Rósa Guðbjartsdóttir (f. 29. nóvember 1965) er íslenskur stjórnmálafræðingur og er bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá árinu 2018.
Rósa er uppalin í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði lengi sem fréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni og var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá 2001-2006. Rósa var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2007-2009[1], hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2006 og verið bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2018.[2] Til stendur að Rósa láti af embætti bæjarstjóra áramótin 2025 og mun þá Valdimar Víðisson taka við af henni. Rósa var kjörin á Alþingi í Alþingiskosningunum 2024. Til stóð að Rósa myndi taka við embætti formanns bæjarráðs af Valdimar Víðissyni þegar hann tæki við af henni sem bæjarstjóri en það mun breytast þar sem Rósa tekur sæti á Alþingi.
Tilvísanir
- ↑ Alþingi, Æviágrip - Rósa Guðbjartsdóttir (skoðað 7. september 2019)
- ↑ Hafnarfjordur.is, „Rósa Guðbjartsdóttir nýr bæjarstjóri“ Geymt 1 október 2020 í Wayback Machine (skoðað 7. september 2019)