eðlis en ritið fjallar öðru fremur um frumspeki.
Í ritinu fjallar Aristóteles um tvær af frægustu hugmyndum sínum: orsakirnar fjórar og frumefnin fjögur (jarðefni, loft, eld og vatn).