Veldi Parþa stóð í fimm aldir, mun lengur en flest önnur heimsveldi Austurlanda nær. Upphaf þess má rekja til þess tíma er þeir sögðu skilið við Selevkídaveldið 238 f.Kr., þótt þeim tækist ekki að ná völdum í Íran fyrr en á valdatíma Míþrídatesar 1. Ríki Parþa leystist svo upp þegar persneskur uppreisnarkonungur, Adrasjír 1., stofnandi Sassanídaveldisins, náði Ktesifon á sitt vald árið 228 og gerði sóróisma að ríkistrú.