Valdimar Víðisson (f. 10. september 1978) er bæjarstjóri Hafnarfjarðar fyrir Framsóknarflokkinn og skólastjóri Öldutúnsskóla. Hann sat sem varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022. Valdimar tók við embætti bæjarstjóra Hafnarfjarðar þann 1. janúar 2025 af Rósu Guðbjartsdóttur, en áður gegndi hann embætti formanns bæjarráðs.